Það virðist ekki vera áhættulaust fyrir íþróttamenn að lyfta sér upp í Ríó.
Breskur íþróttamaður segist hafa verið rændur er hann skellti sér aðeins á djammið. Byssu var beitt við ránið.
„Það sem er fyrir öllu er að allir okkar íþróttamenn eru öruggir og heilir heilsu,“ sagði talsmaður breska hópsins en alls fóru 366 íþróttamenn frá Bretlandi til Ríó.
Búið er að minna íþróttamennina á nokkrar gullnar reglur. Ekki vera merktir þjóð sinni út á lífinu og ekki taka leigubíla hjá minni leigubílastöðvum.
Ekki stendur til að banna íþróttamönnunum að fara út eða skikka þá að koma til baka á ákveðnum tímum. Það á að sjálfsögðu við þá íþróttamenn sem eru búnir að keppa.
Þeir eru þó hvattir til þess að fara ekki með nein verðmæti með sér út á lífið. Aðeins pening sem ætti að duga út kvöldið.
Breskur íþróttamaður rændur í Ríó

Tengdar fréttir

Bandarískir sundmenn stöðvaðir á flugvellinum í Ríó
Brasilíska lögreglan stöðvaði bandarísku sundmennina Gunnar Bentz og Jack Conger er þeir ætluðu að stíga upp í flugvél til Bandaríkjanna í nótt.

Heimsfrægur sundkappi rændur af hóp vopnaðra manna í Ríó
Heimsfrægur sundkappi var rændur af vopnuðum hópi í Ríó í nótt er hann hélt aftur í Ólympíuþorpið með leigubíl en hann slapp vel.

Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó
Lögreglan finnur engar vísbendingar um að sundkapparnir hafi lent í vopnuðu ráni.

Lochte neitaði að hlýða ræningjunum
Eins og fram kom á Vísi í gær var bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte rændur snemma sunnudags, þegar hann sneri heim úr samkvæmi í Ríó þar sem Ólympíuleikarnir fara fram.