Hrósa Þóri fyrir góðan húmor Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2016 08:00 Þórir Hergeirsson hefur náð frábærum árangri með norska kvennalandsliðið í handbolta en liðið er ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistari og leikur nú um verðlaun á áttunda stórmótinu undir stjórn Íslendingsins. Fram undan er enn einn undanúrslitaleikurinn og nú á móti Rússum á ÓL í Ríó. Tveir leikmenn norska liðsins þekkja vel Þóri Hergeirsson og það sem hann stendur fyrir, en það eru línumaðurinn öflugi Heidi Löke og svo fyrirliðinn og leikstjórnandinn Stine Bredal Oftedal. Fréttablaðið fékk þær til að segja aðeins frá því hvernig þjálfari Selfyssingurinn væri. Heidi Löke hefur spilað með norska landsliðinu frá 2006 og getur nú unnið sín sjöundu gullverðlaun á stórmóti. „Hann er frábær þjálfari. Hann er mjög jákvæður og hann er góður í að halda liðinu saman. Það er alltaf mjög góður liðsandi hjá honum,“ segir Heidi Löke.Ekkert mjög strangur „Við megum líka alltaf grínast við hann því hann er með góðan húmor. Það skiptir miklu máli. Það eru auðvitað reglur innan liðsins en hann er ekkert mjög strangur. Það haga sér allir leikmennirnir vel hjá honum,“ segir Löke. Stine Oftedal er fyrirliði norska liðsins en hún kom inn í landsliðið eftir að Þórir tók við og hefur vaxið og dafnað á þeim sex árum. Oftedal hefur alls unnið fjögur gull á stórmótum með Noregi en hún var ekki með í Ólympíuliðinu fyrir fjórum árum. „Okkur finnst hann vera mjög góður þjálfari. Hann fer sínar eigin leiðir að þessu og hjá konum skiptir samvinna liðsins öllu máli. Það þurfa allir í liðinu að taka þátt og gefa liðinu eitthvað. Ég held að algengasta setningin hans sé að þú ert aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn,“ segir Stine Oftedal. „Þetta snýst allt um að fá alla til að vinna saman að einu markmiði. Við erum alltaf að vinna í að bæta litla hlutina. Við einbeitum okkur að því að laga þessi litlu atriði og Þórir er góður að finna þau ásamt hinum í þjálfarateyminu. Við hlustum líka vandlega á hann og það skiptir nú líka máli,“ segir Stine Oftedal hlæjandi.Stundum hræddar við hann En hvernig er Þórir í samanburði við aðra þjálfara sem Stine hefur haft. „Hann er bæði líkur og ólíkur öðrum þjálfurum sem ég hef haft. Hann er alltaf að virkja liðsandann innan hópsins en það fer ekkert á milli mála að hann ræður þegar það þarf að taka stórar ákvarðanir. Hann gerir kannski meira af því en aðrir þjálfarar að hlusta á skoðanir allra. Það kemur alveg fyrir að hann er mjög strangur. Þegar hann þarf að vera harður þá er hann það. Við verðum stundum hræddar við hann,“ segir Stine í léttum tón. Þórir tók við norska liðinu af Marit Breivik árið 2009 en hafði þá verið aðstoðarþjálfari hennar í átta ár. „Hann breytti svo sem ekkert mjög miklu þegar hann tók við en hann veit hins vegar alveg hvernig hann vill að liðið spili. Það er allt mjög skýrt hjá honum. Hann talar í okkur trúna og gefur okkur mikið sjálfstraust. Við ræðum alltaf um það sem við gerum vel en auðvitað líka um það sem við þurfum að laga. Hann leggur samt meiri áherslu á jákvæðu hlutina. Hann er mjög góður að ýta undir sjálfstraust leikmanna,“ segir Heidi Löke.Hafa unnið marga titla saman „Þetta er góður hópur hjá okkur. Ef við gerum mistök þá ræðum við um þau og lögum þau í næsta leik. Við tölum ekki bara um hlutina því við framkvæmum þá líka. Við Þórir höfum unnið marga titla saman og ég vonast til að bæta fleirum við,“ segir Löke að lokum. Norðmenn mæta Rússum í undanúrslitunum en rússneska liðið er nú eina liðið í keppninni sem hefur ekki tapað leik. Norska liðið hefur ekki tapað í undanúrslitum á stórmóti síðan á HM 2009 en það var einmitt fyrsta stórmót norsku stelpnanna undir stjórn Þóris. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Sjá meira
Þórir Hergeirsson hefur náð frábærum árangri með norska kvennalandsliðið í handbolta en liðið er ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistari og leikur nú um verðlaun á áttunda stórmótinu undir stjórn Íslendingsins. Fram undan er enn einn undanúrslitaleikurinn og nú á móti Rússum á ÓL í Ríó. Tveir leikmenn norska liðsins þekkja vel Þóri Hergeirsson og það sem hann stendur fyrir, en það eru línumaðurinn öflugi Heidi Löke og svo fyrirliðinn og leikstjórnandinn Stine Bredal Oftedal. Fréttablaðið fékk þær til að segja aðeins frá því hvernig þjálfari Selfyssingurinn væri. Heidi Löke hefur spilað með norska landsliðinu frá 2006 og getur nú unnið sín sjöundu gullverðlaun á stórmóti. „Hann er frábær þjálfari. Hann er mjög jákvæður og hann er góður í að halda liðinu saman. Það er alltaf mjög góður liðsandi hjá honum,“ segir Heidi Löke.Ekkert mjög strangur „Við megum líka alltaf grínast við hann því hann er með góðan húmor. Það skiptir miklu máli. Það eru auðvitað reglur innan liðsins en hann er ekkert mjög strangur. Það haga sér allir leikmennirnir vel hjá honum,“ segir Löke. Stine Oftedal er fyrirliði norska liðsins en hún kom inn í landsliðið eftir að Þórir tók við og hefur vaxið og dafnað á þeim sex árum. Oftedal hefur alls unnið fjögur gull á stórmótum með Noregi en hún var ekki með í Ólympíuliðinu fyrir fjórum árum. „Okkur finnst hann vera mjög góður þjálfari. Hann fer sínar eigin leiðir að þessu og hjá konum skiptir samvinna liðsins öllu máli. Það þurfa allir í liðinu að taka þátt og gefa liðinu eitthvað. Ég held að algengasta setningin hans sé að þú ert aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn,“ segir Stine Oftedal. „Þetta snýst allt um að fá alla til að vinna saman að einu markmiði. Við erum alltaf að vinna í að bæta litla hlutina. Við einbeitum okkur að því að laga þessi litlu atriði og Þórir er góður að finna þau ásamt hinum í þjálfarateyminu. Við hlustum líka vandlega á hann og það skiptir nú líka máli,“ segir Stine Oftedal hlæjandi.Stundum hræddar við hann En hvernig er Þórir í samanburði við aðra þjálfara sem Stine hefur haft. „Hann er bæði líkur og ólíkur öðrum þjálfurum sem ég hef haft. Hann er alltaf að virkja liðsandann innan hópsins en það fer ekkert á milli mála að hann ræður þegar það þarf að taka stórar ákvarðanir. Hann gerir kannski meira af því en aðrir þjálfarar að hlusta á skoðanir allra. Það kemur alveg fyrir að hann er mjög strangur. Þegar hann þarf að vera harður þá er hann það. Við verðum stundum hræddar við hann,“ segir Stine í léttum tón. Þórir tók við norska liðinu af Marit Breivik árið 2009 en hafði þá verið aðstoðarþjálfari hennar í átta ár. „Hann breytti svo sem ekkert mjög miklu þegar hann tók við en hann veit hins vegar alveg hvernig hann vill að liðið spili. Það er allt mjög skýrt hjá honum. Hann talar í okkur trúna og gefur okkur mikið sjálfstraust. Við ræðum alltaf um það sem við gerum vel en auðvitað líka um það sem við þurfum að laga. Hann leggur samt meiri áherslu á jákvæðu hlutina. Hann er mjög góður að ýta undir sjálfstraust leikmanna,“ segir Heidi Löke.Hafa unnið marga titla saman „Þetta er góður hópur hjá okkur. Ef við gerum mistök þá ræðum við um þau og lögum þau í næsta leik. Við tölum ekki bara um hlutina því við framkvæmum þá líka. Við Þórir höfum unnið marga titla saman og ég vonast til að bæta fleirum við,“ segir Löke að lokum. Norðmenn mæta Rússum í undanúrslitunum en rússneska liðið er nú eina liðið í keppninni sem hefur ekki tapað leik. Norska liðið hefur ekki tapað í undanúrslitum á stórmóti síðan á HM 2009 en það var einmitt fyrsta stórmót norsku stelpnanna undir stjórn Þóris.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Sjá meira