Náttúra landsins og fjölmiðlar Ellen Magnúsdóttir skrifar 16. ágúst 2016 08:00 Erum við komin það langt frá náttúrunni að enginn er að skoða réttindi hennar? Maður spyr sig eftir ýmsar fréttir frá fjölmiðlum undanfarnar vikur. Stelpur bjarga þrastarunga og fólk elur upp álftarunga. Fjölmiðlar ýta undir þessar fréttir með ákveðnum hvatningum um að þetta sé allt gott og blessað. Kíkjum á dæmi númer eitt þar sem frétt á mbl.is segir frá stelpum sem bjarga þrastarunga. Ekki að ég sé að skammast í greyið stelpunum sem „björguðu“ þrastarunganum á sínum tíma, enda vissu þær ekki betur. Kennari þeirra segir þeim að skila unganum á sinn stað. Þetta eru hárrétt viðbrögð, þar sem það á aldrei að taka unga úr náttúrunni. Í þessu dæmi þá fannst stelpunum það ekki góð hugmynd að skilja ungan eftir þar sem þær sjá enga foreldra ungans nálægt. Þetta endar með því að þær taka ungann að sér og koma honum svo seinna til dýralæknis. Þegar ég las fréttina skildi ég alveg hvað þessar litlu stelpur voru að hugsa, enda vissu þær ekki betur og vildu koma unganum fyrir á góðum stað. Það sem kom mér mest á óvart voru viðbrögð dýralækna sem tóku við unganum sem sögðu að þetta væri allt í góðu og ef ég vitna í fréttina þá sögðu stelpurnar eftir heimsóknina til dýralæknisins: „Þar var okkur sagt að hann hefði getað dáið ef við hefðum skilið hann eftir svo við vorum mjög fegnar að hafa bjargað honum.“ Aftur á móti er þetta skólabókardæmi um algeng mistök sem börn og jafnvel fullorðnir gera enn þann dag í dag. Við vitum mætavel að það getur verið talsverður tími sem foreldrar unganna eru í burtu í ætisleit, sérstaklega þegar ungarnir eru komnir úr hreiðrinu, farnir að skoða umhverfið og ungarnir fara hugsanlega hver í sína áttina þannig að foreldrarnir þurfa að fara um víðan völl til að sinna öllum ungunum. Jafnvel þótt ungarnir virðist vera í talsverðri fjarlægð frá foreldrunum þá er það hluti af því að ungarnir læri að bjarga sér sjálfir, en það er mikilvægasta lexían sem öll villt dýr þurfa að læra. Komum að dæmi númer tvö, álftarungarnir sem voru aldir upp af fólki. Í fréttum Stöðvar 2 var um daginn frétt um fjölskyldu sem var með álftaregg þar sem þau náðu að unga út tveimur eggjum. Það sem kom aftur á móti ekki fram er hvaðan fengu þau eggin? Þessi spurning sat föst í mér, enda ólöglegt að taka egg frá friðuðum fuglum skv. lögum „Allir fuglar, þar með taldir þeir sem koma reglulega eða flækjast til landsins, eru friðaðir, nema annað sé tekið fram í reglugerð þessari. Friðun tekur einnig til eggja og hreiðra þeirra fugla sem njóta algerrar eða tímabundinnar friðunar, nema öðruvísi sé ákveðið í reglugerð þessari.“ Álftin tilheyrir þeim hópi fugla sem er friðaður allan ársins hring. Fjölskyldunni í fréttinni hafði einhverra óútskýrðra hluta vegna áskotnast sjö álftaregg, náði að klekja tveimur eggjum út og fór að ala upp ungana. Allt hljómaði þetta voða gaman og áhugavert, sérstaklega í augum fjölmiðla. Þetta aftur á móti er í andstöðu við lög landsins, enda má ekki hafa villt dýr í haldi, eða taka egg af friðuðum tegundum eins og ég kom fyrr að. Aftur á móti er þetta ekki eina sagan sem maður hefur heyrt, enda margar sögur þar sem fólk hefur tekið egg eða unga hrafna og alið upp sem gæludýr. Þessir hrafnar hafa í flestum tilvikum valdið miklum usla enda óhræddir við menn og að lokum verið skotnir þar sem þeir voru orðnir of ágengir. Þannig að maður spyr sig, hverjum er verið að gera greiða með að ala upp villt dýr? Allavega hefur það aldrei verið dýrunum til góða, því miður. Ég vildi bara benda á þetta og sérstaklega beini ég mínum orðum til fjölmiðla, að þeir taki sig á og hafi samband við rétta aðila áður en þeir senda út misvísandi skilaboð til almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Erum við komin það langt frá náttúrunni að enginn er að skoða réttindi hennar? Maður spyr sig eftir ýmsar fréttir frá fjölmiðlum undanfarnar vikur. Stelpur bjarga þrastarunga og fólk elur upp álftarunga. Fjölmiðlar ýta undir þessar fréttir með ákveðnum hvatningum um að þetta sé allt gott og blessað. Kíkjum á dæmi númer eitt þar sem frétt á mbl.is segir frá stelpum sem bjarga þrastarunga. Ekki að ég sé að skammast í greyið stelpunum sem „björguðu“ þrastarunganum á sínum tíma, enda vissu þær ekki betur. Kennari þeirra segir þeim að skila unganum á sinn stað. Þetta eru hárrétt viðbrögð, þar sem það á aldrei að taka unga úr náttúrunni. Í þessu dæmi þá fannst stelpunum það ekki góð hugmynd að skilja ungan eftir þar sem þær sjá enga foreldra ungans nálægt. Þetta endar með því að þær taka ungann að sér og koma honum svo seinna til dýralæknis. Þegar ég las fréttina skildi ég alveg hvað þessar litlu stelpur voru að hugsa, enda vissu þær ekki betur og vildu koma unganum fyrir á góðum stað. Það sem kom mér mest á óvart voru viðbrögð dýralækna sem tóku við unganum sem sögðu að þetta væri allt í góðu og ef ég vitna í fréttina þá sögðu stelpurnar eftir heimsóknina til dýralæknisins: „Þar var okkur sagt að hann hefði getað dáið ef við hefðum skilið hann eftir svo við vorum mjög fegnar að hafa bjargað honum.“ Aftur á móti er þetta skólabókardæmi um algeng mistök sem börn og jafnvel fullorðnir gera enn þann dag í dag. Við vitum mætavel að það getur verið talsverður tími sem foreldrar unganna eru í burtu í ætisleit, sérstaklega þegar ungarnir eru komnir úr hreiðrinu, farnir að skoða umhverfið og ungarnir fara hugsanlega hver í sína áttina þannig að foreldrarnir þurfa að fara um víðan völl til að sinna öllum ungunum. Jafnvel þótt ungarnir virðist vera í talsverðri fjarlægð frá foreldrunum þá er það hluti af því að ungarnir læri að bjarga sér sjálfir, en það er mikilvægasta lexían sem öll villt dýr þurfa að læra. Komum að dæmi númer tvö, álftarungarnir sem voru aldir upp af fólki. Í fréttum Stöðvar 2 var um daginn frétt um fjölskyldu sem var með álftaregg þar sem þau náðu að unga út tveimur eggjum. Það sem kom aftur á móti ekki fram er hvaðan fengu þau eggin? Þessi spurning sat föst í mér, enda ólöglegt að taka egg frá friðuðum fuglum skv. lögum „Allir fuglar, þar með taldir þeir sem koma reglulega eða flækjast til landsins, eru friðaðir, nema annað sé tekið fram í reglugerð þessari. Friðun tekur einnig til eggja og hreiðra þeirra fugla sem njóta algerrar eða tímabundinnar friðunar, nema öðruvísi sé ákveðið í reglugerð þessari.“ Álftin tilheyrir þeim hópi fugla sem er friðaður allan ársins hring. Fjölskyldunni í fréttinni hafði einhverra óútskýrðra hluta vegna áskotnast sjö álftaregg, náði að klekja tveimur eggjum út og fór að ala upp ungana. Allt hljómaði þetta voða gaman og áhugavert, sérstaklega í augum fjölmiðla. Þetta aftur á móti er í andstöðu við lög landsins, enda má ekki hafa villt dýr í haldi, eða taka egg af friðuðum tegundum eins og ég kom fyrr að. Aftur á móti er þetta ekki eina sagan sem maður hefur heyrt, enda margar sögur þar sem fólk hefur tekið egg eða unga hrafna og alið upp sem gæludýr. Þessir hrafnar hafa í flestum tilvikum valdið miklum usla enda óhræddir við menn og að lokum verið skotnir þar sem þeir voru orðnir of ágengir. Þannig að maður spyr sig, hverjum er verið að gera greiða með að ala upp villt dýr? Allavega hefur það aldrei verið dýrunum til góða, því miður. Ég vildi bara benda á þetta og sérstaklega beini ég mínum orðum til fjölmiðla, að þeir taki sig á og hafi samband við rétta aðila áður en þeir senda út misvísandi skilaboð til almennings.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar