Kínversk sundkona rýfur þögnina um blæðingar íþróttakvenna Birta Svavarsdóttir skrifar 16. ágúst 2016 20:03 Fu Yuanhui hefur vakið mikla athygli fyrir ummæli sín um blæðingar. Getty Kínverska sundkonan Fu Yuanhui hefur fengið mikla athygli og lof fyrir að ræða opinskátt um blæðingar íþróttakvenna á Ólympíuleikunum. Í viðtali sem tekið var við hana seinastliðinn sunnudag, eftir að lið hennar lenti í 4. sæti í 4x100 m fjórsundi, sagði hún, „Ég held að ég hafi ekki staðið mitt neitt sérstaklega vel í dag. Mér finnst ég hafa brugðist liðsfélögum mínum.“ Aðspurð um það hvort henni væri nokkuð illt í maganum sagði hún frá því að hún hefði byrjað á blæðingum daginn áður, „þess vegna var ég óvenjulega þreytt, en það er samt engin afsökun.“Fu Yuanhui á verðlaunapalli.GettyViðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, en aðdáendur Fu hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum í kjölfar viðtalsins. „Ég dáist virkilega að Fu Yuanhui fyrir að synda á meðan hún var á blæðingum. Þetta getur haft áhrif á konur, sérstaklega ef þær fá slæma tíðaverki.“ er haft eftir einum aðdáanda hennar á vef BBC. „Þetta er fullkomlega eðlilegt líffræðilegt fyrirbrigði, svo af hverju má ekki tala um það? Fu Yuanhui er frábær!“ sagði annar. Sjá einnig: Einlæg viðbrögð kínverskrar sundkonu slá í gegn Ummæli Fu hafa líka skapað aukna umræðu um notkun túrtappa í Kína, en aðeins um 2% kínverskra kvenna nota túrtappa. Þá kemur fram í sömu könnun að fjöldi kínverskra kvenna hafa ekki einu sinni heyrt um túrtappa og hafa ekki minnstu hugmynd um hvernig á að nota þá. Aðeins um 2% kínverskra kvenna nota túrtappa, samanborið við 42% bandarískra kvenna.GettyHægt er að lesa meira um málið á vef BBC. Aukin umræða um tíðahring kvenna hefur einnig skapast á Íslandi undanfarið, þá sér í lagi á samfélagsmiðlum. Sem dæmi um það mætti nefna myllumerkið #túrvæðingin, sem notendur Twitter hafa notað til að deila upplifun sinni af blæðingum. Þá má einnig nefna Facebook-síðuna Rauði skatturinn sem beitir sér fyrir vitundarvakningu um blæðingar kvenna og aukin útgjöld þeim tengd. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Einlæg viðbrögð kínverskrar sundkonu slá í gegn Fu Yuanhui hafði ekki hugmynd um að hún hefði unnið bronsverðlaun í 100m baksundi. 9. ágúst 2016 20:44 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Kínverska sundkonan Fu Yuanhui hefur fengið mikla athygli og lof fyrir að ræða opinskátt um blæðingar íþróttakvenna á Ólympíuleikunum. Í viðtali sem tekið var við hana seinastliðinn sunnudag, eftir að lið hennar lenti í 4. sæti í 4x100 m fjórsundi, sagði hún, „Ég held að ég hafi ekki staðið mitt neitt sérstaklega vel í dag. Mér finnst ég hafa brugðist liðsfélögum mínum.“ Aðspurð um það hvort henni væri nokkuð illt í maganum sagði hún frá því að hún hefði byrjað á blæðingum daginn áður, „þess vegna var ég óvenjulega þreytt, en það er samt engin afsökun.“Fu Yuanhui á verðlaunapalli.GettyViðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, en aðdáendur Fu hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum í kjölfar viðtalsins. „Ég dáist virkilega að Fu Yuanhui fyrir að synda á meðan hún var á blæðingum. Þetta getur haft áhrif á konur, sérstaklega ef þær fá slæma tíðaverki.“ er haft eftir einum aðdáanda hennar á vef BBC. „Þetta er fullkomlega eðlilegt líffræðilegt fyrirbrigði, svo af hverju má ekki tala um það? Fu Yuanhui er frábær!“ sagði annar. Sjá einnig: Einlæg viðbrögð kínverskrar sundkonu slá í gegn Ummæli Fu hafa líka skapað aukna umræðu um notkun túrtappa í Kína, en aðeins um 2% kínverskra kvenna nota túrtappa. Þá kemur fram í sömu könnun að fjöldi kínverskra kvenna hafa ekki einu sinni heyrt um túrtappa og hafa ekki minnstu hugmynd um hvernig á að nota þá. Aðeins um 2% kínverskra kvenna nota túrtappa, samanborið við 42% bandarískra kvenna.GettyHægt er að lesa meira um málið á vef BBC. Aukin umræða um tíðahring kvenna hefur einnig skapast á Íslandi undanfarið, þá sér í lagi á samfélagsmiðlum. Sem dæmi um það mætti nefna myllumerkið #túrvæðingin, sem notendur Twitter hafa notað til að deila upplifun sinni af blæðingum. Þá má einnig nefna Facebook-síðuna Rauði skatturinn sem beitir sér fyrir vitundarvakningu um blæðingar kvenna og aukin útgjöld þeim tengd.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Einlæg viðbrögð kínverskrar sundkonu slá í gegn Fu Yuanhui hafði ekki hugmynd um að hún hefði unnið bronsverðlaun í 100m baksundi. 9. ágúst 2016 20:44 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Einlæg viðbrögð kínverskrar sundkonu slá í gegn Fu Yuanhui hafði ekki hugmynd um að hún hefði unnið bronsverðlaun í 100m baksundi. 9. ágúst 2016 20:44