Framherjinn Viðar Örn Kjartansson hefur verið sjóðheitur í liði Malmö og var verðlaunaður í gær.
Þá var Viðar Örn valinn leikmaður mánaðarins í sænsku úrvalsdeildinni.
Heiðrinum fylgdi risastór ávísun upp á 140 þúsund krónur.
Viðar Örn er búinn að skora tólf mörk fyrir Malmö á leiktíðinni og er markahæstur í deildinni. Hann er búinn að skora tveimur mörkum meira en næstu menn á markalistanum.
Viðar Örn valinn leikmaður mánaðarins

Tengdar fréttir

Viðar Örn hetja Malmö
Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Malmö, skoraði eina mark liðsins þegar það gerði 1-1 jafntefli við Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Viðar Örn óstöðvandi í Svíþjóð | Skoraði tvö og er orðinn markahæstur
Viðar Örn Kjartansson skoraði tvö mörk fyrir Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar lið hans vann öruggan sigur á Örebro, 3-0.

Sjáðu mörkin sem skutu Viðari á topp markalistans
Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson fer hreinlega á kostum með sænska liðinu Malmö þessa dagana.

Síminn hringir mikið hjá Viðari Erni
Viðar Örn Kjartansson er á flugi í sænsku deildinni þar sem hann er markahæstur. Hann segist finna fyrir miklum áhuga frá öðrum liðum. Viðar komst ekki í EM-hópinn og viðurkennir að það hafi verið sárt.