Ísland er líka landið mitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2016 06:00 Eyþóra stóð sig með prýði á sínum fyrstu Ólympíuleikum. vísir/anton Fimleikakonan Eyþóra Elísabet Þórsdóttir varð óvænt ein af stjörnum Íslands á Ólympíuleikunum í Ríó enda stóð hún sig frábærlega á sínum fyrstu leikum. Eyþóra keppir fyrir Holland en þessi skemmtilega stelpa lítur líka á sig sem Íslending. Fréttablaðið hitti á Eyþóru eftir að hún hafði lokið keppni á leikunum. Hún endaði þar í níunda sæti í úrslitum í fjölþraut og í sjöunda sæti með Hollandi í liðakeppninni. Aðeins fimm konur sýndu betri æfingar á gólfi í úrslitum fjölþrautarinnar. Við hittum Eyþóru fyrir úrslitin á jafnvægisslánni þar sem liðsfélagi hennar í hollenska liðinu, Sanne Wevers, átti klukkutíma síðar eftir að vinna óvæntan sigur á bandarísku ofurstjörnunni Simone Biles. Simone Biles vann fjögur gull en varð að sætta sig við brons á slánni.Erfið bakmeiðsli Eyþóra Elísabet var sátt við frammistöðu sína á leikunum. „Ég er mjög ánægð með þetta. Það er frábært að vera hér og geta náð svona góðum árangri,“ segir Eyþóra en hún missti mikið úr árið 2014. „Ég var að glíma við bakmeiðsli í eitt ár og var eiginlega bara dottin út úr fimleikunum. Ég er mjög stolt af sjálfri mér að koma til baka og komast inn á Ólympíuleika,“ segir Eyþóra og þetta leit ekki vel út fyrir hana fyrir aðeins tveimur árum. „Ég var næstum því hætt, en svo fór ég til hnykkjara sem var mitt lokaúrræði. Það tókst að laga þetta og þá hélt ég áfram í fimleikunum. Núna fer ég til hnykkjara svona einu sinni í mánuði og hann getur gert mjög góða hluti fyrir bakið á mér. Það er bara mjög flott að ég er hérna. Ég hefði getað verið heima og allt búið,“ segir hún. Eyþóra kom mörgum á óvart með góðri frammistöðu.Eyþóra stendur undir Ólympíuhringjunum.vísir/antonVill alltaf meira „Í fimleikum reynir maður alltaf að gera betur og betur. Núna sé ég að ég er farin að nálgast medalíurnar og þá vill maður alltaf meira. Þetta eru fimleikar og maður fær eitt tækifæri. Það er því alltaf spurningin hvort það takist hjá manni eða ekki.“ Stíll hennar vakti líka athygli en hún er fim og létt á fæti og gerir æfingar sínar eins og um dans væri að ræða. Þetta er meira sýning hjá henni en hjá mörgum öðrum fimleikakonum. „Ég geri æfingarnar í fimleikunum á minn hátt og það er gaman ef fólki finnst það flott. Ég er að reyna að búa til sýningu í mínum æfingum. Það er líka gaman að fá að njóta þess að vera þarna á gólfinu og geta sýnt sína sögu. Það er bara gaman að vera kölluð ballerína,“ segir Eyþóra.Síminn fylltist af skilaboðum Árangur hennar hefur kallað á sterk viðbrögð. „Ég hef fengið mikil viðbrögð frá bæði Hollandi og Íslandi. Síminn minn var alveg „púff“ því það kemur svo rosalega mikið af skilaboðum. Það var líka gaman að vita að amma og fleiri fylgdust með heima á Íslandi,“ segir Eyþóra hlæjandi. Hún er tiltölulega nýbúin að velja á milli Íslands og Hollands. „Ég þurfti að velja fyrir ári því að annars hefði ég ekki getað keppt fyrir Holland. Ég ákvað að fara aðeins erfiðari leið með því að reyna að komast inn í hollenska liðið og það tókst,“ segir Eyþóra. Hún var ekkert að loka á Ísland með þessari ákvörðun sinni. „Ísland er líka landið mitt og ég hef góðar tilfinningar þangað.“ En hvað með framhaldið, eigum við von á meiru frá henni?Fjölskyldan með í Ríó „Eftir að hafa náð þessum árangri þá langar mig að fara til baka í fimleikasalinn minn og gera enn þá betur. Vonandi get ég náð einhverjum medalíum á næsta Evrópumóti. Það lítur vel út og sama með heimsmeistarakeppnina. Þar vonast ég líka til að geta gert ennþá betur en hingað til,“ segir Eyþóra. Hún hélt upp á átján ára afmælið sitt á Ólympíuleikunum en fimleikakonur toppa flestar mjög ungar. „Ég ætla að reyna að halda áfram eins lengi og ég get. Ef mér finnst fimleikar ekki lengur skemmtilegir þá hætti ég auðvitað. Ég ætla samt að reyna að halda áfram eins lengi og ég get og þá sé ég bara til hvort líkaminn segir já eða nei.“ Hún á íslenska foreldra og þau voru bæði mætt til Ríó. „Það var mjög gaman að hafa mömmu og pabba hérna. Bróðir minn var líka með og það gerði þetta ennþá skemmtilegra að hafa þau hérna með mér á Ólympíuleikunum. Það er líka mjög gaman að vera hérna með liði því það er alltaf skemmtilegra en að vera alein. Vonandi verður þetta upphafið að einhverju meira,“ segir Eyþóra að lokum. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Formúla 1 Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Íslenski boltinn Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Íslenski boltinn Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira
