Vaxandi þjóðernishyggja í Kína Helgi Steinar Gunnlaugsson skrifar 18. ágúst 2016 08:00 Fyrir rúmum mánuði kvað Alþjóða hafréttardómstóllinn í Haag upp dóm sinn varðandi þá lögsögu sem kínverska ríkisstjórnin gerir tilkall til í Suður-Kínahafi. Niðurstaðan var sú að stjórnvöld í Peking höfðu hvorki lagalegan né sögulegan grunn fyrir þeim kröfum sem þau höfðu gert til þeirra umdeildu svæða. Með því að halda fram yfirráðum og framkvæmdum innan við þær „níu-línur“ sem Kínverjar gera tilkall til væru stjórnvöld að brjóta á fullveldisrétti Filippseyja. Lögsögudeilur Kínverja við önnur nágrannaríki eru ekki nýjar af nálinni. Til dæmis fór sú ákvörðun japanskra stjórnvalda að kaupa Diaoyu/Senkaku-eyjaklasann í september 2012 mjög illa fyrir brjóstið á Kínverjum. Báðar þjóðir gera tilkall til klasans og hafa skip beggja þjóða reglulega ögrað hvor öðrum síðan þá. Stjórnvöld í Peking hafa brugðist harkalega við ákvörðun alþjóðadómstólsins og lýst því yfir að þau hyggist ekki viðurkenna hana. Kínversk stjórnvöld hafa ítrekað stöðu sína með því halda heræfingar í Suður-Kínahafi í næsta mánuði sem rússneski sjóherinn hyggst einnig taka þátt í. Undanfarin ár hafa Kínverjar verið að reisa flotastöðvar og flugvelli á þessum manngerðu eyjum, sem hafa einnig nýlega tekið á móti kínverskum farþegaþotum. Að auki er staðsetning eyjanna mjög mikilvæg þar sem þær eru ríkar af auðlindum og liggja við auðug fiskimið. Rúmlega helmingur af öllum varningi heimsins siglir þar í gegn. Það eru ekki aðeins kínversk stjórnvöld sem hafa mótmælt ákvörðun dómstólsins. Almenningur í Kína virðist hafa litið á þessa ákvörðun sem árás á þjóð sína og hefur þjóðernishyggjan blómstrað víða þar í landi, oft með fremur furðulegum einkennum. Margir Kínverjar telja Bandaríkin hafa hvatt stjórnvöld á Filippseyjum til þess að sækja rétt sinn í Haag og í táknrænu skyni hafa Kínverjar birt myndir af sér brjótandi iPhone-síma og staðið fyrir mótmælum fyrir utan KFC-veitingastaði. Slík táknræn mótmæli eru algeng í landinu. Til dæmis, þegar mótmælt er gegn japönsku ríkisstjórninni tíðkast að gera atlögu að og skemma japanska bíla. Í borginni Dalian var maður nokkur kallaður svikari og barinn um borð í lest fyrir þann eina glæp að ganga í Nike-skóm.Öld niðurlægingarinnarFyrra ópíumstríðið milli Kína og Breska heimsveldisins hófst árið 1839 eftir að kínverski keisarinn lagði bann við sölu og dreifingu á ópíum. Mikill viðskiptahalli hafði myndast milli Kínverja og Breta þar sem mikil eftirspurn var eftir kínverskum vörum eins og silki, te og postulíni. Kínverjar höfðu aftur á móti lítinn áhuga á þeim varningi sem Bretar vildu selja, þar til Breska Austur-Indíafélagið byrjaði að flytja inn ópíum til Kína í miklu magni. Stríðinu lauk með sigri Breta árið 1842 og var Qing-keisaraveldið í kjölfarið neytt til að skrifa undir svokallaðan Nanjing-sáttmála. Samningurinn var talinn afar ósanngjarn gagnvart Kínverjum, en keisaraveldið varð að láta af hendi fimm fríverslunar-hafnarborgir. Kína þurfti einnig að afsala sér Hong Kong og var hún í eigu bresku krúnunnar þar til 1997. Þetta stríð er byrjunin á því sem Kínverjar kalla „öld niðurlægingarinnar“. Frá 1839 til 1949 fylgdu vestrænu heimsveldin og Japan nýlendustefnu eftir um landið allt. Kínverjar voru neyddir til að skrifa undir ósanngjarna samninga, kínverskar borgir enduðu í eigu erlendra ríkisstjórna og stríð voru háð víðs vegar um landið. Árið 1949 vann Mao Zedong og kínverski kommúnistaflokkurinn sigur á þáríkjandi Þjóðernisflokki Chang Kai-shek. Her Þjóðernisflokksins flúði til Taívan og eru deilur milli þessara tveggja stjórna viðvarandi enn þann dag í dag. Þó að þessir sögulegu atburðir hafi átt sér stað fyrir mörgum árum eru þeir síður en svo gleymdir í augum Kínverja. Stjórn Kommúnistaflokksins hefur lengi vel sýnt vantraust í garð alþjóðastofnana og hefur þetta tímabil oft verið notað til að réttlæta tortryggni í garð útlendinga.LögmætiUppreisnirnar á Torgi hins himneska friðar árið 1989 mörkuðu mikilvæg tímamót í stjórnarfari landsins. Augljóst var að hugmyndafræði maóismans var liðin undir lok og að Kommúnistaflokkurinn þurfti að finna nýjar aðferðir til að réttlæta lögmæti sitt. Fyrir mótmælin í Peking hafði ríkisstjórnin lýst yfir sigri á innrásarher Japans og lýst sér sem sameiningartákni Kínverja. Eftir að mótmælin voru bæld niður hóf kínverska ríkisstjórnin öfluga áróðursherferð þar sem mikil áhersla var lögð á sögulega óvini landsins. Með því að breyta sjálfsáliti þjóðarinnar úr sigurvegara í fórnarlamb, gat ríkisstjórnin beint reiði og gremju ungs fólks burt frá innlendum vandamálum og í áttina að öðrum þjóðum. Á síðasta aldarfjórðungi hefur kínverski Kommúnistaflokkurinn reitt sig á efnahagsgróða og þjóðernishyggju til að lögmæta tilveru sína. En á undanförnum árum hefur kínverski efnahagurinn átt við mörg vandamál að stríða. Verðbréfamarkaðurinn hefur tekið mikla dýfu og framleiðsla í landinu er hægt og rólega að dragast saman. Það er því mikilvægt fyrir stjórn landsins að ýta undir þjóðernishyggju og minna almenning á hver ræður. Ef litið er á sögu landsins, þá er þessi aðferð ekki svo óalgeng. Það sem hins vegar veldur áhyggjum er hættuástandið sem hún gæti skapað. Ef þjóðernishyggjan í Kína eykst of mikið, gæti það leitt til þess að almenningur telur ríkisstjórn sína of veikburða til að standa vörð um hagsmuni og landamæri þjóðarinnar. Sérstaklega þar sem ákveðin öryggisklemma er þegar að myndast í Suður-Kínahafi. Áhyggjuefni eru einnig hótanir og ögranir frá heimsveldi sem neitar að virða niðurstöður alþjóðasamfélagsins og þarf að hafa stjórn á 1,4 milljörðum íbúa, sem margir telja þjóð sína eiga óuppgerð mál við umheiminn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum mánuði kvað Alþjóða hafréttardómstóllinn í Haag upp dóm sinn varðandi þá lögsögu sem kínverska ríkisstjórnin gerir tilkall til í Suður-Kínahafi. Niðurstaðan var sú að stjórnvöld í Peking höfðu hvorki lagalegan né sögulegan grunn fyrir þeim kröfum sem þau höfðu gert til þeirra umdeildu svæða. Með því að halda fram yfirráðum og framkvæmdum innan við þær „níu-línur“ sem Kínverjar gera tilkall til væru stjórnvöld að brjóta á fullveldisrétti Filippseyja. Lögsögudeilur Kínverja við önnur nágrannaríki eru ekki nýjar af nálinni. Til dæmis fór sú ákvörðun japanskra stjórnvalda að kaupa Diaoyu/Senkaku-eyjaklasann í september 2012 mjög illa fyrir brjóstið á Kínverjum. Báðar þjóðir gera tilkall til klasans og hafa skip beggja þjóða reglulega ögrað hvor öðrum síðan þá. Stjórnvöld í Peking hafa brugðist harkalega við ákvörðun alþjóðadómstólsins og lýst því yfir að þau hyggist ekki viðurkenna hana. Kínversk stjórnvöld hafa ítrekað stöðu sína með því halda heræfingar í Suður-Kínahafi í næsta mánuði sem rússneski sjóherinn hyggst einnig taka þátt í. Undanfarin ár hafa Kínverjar verið að reisa flotastöðvar og flugvelli á þessum manngerðu eyjum, sem hafa einnig nýlega tekið á móti kínverskum farþegaþotum. Að auki er staðsetning eyjanna mjög mikilvæg þar sem þær eru ríkar af auðlindum og liggja við auðug fiskimið. Rúmlega helmingur af öllum varningi heimsins siglir þar í gegn. Það eru ekki aðeins kínversk stjórnvöld sem hafa mótmælt ákvörðun dómstólsins. Almenningur í Kína virðist hafa litið á þessa ákvörðun sem árás á þjóð sína og hefur þjóðernishyggjan blómstrað víða þar í landi, oft með fremur furðulegum einkennum. Margir Kínverjar telja Bandaríkin hafa hvatt stjórnvöld á Filippseyjum til þess að sækja rétt sinn í Haag og í táknrænu skyni hafa Kínverjar birt myndir af sér brjótandi iPhone-síma og staðið fyrir mótmælum fyrir utan KFC-veitingastaði. Slík táknræn mótmæli eru algeng í landinu. Til dæmis, þegar mótmælt er gegn japönsku ríkisstjórninni tíðkast að gera atlögu að og skemma japanska bíla. Í borginni Dalian var maður nokkur kallaður svikari og barinn um borð í lest fyrir þann eina glæp að ganga í Nike-skóm.Öld niðurlægingarinnarFyrra ópíumstríðið milli Kína og Breska heimsveldisins hófst árið 1839 eftir að kínverski keisarinn lagði bann við sölu og dreifingu á ópíum. Mikill viðskiptahalli hafði myndast milli Kínverja og Breta þar sem mikil eftirspurn var eftir kínverskum vörum eins og silki, te og postulíni. Kínverjar höfðu aftur á móti lítinn áhuga á þeim varningi sem Bretar vildu selja, þar til Breska Austur-Indíafélagið byrjaði að flytja inn ópíum til Kína í miklu magni. Stríðinu lauk með sigri Breta árið 1842 og var Qing-keisaraveldið í kjölfarið neytt til að skrifa undir svokallaðan Nanjing-sáttmála. Samningurinn var talinn afar ósanngjarn gagnvart Kínverjum, en keisaraveldið varð að láta af hendi fimm fríverslunar-hafnarborgir. Kína þurfti einnig að afsala sér Hong Kong og var hún í eigu bresku krúnunnar þar til 1997. Þetta stríð er byrjunin á því sem Kínverjar kalla „öld niðurlægingarinnar“. Frá 1839 til 1949 fylgdu vestrænu heimsveldin og Japan nýlendustefnu eftir um landið allt. Kínverjar voru neyddir til að skrifa undir ósanngjarna samninga, kínverskar borgir enduðu í eigu erlendra ríkisstjórna og stríð voru háð víðs vegar um landið. Árið 1949 vann Mao Zedong og kínverski kommúnistaflokkurinn sigur á þáríkjandi Þjóðernisflokki Chang Kai-shek. Her Þjóðernisflokksins flúði til Taívan og eru deilur milli þessara tveggja stjórna viðvarandi enn þann dag í dag. Þó að þessir sögulegu atburðir hafi átt sér stað fyrir mörgum árum eru þeir síður en svo gleymdir í augum Kínverja. Stjórn Kommúnistaflokksins hefur lengi vel sýnt vantraust í garð alþjóðastofnana og hefur þetta tímabil oft verið notað til að réttlæta tortryggni í garð útlendinga.LögmætiUppreisnirnar á Torgi hins himneska friðar árið 1989 mörkuðu mikilvæg tímamót í stjórnarfari landsins. Augljóst var að hugmyndafræði maóismans var liðin undir lok og að Kommúnistaflokkurinn þurfti að finna nýjar aðferðir til að réttlæta lögmæti sitt. Fyrir mótmælin í Peking hafði ríkisstjórnin lýst yfir sigri á innrásarher Japans og lýst sér sem sameiningartákni Kínverja. Eftir að mótmælin voru bæld niður hóf kínverska ríkisstjórnin öfluga áróðursherferð þar sem mikil áhersla var lögð á sögulega óvini landsins. Með því að breyta sjálfsáliti þjóðarinnar úr sigurvegara í fórnarlamb, gat ríkisstjórnin beint reiði og gremju ungs fólks burt frá innlendum vandamálum og í áttina að öðrum þjóðum. Á síðasta aldarfjórðungi hefur kínverski Kommúnistaflokkurinn reitt sig á efnahagsgróða og þjóðernishyggju til að lögmæta tilveru sína. En á undanförnum árum hefur kínverski efnahagurinn átt við mörg vandamál að stríða. Verðbréfamarkaðurinn hefur tekið mikla dýfu og framleiðsla í landinu er hægt og rólega að dragast saman. Það er því mikilvægt fyrir stjórn landsins að ýta undir þjóðernishyggju og minna almenning á hver ræður. Ef litið er á sögu landsins, þá er þessi aðferð ekki svo óalgeng. Það sem hins vegar veldur áhyggjum er hættuástandið sem hún gæti skapað. Ef þjóðernishyggjan í Kína eykst of mikið, gæti það leitt til þess að almenningur telur ríkisstjórn sína of veikburða til að standa vörð um hagsmuni og landamæri þjóðarinnar. Sérstaklega þar sem ákveðin öryggisklemma er þegar að myndast í Suður-Kínahafi. Áhyggjuefni eru einnig hótanir og ögranir frá heimsveldi sem neitar að virða niðurstöður alþjóðasamfélagsins og þarf að hafa stjórn á 1,4 milljörðum íbúa, sem margir telja þjóð sína eiga óuppgerð mál við umheiminn.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun