Endurkaup hlutabréfa fimmtungi meiri í ár Sæunn Gísladóttir skrifar 5. ágúst 2016 07:00 Uppkaup félaga á eigin bréfum hafa numið 4,09 milljörðum króna það sem af er ári. Vísir/GVA Endurkaup skráðra félaga á Aðallista Kauphallarinnar eru orðin nítján prósentum meiri heldur en heildarendurkaup árið 2015, og er þeim ekki lokið. Sérfræðingur hjá IFS-greiningu segir þetta vísbendingu um að eigendur hafi trú á hlutabréfum sínum og telji að gengi hlutabréfa í fyrirtækjum sínum fari hækkandi. Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS-greiningu, taldi í fyrra að vísbendingar væru um að arðgreiðslur og endurkaup hefðu náð hámarki og yrðu minni í ár, eftir 64 prósenta aukningu milli ára.Jóahnn Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS-greiningu. Mynd/IFSArðgreiðslur og endurkaup hjá félögum á Aðallista Kauphallarinnar námu 28,4 milljörðum króna í fyrra og hafa numið 25 milljörðum króna það sem af er ári. Arðgreiðslum er lokið og voru þær minni í ár en í fyrra. Þær námu 20,9 milljörðum króna árið 2016, samanborið við 22,5 milljarða árið 2015 (18 milljörðum árið 2016 sé miðað við sömu félög og skráð voru árið 2015). Uppkaup félaga á eigin bréfum hafa hins vegar numið 4,09 milljörðum króna, samanborið við 3,4 milljarða króna árið 2015. Endurkaupum er enn ekki lokið. Reitir eiga til að mynda tæplega nítján prósent eftir af kaupáætlun og Sjóvá fjörutíu prósent. „Endurkaup ganga í bylgjum, meðal annars eftir hagsveiflunni og fyrirtækjakúltúr. Almennt er þetta talin önnur leið til að koma peningum til hluthafa, arðgreiðslan er ein leið. Einn af kostum endurkaupa umfram arðgreiðslur er að þá fá bara þeir hluthafar hópsins meiri pening sem kæra sig um það,“ segir Jóhann. „Mörg félög líta á þetta sem leið til að hækka verðið á hlut á félögunum á markaði. Það getur skapað jákvæð hughrif, jákvæða stemningu gagnvart hlutabréfunum. Það má kannski segja að í einhverjum skilningi þá noti stjórnir félaga þetta sem leið til að pumpa upp gengið á bréfunum,“ segir hann. Jóhann segir að þessi bylgja hafi verið viðvarandi síðustu þrjú, fjögur árin á Íslandi. „En reyndin er sú að þetta er bara góður díll ef félögin eru að kaupa sín eigin bréf á góðu verði, og verðhækkun verður á bréfunum. Aftur á móti ef verðmæti rekstrarins minnkar í framhaldinu þá hefur félagið eytt verðmætum við að kaupa þessi bréf.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Endurkaup skráðra félaga á Aðallista Kauphallarinnar eru orðin nítján prósentum meiri heldur en heildarendurkaup árið 2015, og er þeim ekki lokið. Sérfræðingur hjá IFS-greiningu segir þetta vísbendingu um að eigendur hafi trú á hlutabréfum sínum og telji að gengi hlutabréfa í fyrirtækjum sínum fari hækkandi. Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS-greiningu, taldi í fyrra að vísbendingar væru um að arðgreiðslur og endurkaup hefðu náð hámarki og yrðu minni í ár, eftir 64 prósenta aukningu milli ára.Jóahnn Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS-greiningu. Mynd/IFSArðgreiðslur og endurkaup hjá félögum á Aðallista Kauphallarinnar námu 28,4 milljörðum króna í fyrra og hafa numið 25 milljörðum króna það sem af er ári. Arðgreiðslum er lokið og voru þær minni í ár en í fyrra. Þær námu 20,9 milljörðum króna árið 2016, samanborið við 22,5 milljarða árið 2015 (18 milljörðum árið 2016 sé miðað við sömu félög og skráð voru árið 2015). Uppkaup félaga á eigin bréfum hafa hins vegar numið 4,09 milljörðum króna, samanborið við 3,4 milljarða króna árið 2015. Endurkaupum er enn ekki lokið. Reitir eiga til að mynda tæplega nítján prósent eftir af kaupáætlun og Sjóvá fjörutíu prósent. „Endurkaup ganga í bylgjum, meðal annars eftir hagsveiflunni og fyrirtækjakúltúr. Almennt er þetta talin önnur leið til að koma peningum til hluthafa, arðgreiðslan er ein leið. Einn af kostum endurkaupa umfram arðgreiðslur er að þá fá bara þeir hluthafar hópsins meiri pening sem kæra sig um það,“ segir Jóhann. „Mörg félög líta á þetta sem leið til að hækka verðið á hlut á félögunum á markaði. Það getur skapað jákvæð hughrif, jákvæða stemningu gagnvart hlutabréfunum. Það má kannski segja að í einhverjum skilningi þá noti stjórnir félaga þetta sem leið til að pumpa upp gengið á bréfunum,“ segir hann. Jóhann segir að þessi bylgja hafi verið viðvarandi síðustu þrjú, fjögur árin á Íslandi. „En reyndin er sú að þetta er bara góður díll ef félögin eru að kaupa sín eigin bréf á góðu verði, og verðhækkun verður á bréfunum. Aftur á móti ef verðmæti rekstrarins minnkar í framhaldinu þá hefur félagið eytt verðmætum við að kaupa þessi bréf.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira