Ásdís komst ekki í úrslit | Endaði í 30. sæti í spjótkastinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 01:30 Ásdís Hjálmsdóttir endaði í 30. sæti. Vísir/Anton Ásdís Hjálmsdóttir náði ekki að leika eftir afrek sitt frá því á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum þegar hún keppti í undankeppninni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Ásdís kastaði lengst 54,92 metra og það dugði henni bara í 30.sæti í undankeppninni. Ásdís hefði þurft að kasta 61,63 metra til þess að komast í tólf manna úrslitin sem fara fram aðra nótt.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Ólympíuleikvanginum í Ríó í nótt og náði þessum myndum af Ásdísi hér fyrir ofan. Ásdís byrjaði ekki vel því hún gerði ógilt í fyrsta kasti sínu. Kastið var stutt og misheppnað og hún gerði það viljandi ógilt. Ásdís náði sínum lengsta kasti í öðru kasti en hún var tólfta í kaströðinni í seinni riðlinum. Síðasta kastið var líka misheppnað og hún gerði það ógilt. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkar konu sem ætlaði sér miklu meira á þessum Ólympíuleikum. Atrennan misheppnaðist og því var ekki von á góðu í köstunum. Þegar Ásdís og þær sem voru í hennar riðli hófu keppni voru fjórar búnar að kasta yfir 63 metra sem gaf beint sæti í úrslitunum . Sú sem var þá í tólfta og síðasta sætinu inn í úrslitin hafði kastað 57,20 metra. Maria Andrejczyk frá Póllandi kastaði lengst í undankeppninni eða 67,11 metra en það er nýtt pólskt met. Ásdís komst í úrslit á Evrópumeistaramótinu í Amsterdam fyrr í sumar og endaði þar í áttunda sæti sem er hennar besti árangur á stórmóti á ferlinum. Ásdís hefur þar með lokið keppni á sínum þriðju Ólympíuleikum en hún varð í 11. sæti í London 2012 og í 50. sæti í Peking 2008.Tweets by @VisirSport Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir náði ekki að leika eftir afrek sitt frá því á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum þegar hún keppti í undankeppninni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Ásdís kastaði lengst 54,92 metra og það dugði henni bara í 30.sæti í undankeppninni. Ásdís hefði þurft að kasta 61,63 metra til þess að komast í tólf manna úrslitin sem fara fram aðra nótt.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Ólympíuleikvanginum í Ríó í nótt og náði þessum myndum af Ásdísi hér fyrir ofan. Ásdís byrjaði ekki vel því hún gerði ógilt í fyrsta kasti sínu. Kastið var stutt og misheppnað og hún gerði það viljandi ógilt. Ásdís náði sínum lengsta kasti í öðru kasti en hún var tólfta í kaströðinni í seinni riðlinum. Síðasta kastið var líka misheppnað og hún gerði það ógilt. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkar konu sem ætlaði sér miklu meira á þessum Ólympíuleikum. Atrennan misheppnaðist og því var ekki von á góðu í köstunum. Þegar Ásdís og þær sem voru í hennar riðli hófu keppni voru fjórar búnar að kasta yfir 63 metra sem gaf beint sæti í úrslitunum . Sú sem var þá í tólfta og síðasta sætinu inn í úrslitin hafði kastað 57,20 metra. Maria Andrejczyk frá Póllandi kastaði lengst í undankeppninni eða 67,11 metra en það er nýtt pólskt met. Ásdís komst í úrslit á Evrópumeistaramótinu í Amsterdam fyrr í sumar og endaði þar í áttunda sæti sem er hennar besti árangur á stórmóti á ferlinum. Ásdís hefur þar með lokið keppni á sínum þriðju Ólympíuleikum en hún varð í 11. sæti í London 2012 og í 50. sæti í Peking 2008.Tweets by @VisirSport
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira