Deilt um endurtalningu í prófkjöri Pírata Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. ágúst 2016 09:41 Þórgnýr Thoroddsen var ekki á því að telja á ný í gærkvöldi en virðist hafa skipt um skoðun í nótt. vísir/hanna/garðar Möguleiki er á er að endurtelja þurfi atkvæði í prófkjörum Pírata á höfuðborgarsvæðinu og í Norðausturkjördæmi. Umdeilt er hvernig skuli túlka lagaákvæði í lögum Pírata um hvað skuli gera hafni frambjóðandi því sæti sem honum er úthlutað. Úrslit úr sameiginlegu prófkjöri Pírata, fyrir Reykjavíkurkjördæmin bæði og Suðvesturkjördæmi, lágu fyrir á föstudag. Alls voru 105 í framboði og 1034 greiddu atkvæði. Þegar listar lágu fyrir tilkynnti Erna Ýr Öldudóttir, fyrrverandi formaður framkvæmdaráðs Pírata, að hún hyggðist ekki taka sæti á listanum. Erna Ýr hafnaði í 30. sæti í prófkjörinu en sóttist eftir því fyrsta.Í gær benti síðan stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek á að í lögum Pírata, nánar tiltekið grein 14.5, stendur að hafni frambjóðandi sæti, eða geti af öðrum sökum ekki tekið því, skal raða á lista með endurtalningu atkvæða að brottfelldum frambjóðanda. Áðurnefndur Pawel setti téðar vangaveltur inn á Pírataspjallið, óformlegan vettvang fyrir Pírata og áhugamenn um Pírata til að ræða allt mögulegt, og spurði hvort ekki stæði til að endurtelja atkvæðin. Rétt er að taka fram að skoðanir þær sem á spjallinu birtast eru ekki tengdar stefnu Pírata.Sjá einnig:Össur kallar prófkjör Pírata „tóma skel“ og „bömmer“ „Okkar túlkun er sú að ákvæðið eigi við um sjálfa framboðslistana en ekki sameiginlega [prófkjörs]listann (þar sem hann er ekki boð um tiltekið sæti og er ekki eiginlegur framboðslisti). Endurtalningar gæti þó verið þörf ef að einhver segir sig af sjálfum kjördæmalistunum,“ ritar Þórgnýr Thoroddsen, varaborgarfulltrúi Pírata, við innleg Pawels. Viktor Orri Valgarðsson, sem lenti í 7. sæti í prófkjörinu og mun því skipa 3. sæti í Reykjavík suður, leggur orð í belg og segist vera ósammála túlkun Þórgnýs á ákvæðinu. Aðrir velta því fyrir sér hvort þetta sé í raun nauðsyn þar sem að Erna Ýr endaði í 30. sæti og gæti þar með ekki haft stórkostleg áhrif á niðurstöðuna. Erna Ýr bendir þá á að minnst fjórir frambjóðendur hafi hafnað því að taka sæti. „[É]g mæli með að fólk sendi bara á úrskurðarnefnd ... Eða bara sleppi því. Það þarf ekkert að gera neitt í þessu ef engum finnst það skipta máli vegna þess að þetta eru félagslögin okkar, frá okkur, fyrir okkur,“ segir Björn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata. Hann skipar 2. sæti í Reykjavík norður. Úrskurðarnefnd Pírata samanstendur af þremur aðilum en tveir þeirra lentu ofarlega í prófkjörinu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verður í 2. sæti í suðvestur og Olga Cilia í 4. sæti í Reykjavík suður. Því er einnig umdeilt hvort skipa þurfi sérstaka úrskurðarnefnd í þessu máli og þá hvaða aðili væri til þess bær. „Eftir að hafa sofið á þessu þá grunar mig nú að við endurteljum bara. Ég hugsa að breytingarnar verði ekki það stórar að það valdi massívum breytingum. Svo bara hringjum við út í rólegheitum,“ ritar áðurnefndur Þórgnýr í morgunsárið á þráðinn á Pírataspjallinu. Fyrra innlegg hans kom inn í gærkvöldi.Sjá einnig:Hundfúll hafnar Björn Þorláksson 7. sætinu Þurfi að endurtelja í sameiginlega prófkjörinu á höfuðborgarsvæðinu vekur það upp spurningar hvort þurfi að endurtelja í Norðausturkjördæmi líka. Þar hafnaði Björn Þorláksson, fyrrverandi ritstjóri, sæti á lista flokksins eftir að hafa endað í 7. sæti í prófkjörinu. Möguleiki er á að sá listi standi þar sem kærufrestur sé útruninn. Prófkjör Pírata fór fram gegnum kosningakerfi þeirra á netinu. Kosningabærir Píratar, þeir sem höfðu verið skráðir í flokkinn í þrjátíu daga eða lengur, forgangsröðuðu frambjóðendum í þá röð sem þeir vildu sjá þá á lista. Niðurstaðan var fengin með svokallaðri Shulze-aðferð en í henni felst að sá frambjóðandi sem oftast er valinn fram yfir aðra frambjóðendur endar í fyrsta sæti og svo koll af kolli. Því er erfitt að segja um hvort endurtalning gæti haft breytingar í för með sér á listanum eður ei. Í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi var þörf á endurtalningu eftir að aðili dró framboð sitt til baka. Það hafði ekki teljandi áhrif á niðurstöðuna. Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Tengdar fréttir Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi. 12. ágúst 2016 18:47 Hættir á fréttastofu RÚV og gengur til liðs við Pírata Gunnar Hrafn Jónsson fréttamaður segir þessa ríkisstjórn "sökka“. 1. júlí 2016 13:41 Björn Þorláksson íhugar sérframboð Björn Þorláksson hefur snúið baki við Pírötum og leggur fram drög að stefnuskrá. 30. júní 2016 15:53 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Möguleiki er á er að endurtelja þurfi atkvæði í prófkjörum Pírata á höfuðborgarsvæðinu og í Norðausturkjördæmi. Umdeilt er hvernig skuli túlka lagaákvæði í lögum Pírata um hvað skuli gera hafni frambjóðandi því sæti sem honum er úthlutað. Úrslit úr sameiginlegu prófkjöri Pírata, fyrir Reykjavíkurkjördæmin bæði og Suðvesturkjördæmi, lágu fyrir á föstudag. Alls voru 105 í framboði og 1034 greiddu atkvæði. Þegar listar lágu fyrir tilkynnti Erna Ýr Öldudóttir, fyrrverandi formaður framkvæmdaráðs Pírata, að hún hyggðist ekki taka sæti á listanum. Erna Ýr hafnaði í 30. sæti í prófkjörinu en sóttist eftir því fyrsta.Í gær benti síðan stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek á að í lögum Pírata, nánar tiltekið grein 14.5, stendur að hafni frambjóðandi sæti, eða geti af öðrum sökum ekki tekið því, skal raða á lista með endurtalningu atkvæða að brottfelldum frambjóðanda. Áðurnefndur Pawel setti téðar vangaveltur inn á Pírataspjallið, óformlegan vettvang fyrir Pírata og áhugamenn um Pírata til að ræða allt mögulegt, og spurði hvort ekki stæði til að endurtelja atkvæðin. Rétt er að taka fram að skoðanir þær sem á spjallinu birtast eru ekki tengdar stefnu Pírata.Sjá einnig:Össur kallar prófkjör Pírata „tóma skel“ og „bömmer“ „Okkar túlkun er sú að ákvæðið eigi við um sjálfa framboðslistana en ekki sameiginlega [prófkjörs]listann (þar sem hann er ekki boð um tiltekið sæti og er ekki eiginlegur framboðslisti). Endurtalningar gæti þó verið þörf ef að einhver segir sig af sjálfum kjördæmalistunum,“ ritar Þórgnýr Thoroddsen, varaborgarfulltrúi Pírata, við innleg Pawels. Viktor Orri Valgarðsson, sem