Íslenskar íþróttakonur í meirihluta í fyrsta sinn á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2016 06:00 Ásdís Hjálmsdóttir er á leið á sína þriðju Ólympíuleika. vísir/getty Íslenskar konur hafa eiginlega átt sviðið í íslenskum einstaklingsíþróttum síðustu árin enda eigum við m.a. sundkonur sem hafa unnið til fleiri en einna verðlauna á stórmótum og frjálsíþróttakonur sem hafa komist í úrslit á fleiri en einu stórmóti. Það þarf því kannski ekki að koma mikið á óvart að íslensku íþróttakonurnar séu í meirihluta í Ólympíuliði Íslands á 31. sumarólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu. Það kemur kannski fleirum á óvart að þetta sé að gerast í fyrsta sinn hjá Íslandi á sumarólympíuleikum nú þegar íslenskir íþróttamenn eru að fara að keppa á sínum 21. leikum. Íslenskar konur höfðu náð einu sinni að vera jafn margar körlunum, eða á leikunum í Sydney árið 2000. Nú eru þær 63 prósent af íslenska Ólympíuliðinu. Fyrir þessa leika höfðu íslenskar íþróttakonur aðeins verið sautján prósent þátttakenda í Ólympíuliðum Íslands á sumarleikunum (50 af 294). Það er í raun bara í sundi þar sem talan er nánast jöfn, 26 karlar á móti 24 konum. Í öllum hinum greinunum hefur hallað verulega á íslenska kvenfólkið. Þessi tala mun og verður að jafnast á komandi leikum.Ásdís Hjálmsdóttir er nú mætt á sína þriðju Ólympíuleika en ólíkt síðustu leikum í London þar sem hún var eina frjálsíþróttakonan hefur hún hina ungu og stórefnilegu Anítu Hinriksdóttur sér við hlið. Þórey Edda Elísdóttir fór líka á þrenna Ólympíuleika í röð á árunum 2000 til 2008 en hún og Ásdís eru þar í afar fámennum hópi íslenskra íþróttakvenna. Handboltalandsliðið hefur að vissu leyti skekkt aðeins myndina á síðustu leikum enda voru íslenskar konur t.d. í meirihluta í einstaklingsíþróttum á leikunum í Peking 2008. Ásdís var þá í hópi með Þóreyju Eddu, fjórum sundkonum og badmintonkonunni Rögnu Ingólfsdóttur. Sundkonurnar hafa eins og áður sagði haldið uppi þátttakendafjölda íslenskra kvenna á leikunum síðustu áratugina en nú heyra b-lágmörkin sögunni til og því hefur aldrei verið erfiðara fyrir sundfólkið að komast inn. Það stoppaði þó ekki þær Eygló Ósk Gústafsdóttur og Hrafnhildi Lúthersdóttur sem eru búnar að vera með Ólympíusætið sitt gulltryggt í meira en ár. Fleiri íslenskar konur skrifa söguna á þessum leikum því Irina Sazonova verður þá fyrsta íslenska fimleikakonan til þess að keppa á Ólympíuleikum. Hér á síðunni má sjá yfirlit yfir skiptingu íslensku keppendanna á Ólympíuleikunum undanfarna sex áratugi eða síðan Vilhjálmur Einarsson vann silfrið eftirminnilega í Melbourne í Ástralíu. Það sést svart á hvítu hversu sérstakur Ólympíuhópur Íslands er sem gengur inn á setningarhátíðina á Maracana-leikvanginum í Ríó í kvöld.grafík/fréttablaðið Fimleikar Frjálsar íþróttir Sund Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
Íslenskar konur hafa eiginlega átt sviðið í íslenskum einstaklingsíþróttum síðustu árin enda eigum við m.a. sundkonur sem hafa unnið til fleiri en einna verðlauna á stórmótum og frjálsíþróttakonur sem hafa komist í úrslit á fleiri en einu stórmóti. Það þarf því kannski ekki að koma mikið á óvart að íslensku íþróttakonurnar séu í meirihluta í Ólympíuliði Íslands á 31. sumarólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu. Það kemur kannski fleirum á óvart að þetta sé að gerast í fyrsta sinn hjá Íslandi á sumarólympíuleikum nú þegar íslenskir íþróttamenn eru að fara að keppa á sínum 21. leikum. Íslenskar konur höfðu náð einu sinni að vera jafn margar körlunum, eða á leikunum í Sydney árið 2000. Nú eru þær 63 prósent af íslenska Ólympíuliðinu. Fyrir þessa leika höfðu íslenskar íþróttakonur aðeins verið sautján prósent þátttakenda í Ólympíuliðum Íslands á sumarleikunum (50 af 294). Það er í raun bara í sundi þar sem talan er nánast jöfn, 26 karlar á móti 24 konum. Í öllum hinum greinunum hefur hallað verulega á íslenska kvenfólkið. Þessi tala mun og verður að jafnast á komandi leikum.Ásdís Hjálmsdóttir er nú mætt á sína þriðju Ólympíuleika en ólíkt síðustu leikum í London þar sem hún var eina frjálsíþróttakonan hefur hún hina ungu og stórefnilegu Anítu Hinriksdóttur sér við hlið. Þórey Edda Elísdóttir fór líka á þrenna Ólympíuleika í röð á árunum 2000 til 2008 en hún og Ásdís eru þar í afar fámennum hópi íslenskra íþróttakvenna. Handboltalandsliðið hefur að vissu leyti skekkt aðeins myndina á síðustu leikum enda voru íslenskar konur t.d. í meirihluta í einstaklingsíþróttum á leikunum í Peking 2008. Ásdís var þá í hópi með Þóreyju Eddu, fjórum sundkonum og badmintonkonunni Rögnu Ingólfsdóttur. Sundkonurnar hafa eins og áður sagði haldið uppi þátttakendafjölda íslenskra kvenna á leikunum síðustu áratugina en nú heyra b-lágmörkin sögunni til og því hefur aldrei verið erfiðara fyrir sundfólkið að komast inn. Það stoppaði þó ekki þær Eygló Ósk Gústafsdóttur og Hrafnhildi Lúthersdóttur sem eru búnar að vera með Ólympíusætið sitt gulltryggt í meira en ár. Fleiri íslenskar konur skrifa söguna á þessum leikum því Irina Sazonova verður þá fyrsta íslenska fimleikakonan til þess að keppa á Ólympíuleikum. Hér á síðunni má sjá yfirlit yfir skiptingu íslensku keppendanna á Ólympíuleikunum undanfarna sex áratugi eða síðan Vilhjálmur Einarsson vann silfrið eftirminnilega í Melbourne í Ástralíu. Það sést svart á hvítu hversu sérstakur Ólympíuhópur Íslands er sem gengur inn á setningarhátíðina á Maracana-leikvanginum í Ríó í kvöld.grafík/fréttablaðið
Fimleikar Frjálsar íþróttir Sund Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira