Handbolti

Svíar kvöddu með stórsigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kim Andersson skoraði fimm mörk í dag.
Kim Andersson skoraði fimm mörk í dag. vísir/getty
Svíar unnu stórsigur, 30-19, á Brasilíumönnum í lokaleik sínum á Ólympíuleikunum í Ríó.

Úrslitin breyttu engu um lokastöðu liðanna í B-riðli. Brassar voru öruggir með 3. sætið fyrir leikinn á meðan Svíar voru rótfastir við botninn.

Sænska liðið hafði ekki fengið stig fyrir leikinn í kvöld en reif í gang og kvaddi Ríó með öruggum sigri.

Philip Stenmalm var markahæstur í liði Svíþjóðar með sex mörk. Jim Gottfridsson, Kim Andersson og Mattias Zachrisson komu næstir með fimm mörk hver.

Jose Guilherme De Toledo skoraði fjögur mörk fyrir Brasilíu sem mætir Króatíu í 8-liða úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×