Þormóður Árni svekktur: Ég hefði þurft að sparka meira í hann Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 12. ágúst 2016 14:19 Þormóður Árni Jónsson svekktur eftir úrsltiin. Vísir/Anton Þormóður Árni Jónsson var vonsvikinn eftir að hafa dottið úr júdókeppni Ólympíuleikanna í Ríó eftir aðeins eina glímu. Þriðji Ólympíuleikar hans eru því á enda. Þormóður Árni tapaði fyrir Pólverjanum Maciej Sarnacki í 32 manna úrslitunum en ekki á stigum heldur var íslenski júdókappinn dæmdur úr leik fyrir of margar viðvaranir. „Þetta var passív negatív glíma og hann fór aldrei í þessa villtu glímu sem ég var að vonast eftir þar sem að ég gæti refsað honum," sagði Þormóður kófsveittur eftir bardagann. „Hann hélt sig bara frá og átti ekki eina sókn allan tímann. Það hentar mér svolítið illa. Hann gerði það vel í því að halda því þar," sagði Þormóður. „Það getur vel verið að hann hafi verið búinn að lesa þetta hjá mér því ég vil fá þetta í villta glímu með mikið af sóknum þar sem ég reyni að refsa mönnum. Þar þrífst ég best en hann ætlaði endilega ekkert að fara að skora eða kasta. Hann ætlaði bara að halda þessu þarna," sagði Þormóður. „Hann sótti ekki eitt bragð allan tímann. Hann fór í hálfsóknir með útréttar hendur en reyndi aldrei að fara að mér. Ef hann hefði komið að mér þá hefði ég verið kominn á minn heimavöll," sagði Þormóður. „Ég hefði þurft að setja meira í þetta, brjóta upp tökin og pressa hann meira. Það er erfitt að gera það sem manni langar til stundum á móti svona mönnum. Ég hefði þurft að sparka meira í hann," sagði Þormóður. „Þeir sem þekkja þetta ekki og horfa á þetta sjá kannski bara tvo menn standa og gera ekki neitt. Ég er að reyna að toga hann allan tímann og hann er að reyna að pressa mig. Þetta voru mikil átök," sagði Þormóður. Vonbrigðin leyndu sér ekki enda eftir allan þennan undirbúning þá var allt búið eftir þrjár og hálfa mínútu. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Þormóður Árni Jónsson var vonsvikinn eftir að hafa dottið úr júdókeppni Ólympíuleikanna í Ríó eftir aðeins eina glímu. Þriðji Ólympíuleikar hans eru því á enda. Þormóður Árni tapaði fyrir Pólverjanum Maciej Sarnacki í 32 manna úrslitunum en ekki á stigum heldur var íslenski júdókappinn dæmdur úr leik fyrir of margar viðvaranir. „Þetta var passív negatív glíma og hann fór aldrei í þessa villtu glímu sem ég var að vonast eftir þar sem að ég gæti refsað honum," sagði Þormóður kófsveittur eftir bardagann. „Hann hélt sig bara frá og átti ekki eina sókn allan tímann. Það hentar mér svolítið illa. Hann gerði það vel í því að halda því þar," sagði Þormóður. „Það getur vel verið að hann hafi verið búinn að lesa þetta hjá mér því ég vil fá þetta í villta glímu með mikið af sóknum þar sem ég reyni að refsa mönnum. Þar þrífst ég best en hann ætlaði endilega ekkert að fara að skora eða kasta. Hann ætlaði bara að halda þessu þarna," sagði Þormóður. „Hann sótti ekki eitt bragð allan tímann. Hann fór í hálfsóknir með útréttar hendur en reyndi aldrei að fara að mér. Ef hann hefði komið að mér þá hefði ég verið kominn á minn heimavöll," sagði Þormóður. „Ég hefði þurft að setja meira í þetta, brjóta upp tökin og pressa hann meira. Það er erfitt að gera það sem manni langar til stundum á móti svona mönnum. Ég hefði þurft að sparka meira í hann," sagði Þormóður. „Þeir sem þekkja þetta ekki og horfa á þetta sjá kannski bara tvo menn standa og gera ekki neitt. Ég er að reyna að toga hann allan tímann og hann er að reyna að pressa mig. Þetta voru mikil átök," sagði Þormóður. Vonbrigðin leyndu sér ekki enda eftir allan þennan undirbúning þá var allt búið eftir þrjár og hálfa mínútu.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira