Eiríkur Bergmann: Trump mun sækja enn harðar að Clinton sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. ágúst 2016 12:42 Línur farnar að skýrast eftir landsþing flokkanna tveggja, segir stjórnmálfræðingur. Clinton er með forskot á Trump. vísir/getty Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir línur farnar að skýrast í kosningabaráttunni fyrir forsetakjörið í Bandaríkjunum, nú að loknu landsþingi flokkanna tveggja. Baráttan muni harðna umtalsvert allt fram að kjördegi. „Nú er þetta baráttan í könnunum sem skiptir mestu máli. Báðir flokkar munu núna meta það hvernig stuðningurinn er að leggjast í könnunum og hvar helstu baráttusvæðin verða. Í Bandaríkjunum er ekki hefðbundið þjóðkjör heldur eru kjörnir kjörmenn í hverju fylki fyrir sig þannig að baráttan fer núna fram í þeim fylkjum þar sem mjótt er á mununum,” segir Eiríkur.Ómögulegt að spá fyrir um hvort Clinton haldi forskotinu Hillary Clinton hefur samkvæmt nýjustu skoðanakönnun CNN aukið fylgi sitt eftir landsþing Demókrataflokksins og er nú með níu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn, Donald Trump. Clinton mælist nú með 52 prósenta fylgi og Trump með 43 prósenta fylgi, en um er að ræða nokkurn viðsnúning frá síðustu könnunum CNN, þegar Trump mældist með eilítið meira fylgi en Clinton.Eiríkur Bergmann„Það hefur vakið athygli að út úr flokksþingunum að þá hefur Hillary komið út með meira forskot heldur en að Trump og hans fólk gerði ráð fyrir. Þannig að það má gera ráð fyrir því að hann muni sækja ansi hart að henni núna á næstunni,” segir Eiríkur. Aðspurður segir hann ómögulegt að spá fyrir um hvort Clinton muni halda þessu forskoti. „Við erum að sjá fyrstu kannanirnar núna í kjölfarið af flokksþingunum og við þurfum bara að sjá fleiri til þess að átta okkur á því hvernig þessi lína liggur. Trump fór upp í kjölfar síns flokksþings en síðan fór Hillary upp enn hærra, í kjölfarið af flokksþingi Demókrata. Og stóra spurningin er bara sú hvort hún muni halda því forskoti eða hvort það dragi á milli sem hlýtur að teljast líklegra.“Frambjóðendurnir óvinsælir Skoðanakannanir sýna fram á að báðir frambjóðendur eru afar óvinsælir, því um helmingur skráðra kjósenda segjast hafa neikvætt álit á Clinton, og um 36 prósent jákvætt. Þeim jákvæðu hefur fjölgað um fimm prósentustig á milli kannana. Lítil breyting hefur orðið á afstöðu fólks til Trump en um 52 prósent segjast hafa neikvætt álit á honum. „Það eru ólíkir þættir sem valda því hjá þeim tveimur. Hann er auðvitað að einhverju leiti aggressívur lýðskrumari og hann hefur haldið út sinni pólitík með þeirri aðferð að ráðast á hina og þessa hópa í samfélaginu og höfða til reiðra hvítra karlmanna sem telja sig hlunnfarna af alls konar öðrum hópum í samfélaginu. Það er mörgum sem er í nöp við slíka pólitík,“ segir Eiríkur, aðspurður hvað skýri þessar óvinsældir. „Hennar staða er allt önnur. Hún er öfugt við Trump innan úr innstu innviðum bandarískra stjórnmála. Þrátt fyrir það hefur hún frekar verið talin fara fram af kaldri skynsemi frekar heldur en heitri ástríðu. Þess vegna er mörgum ekkert sérstaklega hlýtt til hennar, þó fólk kunni að treysta henni fyrir verkunum.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir línur farnar að skýrast í kosningabaráttunni fyrir forsetakjörið í Bandaríkjunum, nú að loknu landsþingi flokkanna tveggja. Baráttan muni harðna umtalsvert allt fram að kjördegi. „Nú er þetta baráttan í könnunum sem skiptir mestu máli. Báðir flokkar munu núna meta það hvernig stuðningurinn er að leggjast í könnunum og hvar helstu baráttusvæðin verða. Í Bandaríkjunum er ekki hefðbundið þjóðkjör heldur eru kjörnir kjörmenn í hverju fylki fyrir sig þannig að baráttan fer núna fram í þeim fylkjum þar sem mjótt er á mununum,” segir Eiríkur.Ómögulegt að spá fyrir um hvort Clinton haldi forskotinu Hillary Clinton hefur samkvæmt nýjustu skoðanakönnun CNN aukið fylgi sitt eftir landsþing Demókrataflokksins og er nú með níu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn, Donald Trump. Clinton mælist nú með 52 prósenta fylgi og Trump með 43 prósenta fylgi, en um er að ræða nokkurn viðsnúning frá síðustu könnunum CNN, þegar Trump mældist með eilítið meira fylgi en Clinton.Eiríkur Bergmann„Það hefur vakið athygli að út úr flokksþingunum að þá hefur Hillary komið út með meira forskot heldur en að Trump og hans fólk gerði ráð fyrir. Þannig að það má gera ráð fyrir því að hann muni sækja ansi hart að henni núna á næstunni,” segir Eiríkur. Aðspurður segir hann ómögulegt að spá fyrir um hvort Clinton muni halda þessu forskoti. „Við erum að sjá fyrstu kannanirnar núna í kjölfarið af flokksþingunum og við þurfum bara að sjá fleiri til þess að átta okkur á því hvernig þessi lína liggur. Trump fór upp í kjölfar síns flokksþings en síðan fór Hillary upp enn hærra, í kjölfarið af flokksþingi Demókrata. Og stóra spurningin er bara sú hvort hún muni halda því forskoti eða hvort það dragi á milli sem hlýtur að teljast líklegra.“Frambjóðendurnir óvinsælir Skoðanakannanir sýna fram á að báðir frambjóðendur eru afar óvinsælir, því um helmingur skráðra kjósenda segjast hafa neikvætt álit á Clinton, og um 36 prósent jákvætt. Þeim jákvæðu hefur fjölgað um fimm prósentustig á milli kannana. Lítil breyting hefur orðið á afstöðu fólks til Trump en um 52 prósent segjast hafa neikvætt álit á honum. „Það eru ólíkir þættir sem valda því hjá þeim tveimur. Hann er auðvitað að einhverju leiti aggressívur lýðskrumari og hann hefur haldið út sinni pólitík með þeirri aðferð að ráðast á hina og þessa hópa í samfélaginu og höfða til reiðra hvítra karlmanna sem telja sig hlunnfarna af alls konar öðrum hópum í samfélaginu. Það er mörgum sem er í nöp við slíka pólitík,“ segir Eiríkur, aðspurður hvað skýri þessar óvinsældir. „Hennar staða er allt önnur. Hún er öfugt við Trump innan úr innstu innviðum bandarískra stjórnmála. Þrátt fyrir það hefur hún frekar verið talin fara fram af kaldri skynsemi frekar heldur en heitri ástríðu. Þess vegna er mörgum ekkert sérstaklega hlýtt til hennar, þó fólk kunni að treysta henni fyrir verkunum.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira