Erlent

Auðugir Repúblikanar reyna að grafa undan Trump

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Geta ekki hugsað sér að sjá Trump verða forseta.
Geta ekki hugsað sér að sjá Trump verða forseta. Vísir/Getty
Hópur auðugra stuðningsmanna Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hefur hafið herferð til þess að fá aðra auðuga Repúblikana til þess að styðja Hillary Clinton í væntanlegum forsetakosningum.

Fréttastofa Reuters greinir frá og segir að hópurinn einbeiti sér að samflokksmönnum sínum sem séu óánægðir með Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, og geti stutt Hillary með fjárframlögum.

Í frétt Reuter segir að fjárframlög frá auðugum Bandaríkjamönnum á Wall Street geti skipt sköpum fyrir Clinton en með því gæti hún fengið há fjárframlög í baráttunni gegn Trump. Auk þess sem að stuðningur þeirra gæti sannfært fleiri Repúblikana um að styðja Hillary.

Dan Webb, stuðningsmaður Repúblikana um árabil og fyrrverandi saksóknari sagði í viðtal við Reuters að hann gæti ekki hugsað sér að kjósa Trump, því væri hann að fá auðuga Repúblikana úr viðskiptaheiminum til þess að styðja Clinton.

Hillary Clinton er nú á hraðri uppleið í skoðanakönnunum, en Donald Trump að sama skapi á niðurleið eftir að flokksþingi Demókrata lauk. Hafa verður þó í huga að Þessar fylgissveiflur í kjölfar flokksþinganna eru vel þekktar í bandarískum stjórnmálum. Þær eiga til að jafnast út þegar frá líður, en þetta árið virðist uppsveifla Clinton verða stærri en uppsveifla Trumps.


Tengdar fréttir

Trump segir Obama hreina hörmung

Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×