Ungstirni frá hinni vindasömu borg Stefán Þór Hjartarson skrifar 12. ágúst 2016 11:30 Vic Mensa hefur meðal annars samið lög með Kanye West og verið tilnefndur til Grammy-verðlauna. Vic Mensa er fæddur 1993 sem þýðir að hann er einungis 23 ára, ári eldri en Justin Bieber. Hann er frá Chicago eins og mörg af stórum nöfnunum úr rapp og R&B heiminum – en þaðan eru til dæmis Chance the Rapper, Kanye West, Chief Keef og Jeremih. Hann er á samningi hjá Roc Nation, útgáfufyrirtæki sem er risi í heimi popptónlistar og var stofnað af rapparanum Jay-Z árið 2008. Þar eru meðal annars stór nöfn eins og Big Sean, Kanye West, Grimes, J. Cole og Demi Lovato á samningi. Vic Mensa er einn af nokkrum ungum röppurum sem hafa klifrað ansi hátt á skömmum tíma vestanhafs án þess að hafa gefið mikið af efni út, en hans fyrsta plata á enn eftir að líta dagsins ljós. Hann hefur starfað töluvert með Chance the Rapper sem hefur átt svipaðri velgengni að fagna og komist á stjörnuhimininn vestra, en þeir eru báðir frá Chicago og hefur hvorugur gefið út plötu. Einnig hafa þeir báðir fengið blessun Kanye West, sem vill oft gera ungum listamönnum greiða. Vic Mensa var til dæmis með í Kanye-laginu Wolves og þeir tóku það saman ásamt söngkonunni Sia í þættinum Saturday Night Live – en síðan, þegar Life of Pablo platan hans Kanye West kom út, var Vic skyndilega horfinn úr laginu. Saman gerðu þeir þó lagið U Mad sem kom fyrst út á Soundcloud-síðu Vic Mensa og varð það ágætlega vinsælt og er sagt vera hans önnur smáskífa af væntanlegri plötu – einnig var Vic skráður sem meðhöfundur að lagi Kayne West All Day og var fyrir það tilnefndur til Grammy-verðlauna árið 2015.Logi Pedro Stefánsson er spenntur fyrir komu Vic Mensa en hann mun spila í Kórnum með Sturla Atlas. Vísir/GVA„Ég er ógeðslega spenntur. Ég hef fylgst með honum síðan hann gaf út sinn fyrsta vinsæla single, Down on My Luck. Gaman að sjá strák frá Chicago koma að hita upp fyrir stærstu poppstjörnu í heiminum hérna á Íslandi og auðvitað gott fyrir alla Kanye West-aðdáendur að sjá hann, enda er hann með sitt hlutverk á nýjustu plötunni hans,“ segir Logi Pedro Stefánsson sem er ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að tónlistinni. Logi verður auðvitað á svæðinu með Sturla Atlas og restinni af 101 boys sem munu hita upp fyrir Bieber ásamt Vic. Justin Bieber mætir í Kórinn ásamt Vic Mensa og Sturla Atlas þann 8. og 9. september og mun þetta vera stærsti tónlistarviðburður í Íslandssögunni en samtals eru 19.000 miðar í boði. Enn er hægt að kaupa miða á seinni tónleikana á tix.is en það seldist upp á örskotsstundu á þá fyrri. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Vic Mensa er fæddur 1993 sem þýðir að hann er einungis 23 ára, ári eldri en Justin Bieber. Hann er frá Chicago eins og mörg af stórum nöfnunum úr rapp og R&B heiminum – en þaðan eru til dæmis Chance the Rapper, Kanye West, Chief Keef og Jeremih. Hann er á samningi hjá Roc Nation, útgáfufyrirtæki sem er risi í heimi popptónlistar og var stofnað af rapparanum Jay-Z árið 2008. Þar eru meðal annars stór nöfn eins og Big Sean, Kanye West, Grimes, J. Cole og Demi Lovato á samningi. Vic Mensa er einn af nokkrum ungum röppurum sem hafa klifrað ansi hátt á skömmum tíma vestanhafs án þess að hafa gefið mikið af efni út, en hans fyrsta plata á enn eftir að líta dagsins ljós. Hann hefur starfað töluvert með Chance the Rapper sem hefur átt svipaðri velgengni að fagna og komist á stjörnuhimininn vestra, en þeir eru báðir frá Chicago og hefur hvorugur gefið út plötu. Einnig hafa þeir báðir fengið blessun Kanye West, sem vill oft gera ungum listamönnum greiða. Vic Mensa var til dæmis með í Kanye-laginu Wolves og þeir tóku það saman ásamt söngkonunni Sia í þættinum Saturday Night Live – en síðan, þegar Life of Pablo platan hans Kanye West kom út, var Vic skyndilega horfinn úr laginu. Saman gerðu þeir þó lagið U Mad sem kom fyrst út á Soundcloud-síðu Vic Mensa og varð það ágætlega vinsælt og er sagt vera hans önnur smáskífa af væntanlegri plötu – einnig var Vic skráður sem meðhöfundur að lagi Kayne West All Day og var fyrir það tilnefndur til Grammy-verðlauna árið 2015.Logi Pedro Stefánsson er spenntur fyrir komu Vic Mensa en hann mun spila í Kórnum með Sturla Atlas. Vísir/GVA„Ég er ógeðslega spenntur. Ég hef fylgst með honum síðan hann gaf út sinn fyrsta vinsæla single, Down on My Luck. Gaman að sjá strák frá Chicago koma að hita upp fyrir stærstu poppstjörnu í heiminum hérna á Íslandi og auðvitað gott fyrir alla Kanye West-aðdáendur að sjá hann, enda er hann með sitt hlutverk á nýjustu plötunni hans,“ segir Logi Pedro Stefánsson sem er ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að tónlistinni. Logi verður auðvitað á svæðinu með Sturla Atlas og restinni af 101 boys sem munu hita upp fyrir Bieber ásamt Vic. Justin Bieber mætir í Kórinn ásamt Vic Mensa og Sturla Atlas þann 8. og 9. september og mun þetta vera stærsti tónlistarviðburður í Íslandssögunni en samtals eru 19.000 miðar í boði. Enn er hægt að kaupa miða á seinni tónleikana á tix.is en það seldist upp á örskotsstundu á þá fyrri.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira