Viðskipti innlent

Landsbankinn höfðar mál vegna sölunnar á Borgun

ingvar haraldsson skrifar
Landsbankinn hyggst höfða dómsmál vegna Borgunarmálsins.
Landsbankinn hyggst höfða dómsmál vegna Borgunarmálsins. vísir/anton
Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014.

Í tilkynningu kemur fram að bankaráðið telji að bankinn hafi farið á mis við fjármuni í viðskiptunum þar sem bankanum hafi ekki verið veittar nauðsynlegar upplýsingar.

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður Bankaráðs Landsbankans, segir að ekki sé búið að taka frekari ákvarðanir en að höfða dómsmál. Því væri ekki búið að ákveða hverjum yrði stefnt eða hvenær dómsmálið yrði höfðað.

Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut í Borgun á 2,2 milljarða til hóps fjárfesta og stjórnenda Borgunar í nóvember 2014. Síðan þá hafa arðgreiðslur til hópsins sem keypti hlut Landsbankans í Borgun numið 932 milljónum króna á tveimur árum.

Í lok síðasta árs kom í ljós að Borgun fengi milljarðagreiðslur vegna valréttar sem Visa International nýtti til að kaupa Visa Europe. Landsbankinn segist aldrei hafa haft vitneskju um að Borgun ætti rétt á greiðslum yrði valrétturinn nýttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×