Hlutabréf í evrópskum bönkum tóku skarpa dýfu niður á við í dag. Fjárfestar eru enn að meta niðurstöður úr álagsprófi Samtaka evrópskra banka sem gefnar voru út eftir að markaðir lokuðu á föstudag.
Komu margir bankar illa út úr álagsprófinu og féll bankavísitalan STOXX um 4,7 prósent í dag en vísitalan hefur ekki fallið jafn mikið á einum degi frá því að niðurstöður Brexit-atkvæðagreiðslunnar í Bretlandi voru gerðar kunnar.
Hlutabréf í Credit Suisse og Deutche Bank féllu einnig mikið í dag eða um 5,9 prósent annar svegar og 4,8 prósent hins vegar. Gengi hlutabréfa í bönkunum tveimur hefur lækkað um rúmlega 45 prósent það sem af er ári. Hefur þeim verið sparkað úr STOXX Europe 50 vísitölunni sem á að ná til fimmtíu stærstu fyrirtækjanna í Evrópu.
Hlutabréf í evrópskum bönkum hríðfalla
Tengdar fréttir
Credit Suisse og Deutsche Bank hent út úr vísitölunni
Frá og með næsta mánudegi verða Credit Suisse og Deutsche bank ekki hluti af STOXX Europe 50.