Alltaf verið mikið fyrir að hreyfa mig Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. ágúst 2016 09:00 Eva María býr rétt við Ölfusána. Hún segir gott að æfa frjálsar íþróttir úti á Selfossi. Mynd/Svava Steingrímsdóttir Selfyssingurinn Eva María Baldursdóttir hefur tekið þátt í ótalmörgum íþróttamótum á lífsleiðinni, það sést þegar kíkt er í afrekaskrá Frjálsíþróttasambands Íslands. Á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi setti hún nýtt Íslandsmet í hástökki þegar hún stökk 1,61 metra. Hún kveðst hafa stundað íþróttir frá því hún var lítil. „Ég byrjaði í frjálsum þegar ég var svona um átta ára aldurinn, en er búin að æfa íþróttir frá því ég var fimm ára, fótbolta og sund. Hef alltaf verið mikið fyrir að hreyfa mig. Er góð aðstaða til æfinga á Selfossi? „Það er góð útiaðstaða fyrir frjálsar en ekki eins góð innanhúss, ég æfi úti á sumrin og í íþróttahúsi á veturna. Er hástökkið þín aðalgrein? Já, ég er auðvitað í öllu en aðallega hástökki. Kom þér á óvart að þú skyldir ná Íslandsmeti á landsmótinu? Já, en ég fór til Gautaborgar í sumar að keppa með félaginu mínu, HSK, og þar stökk ég 1,57, það var minn besti árangur til þess tíma. Þá var ég komin nálægt Íslandsmetinu sem var 1,60 og náði að slá það nú þegar ég bætti mig um fjóra sentimetra. Ég var mjög ánægð með það. Eru mörg mót fram undan núna? Að minnsta kosti bikarmót 15 ára og yngri, það verður í Reykjavík, held ég. Ég býst við að verða þar. Eru einhverjar stúlkur á Selfossi að veita þér samkeppni í hástökki. Ekki kannski á Selfossi en það er ein í Hafnarfirði og önnur á Akureyri, við erum yfirleitt þrjár á palli. Áttu góðar vinkonur í frjálsum. Já, mjög góðar. Þær eru flestar í öðrum greinum og flestar einu ári eldri en ég. Einhver fleiri áhugamál en íþróttirnar? Nei, en ég reyni að leggja mig fram í skólanum, er að byrja í 8. bekk í haust. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. ágúst 2016 Lífið Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Sjá meira
Selfyssingurinn Eva María Baldursdóttir hefur tekið þátt í ótalmörgum íþróttamótum á lífsleiðinni, það sést þegar kíkt er í afrekaskrá Frjálsíþróttasambands Íslands. Á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi setti hún nýtt Íslandsmet í hástökki þegar hún stökk 1,61 metra. Hún kveðst hafa stundað íþróttir frá því hún var lítil. „Ég byrjaði í frjálsum þegar ég var svona um átta ára aldurinn, en er búin að æfa íþróttir frá því ég var fimm ára, fótbolta og sund. Hef alltaf verið mikið fyrir að hreyfa mig. Er góð aðstaða til æfinga á Selfossi? „Það er góð útiaðstaða fyrir frjálsar en ekki eins góð innanhúss, ég æfi úti á sumrin og í íþróttahúsi á veturna. Er hástökkið þín aðalgrein? Já, ég er auðvitað í öllu en aðallega hástökki. Kom þér á óvart að þú skyldir ná Íslandsmeti á landsmótinu? Já, en ég fór til Gautaborgar í sumar að keppa með félaginu mínu, HSK, og þar stökk ég 1,57, það var minn besti árangur til þess tíma. Þá var ég komin nálægt Íslandsmetinu sem var 1,60 og náði að slá það nú þegar ég bætti mig um fjóra sentimetra. Ég var mjög ánægð með það. Eru mörg mót fram undan núna? Að minnsta kosti bikarmót 15 ára og yngri, það verður í Reykjavík, held ég. Ég býst við að verða þar. Eru einhverjar stúlkur á Selfossi að veita þér samkeppni í hástökki. Ekki kannski á Selfossi en það er ein í Hafnarfirði og önnur á Akureyri, við erum yfirleitt þrjár á palli. Áttu góðar vinkonur í frjálsum. Já, mjög góðar. Þær eru flestar í öðrum greinum og flestar einu ári eldri en ég. Einhver fleiri áhugamál en íþróttirnar? Nei, en ég reyni að leggja mig fram í skólanum, er að byrja í 8. bekk í haust. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. ágúst 2016
Lífið Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Sjá meira