lenti í 7. sæti í prófkjörinu og mun því skipa 3. sæti í Reykjavík suður, leggur orð í belg og segist vera ósammála túlkun Þórgnýs á ákvæðinu. Aðrir velta því fyrir sér hvort þetta sé í raun nauðsyn þar sem að Erna Ýr endaði í 30. sæti og gæti þar með ekki haft stórkostleg áhrif á niðurstöðuna. Erna Ýr bendir þá á að minnst fjórir frambjóðendur hafi hafnað því að taka sæti. „[É]g mæli með að fólk sendi bara á úrskurðarnefnd ... Eða bara sleppi því. Það þarf ekkert að gera neitt í þessu ef engum finnst það skipta máli vegna þess að þetta eru félagslögin okkar, frá okkur, fyrir okkur,“ segir Björn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata. Hann skipar 2. sæti í Reykjavík norður. Úrskurðarnefnd Pírata samanstendur af þremur aðilum en tveir þeirra lentu ofarlega í prófkjörinu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verður í 2. sæti í suðvestur og Olga Cilia í 4. sæti í Reykjavík suður. Því er einnig umdeilt hvort skipa þurfi sérstaka úrskurðarnefnd í þessu máli og þá hvaða aðili væri til þess bær. „Eftir að hafa sofið á þessu þá grunar mig nú að við endurteljum bara. Ég hugsa að breytingarnar verði ekki það stórar að það valdi massívum breytingum. Svo bara hringjum við út í rólegheitum,“ ritar áðurnefndur Þórgnýr í morgunsárið á þráðinn á Pírataspjallinu. Fyrra innlegg hans kom inn í gærkvöldi.Sjá einnig:Hundfúll hafnar Björn Þorláksson 7. sætinu Þurfi að endurtelja í sameiginlega prófkjörinu á höfuðborgarsvæðinu vekur það upp spurningar hvort þurfi að endurtelja í Norðausturkjördæmi líka. Þar hafnaði Björn Þorláksson, fyrrverandi ritstjóri, sæti á lista flokksins eftir að hafa endað í 7. sæti í prófkjörinu. Möguleiki er á að sá listi standi þar sem kærufrestur sé útruninn. Prófkjör Pírata fór fram gegnum kosningakerfi þeirra á netinu. Kosningabærir Píratar, þeir sem höfðu verið skráðir í flokkinn í þrjátíu daga eða lengur, forgangsröðuðu frambjóðendum í þá röð sem þeir vildu sjá þá á lista. Niðurstaðan var fengin með svokallaðri Shulze-aðferð en í henni felst að sá frambjóðandi sem oftast er valinn fram yfir aðra frambjóðendur endar í fyrsta sæti og svo koll af kolli. Því er erfitt að segja um hvort endurtalning gæti haft breytingar í för með sér á listanum eður ei. Í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi var þörf á endurtalningu eftir að aðili dró framboð sitt til baka. Það hafði ekki teljandi áhrif á niðurstöðuna.
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Tengdar fréttir Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi. 12. ágúst 2016 18:47 Hættir á fréttastofu RÚV og gengur til liðs við Pírata Gunnar Hrafn Jónsson fréttamaður segir þessa ríkisstjórn "sökka“. 1. júlí 2016 13:41 Björn Þorláksson íhugar sérframboð Björn Þorláksson hefur snúið baki við Pírötum og leggur fram drög að stefnuskrá. 30. júní 2016 15:53 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi. 12. ágúst 2016 18:47
Hættir á fréttastofu RÚV og gengur til liðs við Pírata Gunnar Hrafn Jónsson fréttamaður segir þessa ríkisstjórn "sökka“. 1. júlí 2016 13:41
Björn Þorláksson íhugar sérframboð Björn Þorláksson hefur snúið baki við Pírötum og leggur fram drög að stefnuskrá. 30. júní 2016 15:53