Fáum við íslenskan úrslitaleik? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2016 07:00 vísir/anton Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson fóru saman á Ólympíuleikana í Aþenu fyrir tólf árum, Dagur sem fyrirliði íslenska liðsins og Guðmundur sem þjálfari. Þeir hafa því unnið saman á Ólympíuleikum en nú keppast þeir um að hjálpa „sinni“ þjóð að vinna Ólympíugullið. Undanúrslitin í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Ríó fara fram í dag þar sem Þjóðverjar mæta heims- og Ólympíumeisturum Frakka en Danir spila við Pólverja. Bæði lið Þýskalands og Danmerkur hafa spilað mjög vel á mótinu og unnu til dæmis sannfærandi sigra í átta liða úrslitunum. „Það er frábært að spila um verðlaun á öðru stórmótinu í röð og ég er virkilega stoltur af því hvernig sem að framhaldið verður,“ sagði Dagur Sigurðsson sem gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í upphafi ársins. Frammistaða þýska liðsins hefur minnt menn á þá stemningu sem Degi tókst að búa til fyrir átta mánuðum. Danir hafa aldrei spilað í undanúrslitum á ÓL og höfðu dottið út úr átta liða úrslitunum á tvennum síðustu leikum. „Þetta er mjög stórt skref. Það hefur verið yfir ákveðinn vegg að fara fyrir þá en veggurinn sem bíður okkar er enn stærri. Það er rosalegur leikur sem er fram undan í fjögurra liða úrslitum,“ sagði Guðmundur. Hann er nú að komast í fyrsta sinn í leiki um verðlaun síðan hann tók við danska liðinu en Danir enduðu í 5. sæti á HM í Katar og í 6. sæti á EM Póllandi undir hans stjórn. „Ég er búinn að reyna að draga úr væntingum eins og ég get því það er alltaf verið að tala um medalíu fyrir fram. Það eru allir að setja svo rosalega pressu á liðið, mig og alla. Ég hef reynt eins og ég hef getað að draga aðeins úr því og taka einn leik í einu,“ sagði Guðmundur. Hann kom Íslandi alla leið í úrslitaleikinn fyrir átta árum en er þetta eitthvað líkt og þá? „Þar spiluðum við frábærlega á móti Pólverjum sem voru með mjög sterkt lið og búnir að standa sig vel. Núna vorum við að spila á móti mjög erfiðu liði líka og þetta var því ekkert ósvipað þannig. Þetta er góð tilfinning,“ sagði Guðmundur. Hann bjóst við að fá Króatíu í undanúrslitunum en fékk Pólland. Danir töpuðu á móti Króötum í riðlinum og því allt eins gott að sleppa við þá. „Við erum núna að fara í undanúrslit en lendum reyndar á móti Frökkum sem er eins og það er. Ég hefði heldur ekkert viljað spila á móti okkur því við erum með seiglulið þegar það er komið í svona leiki,“ segir Dagur. Frakkar hafa unnið gullið á síðustu tvennum leikum þar af unnu þeir Ísland í úrslitaleik í Peking 2008. „Núna höfum við fengið inn menn eins og Uwe Gensheimer, Patrick Wiencek, Paul Drux og Silvio Heinevetter inn í Evrópumeistaraliðið. Þeir eru til í þetta líka,“ sagði Dagur. Liðið er í góðu jafnvægi og hefur unnið alla leiki sína nema á móti heimamönnum í Brasilíu. Hér heima horfa margir á þann möguleika að fá „íslenskan“ úrslitaleik um Ólympíugullið. „Væri það ekki draumaúrslitaleikur?“ sagði Guðmundur og brosti. „Það er aldrei að vita hvað gerist. Við skulum byrja á því að koma okkur í gegnum leikinn í undanúrslitum,“ sagði Guðmundur. Dagur Sigurðsson notaði líka tækifærið og setti smá pressu á sinn gamla þjálfara. „Ég held að Gummi fari pottþétt alla leið ef ekki bara alla, alla leið. Það verður ekki nema ef við náum að stoppa hann,“ sagði Dagur brosandi. Fbl_Megin: „Ætli hann sé ekki bara að reyna að stríða gamla þjálfaranum sínum,“ sagði Guðmundur hlæjandi að lokum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson fóru saman á Ólympíuleikana í Aþenu fyrir tólf árum, Dagur sem fyrirliði íslenska liðsins og Guðmundur sem þjálfari. Þeir hafa því unnið saman á Ólympíuleikum en nú keppast þeir um að hjálpa „sinni“ þjóð að vinna Ólympíugullið. Undanúrslitin í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Ríó fara fram í dag þar sem Þjóðverjar mæta heims- og Ólympíumeisturum Frakka en Danir spila við Pólverja. Bæði lið Þýskalands og Danmerkur hafa spilað mjög vel á mótinu og unnu til dæmis sannfærandi sigra í átta liða úrslitunum. „Það er frábært að spila um verðlaun á öðru stórmótinu í röð og ég er virkilega stoltur af því hvernig sem að framhaldið verður,“ sagði Dagur Sigurðsson sem gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í upphafi ársins. Frammistaða þýska liðsins hefur minnt menn á þá stemningu sem Degi tókst að búa til fyrir átta mánuðum. Danir hafa aldrei spilað í undanúrslitum á ÓL og höfðu dottið út úr átta liða úrslitunum á tvennum síðustu leikum. „Þetta er mjög stórt skref. Það hefur verið yfir ákveðinn vegg að fara fyrir þá en veggurinn sem bíður okkar er enn stærri. Það er rosalegur leikur sem er fram undan í fjögurra liða úrslitum,“ sagði Guðmundur. Hann er nú að komast í fyrsta sinn í leiki um verðlaun síðan hann tók við danska liðinu en Danir enduðu í 5. sæti á HM í Katar og í 6. sæti á EM Póllandi undir hans stjórn. „Ég er búinn að reyna að draga úr væntingum eins og ég get því það er alltaf verið að tala um medalíu fyrir fram. Það eru allir að setja svo rosalega pressu á liðið, mig og alla. Ég hef reynt eins og ég hef getað að draga aðeins úr því og taka einn leik í einu,“ sagði Guðmundur. Hann kom Íslandi alla leið í úrslitaleikinn fyrir átta árum en er þetta eitthvað líkt og þá? „Þar spiluðum við frábærlega á móti Pólverjum sem voru með mjög sterkt lið og búnir að standa sig vel. Núna vorum við að spila á móti mjög erfiðu liði líka og þetta var því ekkert ósvipað þannig. Þetta er góð tilfinning,“ sagði Guðmundur. Hann bjóst við að fá Króatíu í undanúrslitunum en fékk Pólland. Danir töpuðu á móti Króötum í riðlinum og því allt eins gott að sleppa við þá. „Við erum núna að fara í undanúrslit en lendum reyndar á móti Frökkum sem er eins og það er. Ég hefði heldur ekkert viljað spila á móti okkur því við erum með seiglulið þegar það er komið í svona leiki,“ segir Dagur. Frakkar hafa unnið gullið á síðustu tvennum leikum þar af unnu þeir Ísland í úrslitaleik í Peking 2008. „Núna höfum við fengið inn menn eins og Uwe Gensheimer, Patrick Wiencek, Paul Drux og Silvio Heinevetter inn í Evrópumeistaraliðið. Þeir eru til í þetta líka,“ sagði Dagur. Liðið er í góðu jafnvægi og hefur unnið alla leiki sína nema á móti heimamönnum í Brasilíu. Hér heima horfa margir á þann möguleika að fá „íslenskan“ úrslitaleik um Ólympíugullið. „Væri það ekki draumaúrslitaleikur?“ sagði Guðmundur og brosti. „Það er aldrei að vita hvað gerist. Við skulum byrja á því að koma okkur í gegnum leikinn í undanúrslitum,“ sagði Guðmundur. Dagur Sigurðsson notaði líka tækifærið og setti smá pressu á sinn gamla þjálfara. „Ég held að Gummi fari pottþétt alla leið ef ekki bara alla, alla leið. Það verður ekki nema ef við náum að stoppa hann,“ sagði Dagur brosandi. Fbl_Megin: „Ætli hann sé ekki bara að reyna að stríða gamla þjálfaranum sínum,“ sagði Guðmundur hlæjandi að lokum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni