Skoða tvíhliða samning við Breta óháð afstöðu annarra þjóða Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. ágúst 2016 18:30 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir vel koma til greina að íslensk stjórnvöld geri tvíhliða fríverslunarsamning við Bretland til að verja hagsmuni sína þegar Bretar hætta í ESB óháð því hvað stjórnvöld í Noregi og Liechtenstein gera. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu utanríkisráðherra um sérstaka ráðherranefnd um Brexit. Meirihluti Breta studdi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit hinn 23. júní síðastliðinn. Íslendingar hafa mikla hagsmuni af traustu viðskiptasambandi við Breta enda kaupa þjóðirnar mikið af vöru og þjónustu af hvor annarri. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að tillögu Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra að skipa sérstaka ráðherranefnd um Brexit. Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu stjórnvalda hér á Íslandi vegna útgöngu Breta úr ESB. Samhliða verður sérstök Brexit-eining sett á laggirnar í utanríkisráðuneytinu sem mun vinna þvert á ráðuneytið. Hlutverk hennar er að tryggja nauðsynlega samræmingu innan stjórnsýslunnar, upplýsingagjöf til Alþingis og góða samvinnu við hagsmunaaðila. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, mun stýra einingunni. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að unnið sé eftir þremur sviðsmyndum. „Í fyrsta lagi erum við að skoða víðtækan viðskiptasamning við Breta. Í öðru lagi erum við að skoða að EFTA-ríkin myndu sameiginlega gera samning við Breta. Í þriðja lagi erum við að skoða þegar Bretar gera útgöngusamning við Evrópusambandið hvort EES-ríkin myndu ganga inn í þann samning,“ segir Lilja. Fyrsta sviðsmyndin sem Lilja nefndi er tvíhliða samningur sem Ísland og Bretland myndu gera. Það er ekki útilokað að það þjóni hagsmunum Íslands að gera slíkan samning óháð afstöðu stjórnvalda í Noregi og Liechtenstein, hinna EFTA-ríkjanna sem eiga aðild að EES-samningnum. „Mín afstaða er sú að við eigum ekki að útiloka neitt á þessum tímapunkti. Við erum að fara í umfangsmikla greiningarvinnu sem miðar að því að tryggja íslenska hagsmuni og skipan okkar samskipta við Breta. Á þessum tímapunkti er algjörlega ómögulegt að útiloka eitt eða neitt.“ Brexit Tengdar fréttir Ríkisstjórn skipar ráðherranefnd vegna Brexit Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu íslenskra stjórnvalda vegna boðaðrar útgöngu Breta úr ESB. 19. ágúst 2016 14:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir vel koma til greina að íslensk stjórnvöld geri tvíhliða fríverslunarsamning við Bretland til að verja hagsmuni sína þegar Bretar hætta í ESB óháð því hvað stjórnvöld í Noregi og Liechtenstein gera. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu utanríkisráðherra um sérstaka ráðherranefnd um Brexit. Meirihluti Breta studdi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit hinn 23. júní síðastliðinn. Íslendingar hafa mikla hagsmuni af traustu viðskiptasambandi við Breta enda kaupa þjóðirnar mikið af vöru og þjónustu af hvor annarri. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að tillögu Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra að skipa sérstaka ráðherranefnd um Brexit. Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu stjórnvalda hér á Íslandi vegna útgöngu Breta úr ESB. Samhliða verður sérstök Brexit-eining sett á laggirnar í utanríkisráðuneytinu sem mun vinna þvert á ráðuneytið. Hlutverk hennar er að tryggja nauðsynlega samræmingu innan stjórnsýslunnar, upplýsingagjöf til Alþingis og góða samvinnu við hagsmunaaðila. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, mun stýra einingunni. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að unnið sé eftir þremur sviðsmyndum. „Í fyrsta lagi erum við að skoða víðtækan viðskiptasamning við Breta. Í öðru lagi erum við að skoða að EFTA-ríkin myndu sameiginlega gera samning við Breta. Í þriðja lagi erum við að skoða þegar Bretar gera útgöngusamning við Evrópusambandið hvort EES-ríkin myndu ganga inn í þann samning,“ segir Lilja. Fyrsta sviðsmyndin sem Lilja nefndi er tvíhliða samningur sem Ísland og Bretland myndu gera. Það er ekki útilokað að það þjóni hagsmunum Íslands að gera slíkan samning óháð afstöðu stjórnvalda í Noregi og Liechtenstein, hinna EFTA-ríkjanna sem eiga aðild að EES-samningnum. „Mín afstaða er sú að við eigum ekki að útiloka neitt á þessum tímapunkti. Við erum að fara í umfangsmikla greiningarvinnu sem miðar að því að tryggja íslenska hagsmuni og skipan okkar samskipta við Breta. Á þessum tímapunkti er algjörlega ómögulegt að útiloka eitt eða neitt.“
Brexit Tengdar fréttir Ríkisstjórn skipar ráðherranefnd vegna Brexit Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu íslenskra stjórnvalda vegna boðaðrar útgöngu Breta úr ESB. 19. ágúst 2016 14:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn Sjá meira
Ríkisstjórn skipar ráðherranefnd vegna Brexit Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu íslenskra stjórnvalda vegna boðaðrar útgöngu Breta úr ESB. 19. ágúst 2016 14:35