Fimleikakonan Eyþóra Elísabet Þórsdóttir varð óvænt ein af stjörnum Íslands á Ólympíuleikunum í Ríó enda stóð hún sig frábærlega á sínum fyrstu leikum. Eyþóra keppir fyrir Holland en þessi skemmtilega stelpa lítur líka á sig sem Íslending. Fréttablaðið hitti á Eyþóru eftir að hún hafði lokið keppni á leikunum. Hún endaði þar í níunda sæti í úrslitum í fjölþraut og í sjöunda sæti með Hollandi í liðakeppninni. Aðeins fimm konur sýndu betri æfingar á gólfi í úrslitum fjölþrautarinnar. Við hittum Eyþóru fyrir úrslitin á jafnvægisslánni þar sem liðsfélagi hennar í hollenska liðinu, Sanne Wevers, átti klukkutíma síðar eftir að vinna óvæntan sigur á bandarísku ofurstjörnunni Simone Biles. Simone Biles vann fjögur gull en varð að sætta sig við brons á slánni.Erfið bakmeiðsli Eyþóra Elísabet var sátt við frammistöðu sína á leikunum. „Ég er mjög ánægð með þetta. Það er frábært að vera hér og geta náð svona góðum árangri,“ segir Eyþóra en hún missti mikið úr árið 2014. „Ég var að glíma við bakmeiðsli í eitt ár og var eiginlega bara dottin út úr fimleikunum. Ég er mjög stolt af sjálfri mér að koma til baka og komast inn á Ólympíuleika,“ segir Eyþóra og þetta leit ekki vel út fyrir hana fyrir aðeins tveimur árum. „Ég var næstum því hætt, en svo fór ég til hnykkjara sem var mitt lokaúrræði. Það tókst að laga þetta og þá hélt ég áfram í fimleikunum. Núna fer ég til hnykkjara svona einu sinni í mánuði og hann getur gert mjög góða hluti fyrir bakið á mér. Það er bara mjög flott að ég er hérna. Ég hefði getað verið heima og allt búið,“ segir hún. Eyþóra kom mörgum á óvart með góðri frammistöðu.Eyþóra stendur undir Ólympíuhringjunum.vísir/antonVill alltaf meira „Í fimleikum reynir maður alltaf að gera betur og betur. Núna sé ég að ég er farin að nálgast medalíurnar og þá vill maður alltaf meira. Þetta eru fimleikar og maður fær eitt tækifæri. Það er því alltaf spurningin hvort það takist hjá manni eða ekki.“ Stíll hennar vakti líka athygli en hún er fim og létt á fæti og gerir æfingar sínar eins og um dans væri að ræða. Þetta er meira sýning hjá henni en hjá mörgum öðrum fimleikakonum. „Ég geri æfingarnar í fimleikunum á minn hátt og það er gaman ef fólki finnst það flott. Ég er að reyna að búa til sýningu í mínum æfingum. Það er líka gaman að fá að njóta þess að vera þarna á gólfinu og geta sýnt sína sögu. Það er bara gaman að vera kölluð ballerína,“ segir Eyþóra.Síminn fylltist af skilaboðum Árangur hennar hefur kallað á sterk viðbrögð. „Ég hef fengið mikil viðbrögð frá bæði Hollandi og Íslandi. Síminn minn var alveg „púff“ því það kemur svo rosalega mikið af skilaboðum. Það var líka gaman að vita að amma og fleiri fylgdust með heima á Íslandi,“ segir Eyþóra hlæjandi. Hún er tiltölulega nýbúin að velja á milli Íslands og Hollands. „Ég þurfti að velja fyrir ári því að annars hefði ég ekki getað keppt fyrir Holland. Ég ákvað að fara aðeins erfiðari leið með því að reyna að komast inn í hollenska liðið og það tókst,“ segir Eyþóra. Hún var ekkert að loka á Ísland með þessari ákvörðun sinni. „Ísland er líka landið mitt og ég hef góðar tilfinningar þangað.“ En hvað með framhaldið, eigum við von á meiru frá henni?Fjölskyldan með í Ríó „Eftir að hafa náð þessum árangri þá langar mig að fara til baka í fimleikasalinn minn og gera enn þá betur. Vonandi get ég náð einhverjum medalíum á næsta Evrópumóti. Það lítur vel út og sama með heimsmeistarakeppnina. Þar vonast ég líka til að geta gert ennþá betur en hingað til,“ segir Eyþóra. Hún hélt upp á átján ára afmælið sitt á Ólympíuleikunum en fimleikakonur toppa flestar mjög ungar. „Ég ætla að reyna að halda áfram eins lengi og ég get. Ef mér finnst fimleikar ekki lengur skemmtilegir þá hætti ég auðvitað. Ég ætla samt að reyna að halda áfram eins lengi og ég get og þá sé ég bara til hvort líkaminn segir já eða nei.“ Hún á íslenska foreldra og þau voru bæði mætt til Ríó. „Það var mjög gaman að hafa mömmu og pabba hérna. Bróðir minn var líka með og það gerði þetta ennþá skemmtilegra að hafa þau hérna með mér á Ólympíuleikunum. Það er líka mjög gaman að vera hérna með liði því það er alltaf skemmtilegra en að vera alein. Vonandi verður þetta upphafið að einhverju meira,“ segir Eyþóra að lokum.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Formúla 1 Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Íslenski boltinn Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Íslenski boltinn Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira