Sport

Áhorfendur grættu stangarstökkvara á verðlaunapallinum | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lavillenie er hér grátandi í faðmi Sergey Bubka og Thomas Bach reynir einnig að hughreysta hann.
Lavillenie er hér grátandi í faðmi Sergey Bubka og Thomas Bach reynir einnig að hughreysta hann. vísir/afp
Franski stangarstökkvarinn Renaud Lavillenie grét á verðlaunapallinum í Ríó í nótt er áhorfendur bauluðu á hann.

Lavillenie varð í öðru sæti í stangarstökki karla og náði því ekki að verja Ólympíumeistaratitil sinn frá því í London. Brasilíumaðurinn Thiago Braz da Silva tók gullið.

Áhorfendur bauluðu á Lavillenie fyrir síðasta stökkið hans enda vildu þeir að Brassinn fengi gull. Lavillenie kunnu ekki að meta þennan dónaskap og sendi þeim skilaboð með því að beina þumalputtanum niður.

Það hafði ekki gleymst og var baulað hraustlega á Frakkann á pallinum í nótt. Það tók á Frakkann því hann grét. Vonbrigðin voru það mikil.

„Þetta er skelfileg hegðun hjá áhorfendum og óþolandi að sjá svona á Ólympíuleikunum,“ sagði Thomas Bach, yfirmaður alþjóða Ólympíunefndarinnar.

Gullverðlaunahafinn Da Silva var á meðal þeirra sem hugguðu Lavillenie eftir verðlaunaafhendinguna. Það gerðu líka Sergey Bubka, goðsögn í stangarstökksheiminum, og Sebastian Coe, formaður alþjóða frjálsíþróttasambandsins.

„Þetta er ógeðslegt,“ sagði svekktur Lavillenie eftir verðlaunaafhendinguna.

Gleðistund breyttist í martröð hjá Frakkanum á pallinum.vísir/afp
Sebastian Coe, formaður alþjóða frjálsíþróttasambandsins, reynir að hugga Frakkann.vísir/afp
Erfið stund.vísir/epa

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×