Svíar enn stigalausir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. ágúst 2016 09:20 Johan Jakobsen lendir í hrömmunum á varnarmönnum Slóveníu. vísir/getty Svíar eru í vondum málum í handboltakeppninni á Ólympíuleikunum í Ríó eftir fimm marka tap, 29-24, fyrir Slóveníu í gær. Svíar hafa tapað öllum þremur leikjum sínum í Ríó en silfurliðið frá síðustu Ólympíuleikum er í erfiðri stöðu fyrir síðustu tvo leikina í B-riðli. Slóvenum gengur hins vegar allt í haginn en þeir hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa. Fyrri hálfleikurinn í leiknum í gær var jafn en Slóvenía leiddi með einu marki, 14-13, að honum loknum. Í seinni hálfleik tóku Slóvenar svo völdin, breyttu stöðunni úr 18-16 í 26-18 um miðbik hans og unnu að lokum með fimm mörkum, 29-24. Simon Razgor og Blaz Janc voru markahæstir í liði Slóveníu með fimm mörk hvor. Gamli maðurinn Uros Zorman skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar. Jerry Tollbring skoraði sex mörk fyrir Svíþjóð sem mætir Póllandi í næsta leik sínum. Í A-riðli vann Frakkland öruggan sigur á Argentínu, 31-24. Frakkar, sem unnu Ólympíugull 2008 og 2012, eru með fullt hús stiga í A-riðli en Argentínumenn eru stigalausir. Luc Abolo skoraði sjö mörk fyrir Frakka sem virka í toppformi. Ólympíumeistararnir voru með lygilega 82% skotnýtingu í leiknum í gær og allir útileikmenn liðsins nema tveir komust á blað. Federico Fernandez var markahæstur í liði Argentínu með átta mörk. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Svíar eru í vondum málum í handboltakeppninni á Ólympíuleikunum í Ríó eftir fimm marka tap, 29-24, fyrir Slóveníu í gær. Svíar hafa tapað öllum þremur leikjum sínum í Ríó en silfurliðið frá síðustu Ólympíuleikum er í erfiðri stöðu fyrir síðustu tvo leikina í B-riðli. Slóvenum gengur hins vegar allt í haginn en þeir hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa. Fyrri hálfleikurinn í leiknum í gær var jafn en Slóvenía leiddi með einu marki, 14-13, að honum loknum. Í seinni hálfleik tóku Slóvenar svo völdin, breyttu stöðunni úr 18-16 í 26-18 um miðbik hans og unnu að lokum með fimm mörkum, 29-24. Simon Razgor og Blaz Janc voru markahæstir í liði Slóveníu með fimm mörk hvor. Gamli maðurinn Uros Zorman skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar. Jerry Tollbring skoraði sex mörk fyrir Svíþjóð sem mætir Póllandi í næsta leik sínum. Í A-riðli vann Frakkland öruggan sigur á Argentínu, 31-24. Frakkar, sem unnu Ólympíugull 2008 og 2012, eru með fullt hús stiga í A-riðli en Argentínumenn eru stigalausir. Luc Abolo skoraði sjö mörk fyrir Frakka sem virka í toppformi. Ólympíumeistararnir voru með lygilega 82% skotnýtingu í leiknum í gær og allir útileikmenn liðsins nema tveir komust á blað. Federico Fernandez var markahæstur í liði Argentínu með átta mörk.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni