Innsetningarræða Guðna Th.: Ég á margt eftir ólært og mér gæti orðið á Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. ágúst 2016 17:12 Ný forsetahjón á svölum þinghússins. vísir/eyþór Guðni Th. Jóhannesson hefur undirritað drengskaparheit að íslensku stjórnarskránni og er nýr forseti Íslands. Guðni var settur inn í embættið nú fyrir skemmstu. „Góðir Íslendingar. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt að taka við embætti forseta Íslands,“ sagði Guðni þegar hann ávarpaði gesti athafnarinnar sem og landsmenn alla. Hann sagði að hann ætti margt eftir ólært og að honum gæti orðið á en hann hygðist taka við leiðsögn frá fólkinu í landinu og forvera hans í embætti, þeim Ólafi Ragnari Grímssyni og Vigdísi Finnbogadóttur. Margt meiri einnig læra af sögu Sveins Björnssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar og Kristjáns Eldjárn. „Forsetinn ræður sjaldan úrslitum einn síns liðs og ég tel að hann eigi að standa utan sviðs stjórnmálanna. Hann á að vera óháður flokkum og fylkingum,“ sagði hinn nýi forseti. Hann sagði hins vegar að hann myndi vekja máls á því sem honum býr í brjósti, því sem vel er gert en einnig því sem betur má fara.Guðni Th. í pontu eftir að hann fékk kjörbréf sitt afhent.vísir/eyþór„Guð hjálpar þeim sem hjálpast að“ Forsetinn sagði að Ísland væri gott og friðsælt land og þar nytum við góðs af því sem eldri kynslóðir hafa gert. Hins vegar mætti margt fara betur. Fólk ætti ekki að líða skort, allir ættu að eiga aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og enn væri ekki í land komið í jafnréttisbaráttunni. „Mér stendur nærri að nefna menntakerfið. Innan þess eiga allir að geta fundið sér farveg og nám við hæfi án þess að fjárhagur hamli för.“ Í ræðu sinni vitnaði Guðni í nokkur skáld. Þeirra á meðal má nefna Gerði Kristný, Jónas Hallgrímsson, Snorra Hjartarson og Spilverk þjóðanna. Guðni vitnaði í síðastnefnda flokkinn þegar hann sagði að þeir hefðu rangt fyrir sér með að „Guð hjálpaði þeim sem hjálpuðu sér sjálfir“. Hið rétta væri að Guð hjálpaði þeim sem hjálpuðust að. Guðni vék einnig orðum að stjórnarskránni. Sagði hann að stjórnmálamenn settu lögin. „Geti þingið ekki svarað ákalli landsmanna og yfirlýstum vilja flokka um endurbætur stjórnarskrárinnar er úr vöndu að ráða. Minni ég þar á gildi áfangasigra og málamiðlana.“ Tryggja þyrfti framgang íslenskunnar á tækniöld en þó þyrfti einnig að tryggja að Ísland myndi ekki einangrast. Við yrðum að geta tjáð okkur á öðrum tungumálum einnig. Pössum upp á fjölmenninguna „Gamlir siðir hverfa og nýir taka við. Ekki eru mörg ár síðan landbúnaður og sjómennska voru helstu atvinnuvegir okkar. Íslendingar voru hvítir á hörund, kristnir, höfðu íslensku að móðurmáli og báru íslenskt nafn. Við vorum flest steypt í sama mót og við vorum einsleit þjóð,“ sagði Guðni. Hann vék einnig orðum að sögunni og hvernig oft væri máluð einsleit mynd af henni. Hér hefði allt verið í blóma á þjóðveldisöld og ekki hefði birt til fyrr en með sjálfstæðisbaráttunni. „Við gleymum stundum hve saga okkar er margslungin. Gleymum ekki fjölmenningu landnámsaldar og þeim nánu tengslum við útlönd sem lögðu meðal annars grunn að afrekum á sviði bókmennta,“ sagði Guðni. Hann benti á að nú játuðu Íslendingar ólík trúarbrögð, værum ólík á hörund og hér byggju þúsundir sem töluðu litla sem enga íslensku, bæru útlensk nöfn en létu samt gott af sér leiða. „Sveinn Björnsson sagði við innsetningu sína, þann 17. júní 1944, að starf hans fælist framar öllu í heil og hag íslenskrar þjóðar. Ég mun leitast við að læra að þroskar og þjóna allri þjóðinni. Ég endurtek ósk mína um fjölbreytni og frelsi, samhjálp og jafnrétti, virðingu við lög og rétt. Stöndum saman um þessi grunngildi góðs samfélags,“ sagði hann í niðurlagi ræðu sinnar. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hátíðleg stund í þinghúsinu Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands í dag. 1. ágúst 2016 16:01 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson hefur undirritað drengskaparheit að íslensku stjórnarskránni og er nýr forseti Íslands. Guðni var settur inn í embættið nú fyrir skemmstu. „Góðir Íslendingar. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt að taka við embætti forseta Íslands,“ sagði Guðni þegar hann ávarpaði gesti athafnarinnar sem og landsmenn alla. Hann sagði að hann ætti margt eftir ólært og að honum gæti orðið á en hann hygðist taka við leiðsögn frá fólkinu í landinu og forvera hans í embætti, þeim Ólafi Ragnari Grímssyni og Vigdísi Finnbogadóttur. Margt meiri einnig læra af sögu Sveins Björnssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar og Kristjáns Eldjárn. „Forsetinn ræður sjaldan úrslitum einn síns liðs og ég tel að hann eigi að standa utan sviðs stjórnmálanna. Hann á að vera óháður flokkum og fylkingum,“ sagði hinn nýi forseti. Hann sagði hins vegar að hann myndi vekja máls á því sem honum býr í brjósti, því sem vel er gert en einnig því sem betur má fara.Guðni Th. í pontu eftir að hann fékk kjörbréf sitt afhent.vísir/eyþór„Guð hjálpar þeim sem hjálpast að“ Forsetinn sagði að Ísland væri gott og friðsælt land og þar nytum við góðs af því sem eldri kynslóðir hafa gert. Hins vegar mætti margt fara betur. Fólk ætti ekki að líða skort, allir ættu að eiga aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og enn væri ekki í land komið í jafnréttisbaráttunni. „Mér stendur nærri að nefna menntakerfið. Innan þess eiga allir að geta fundið sér farveg og nám við hæfi án þess að fjárhagur hamli för.“ Í ræðu sinni vitnaði Guðni í nokkur skáld. Þeirra á meðal má nefna Gerði Kristný, Jónas Hallgrímsson, Snorra Hjartarson og Spilverk þjóðanna. Guðni vitnaði í síðastnefnda flokkinn þegar hann sagði að þeir hefðu rangt fyrir sér með að „Guð hjálpaði þeim sem hjálpuðu sér sjálfir“. Hið rétta væri að Guð hjálpaði þeim sem hjálpuðust að. Guðni vék einnig orðum að stjórnarskránni. Sagði hann að stjórnmálamenn settu lögin. „Geti þingið ekki svarað ákalli landsmanna og yfirlýstum vilja flokka um endurbætur stjórnarskrárinnar er úr vöndu að ráða. Minni ég þar á gildi áfangasigra og málamiðlana.“ Tryggja þyrfti framgang íslenskunnar á tækniöld en þó þyrfti einnig að tryggja að Ísland myndi ekki einangrast. Við yrðum að geta tjáð okkur á öðrum tungumálum einnig. Pössum upp á fjölmenninguna „Gamlir siðir hverfa og nýir taka við. Ekki eru mörg ár síðan landbúnaður og sjómennska voru helstu atvinnuvegir okkar. Íslendingar voru hvítir á hörund, kristnir, höfðu íslensku að móðurmáli og báru íslenskt nafn. Við vorum flest steypt í sama mót og við vorum einsleit þjóð,“ sagði Guðni. Hann vék einnig orðum að sögunni og hvernig oft væri máluð einsleit mynd af henni. Hér hefði allt verið í blóma á þjóðveldisöld og ekki hefði birt til fyrr en með sjálfstæðisbaráttunni. „Við gleymum stundum hve saga okkar er margslungin. Gleymum ekki fjölmenningu landnámsaldar og þeim nánu tengslum við útlönd sem lögðu meðal annars grunn að afrekum á sviði bókmennta,“ sagði Guðni. Hann benti á að nú játuðu Íslendingar ólík trúarbrögð, værum ólík á hörund og hér byggju þúsundir sem töluðu litla sem enga íslensku, bæru útlensk nöfn en létu samt gott af sér leiða. „Sveinn Björnsson sagði við innsetningu sína, þann 17. júní 1944, að starf hans fælist framar öllu í heil og hag íslenskrar þjóðar. Ég mun leitast við að læra að þroskar og þjóna allri þjóðinni. Ég endurtek ósk mína um fjölbreytni og frelsi, samhjálp og jafnrétti, virðingu við lög og rétt. Stöndum saman um þessi grunngildi góðs samfélags,“ sagði hann í niðurlagi ræðu sinnar.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hátíðleg stund í þinghúsinu Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands í dag. 1. ágúst 2016 16:01 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Hátíðleg stund í þinghúsinu Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands í dag. 1. ágúst 2016 16:01