Stefnir hratt í kreppu í Bretlandi Sæunn Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2016 08:00 Fasteignaverð í London hefur að meðaltali lækkað um 4,7 milljónir frá Brexit-kosningunum. vísir/epa Sérfræðingar óttast hversu hratt efnahagsskilyrði í Bretlandi versna. Merki eru um að Bretland stefni á hraðferð inn í kreppu í kjölfar Brexit-kosninganna. Frá kosningunum hefur gengi pundsins gagnvart Bandaríkjadal lækkað um þrettán prósent. Vöxtur í breska hagkerfinu nam 0,6 prósentum á öðrum ársfjórðungi ársins (fram til loka júní), samanborið við fjórðunginn á undan. Strax í júlí dróst hagvöxtur hins vegar saman um 0,2 prósent samkvæmt tölum frá National Institute of Economic and Social Research (NIESR). Samkvæmt nýrri rannsókn Englandsbanka sjá fyrirtæki landsins fram á minni fjárfestingu, færri ráðningar og fleiri uppsagnir.Margir mótmæltu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í kjölfar niðurstöðu kosninganna.Vísir/EPAEitt helsta merkið um yfirvofandi kreppu er lækkun á húsnæðisverði og minnkandi áhugi kaupenda á breskum fasteignum. Það er oft vísbending um að peningar séu að fljóta frá markaðnum en ekki inn á hann. Meðalhúsnæðisverð í London, höfuðborg Bretlands, hefur lækkað um 30 þúsund pund, jafnvirði 4,7 milljóna íslenskra króna, frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í júnílok, samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Haart. Þetta jafngildir þúsund punda, eða 155 þúsund króna, lækkun á hverjum virkum degi. Meðalhúsnæðisverð lækkaði úr 559 þúsund pundum í 527 þúsund pund á tímabilinu, sem er mesta verðlækkun milli mánaða sem Haart hefur nokkurn tímann mælt. Meðalhúsnæðisverð lækkaði um 0,9 prósent á landsvísu. Englandsbanki lækkaði í síðustu viku stýrivexti sína um helming, niður í 0,25 prósent, til að auka hagvöxt eftir fyrstu áhrif Brexit. Lágir stýrivextir hafa sögulega ýtt undir hækkun húsnæðisverðs, hins vegar virðist stýrivaxtalækkunin ekki hafa getað unnið á móti Brexit-áhrifunum hingað til. Business Insider greinir frá því að það er ekki einungis húsnæði sem er að lækka í verði heldur einnig landsvæði til byggingaframkvæmda. Miðsvæðis í London lækkaði land undir íbúðarhúsnæði þriðja ársfjórðunginn í röð, um 6,9 prósent, samkvæmt skýrslu Knight Frank. Vert er að nefna að hár byggingarkostnaður hefur hins vegar einnig spilað inn í þessa þróun. Áhugi kaupenda á húsnæði í London samkvæmt rannsókn Royal Institute of Chartered Surveys hefur ekki verið jafn lítill síðan í fjármálakreppunni árið 2008. Brexit Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Sjá meira
Sérfræðingar óttast hversu hratt efnahagsskilyrði í Bretlandi versna. Merki eru um að Bretland stefni á hraðferð inn í kreppu í kjölfar Brexit-kosninganna. Frá kosningunum hefur gengi pundsins gagnvart Bandaríkjadal lækkað um þrettán prósent. Vöxtur í breska hagkerfinu nam 0,6 prósentum á öðrum ársfjórðungi ársins (fram til loka júní), samanborið við fjórðunginn á undan. Strax í júlí dróst hagvöxtur hins vegar saman um 0,2 prósent samkvæmt tölum frá National Institute of Economic and Social Research (NIESR). Samkvæmt nýrri rannsókn Englandsbanka sjá fyrirtæki landsins fram á minni fjárfestingu, færri ráðningar og fleiri uppsagnir.Margir mótmæltu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í kjölfar niðurstöðu kosninganna.Vísir/EPAEitt helsta merkið um yfirvofandi kreppu er lækkun á húsnæðisverði og minnkandi áhugi kaupenda á breskum fasteignum. Það er oft vísbending um að peningar séu að fljóta frá markaðnum en ekki inn á hann. Meðalhúsnæðisverð í London, höfuðborg Bretlands, hefur lækkað um 30 þúsund pund, jafnvirði 4,7 milljóna íslenskra króna, frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í júnílok, samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Haart. Þetta jafngildir þúsund punda, eða 155 þúsund króna, lækkun á hverjum virkum degi. Meðalhúsnæðisverð lækkaði úr 559 þúsund pundum í 527 þúsund pund á tímabilinu, sem er mesta verðlækkun milli mánaða sem Haart hefur nokkurn tímann mælt. Meðalhúsnæðisverð lækkaði um 0,9 prósent á landsvísu. Englandsbanki lækkaði í síðustu viku stýrivexti sína um helming, niður í 0,25 prósent, til að auka hagvöxt eftir fyrstu áhrif Brexit. Lágir stýrivextir hafa sögulega ýtt undir hækkun húsnæðisverðs, hins vegar virðist stýrivaxtalækkunin ekki hafa getað unnið á móti Brexit-áhrifunum hingað til. Business Insider greinir frá því að það er ekki einungis húsnæði sem er að lækka í verði heldur einnig landsvæði til byggingaframkvæmda. Miðsvæðis í London lækkaði land undir íbúðarhúsnæði þriðja ársfjórðunginn í röð, um 6,9 prósent, samkvæmt skýrslu Knight Frank. Vert er að nefna að hár byggingarkostnaður hefur hins vegar einnig spilað inn í þessa þróun. Áhugi kaupenda á húsnæði í London samkvæmt rannsókn Royal Institute of Chartered Surveys hefur ekki verið jafn lítill síðan í fjármálakreppunni árið 2008.
Brexit Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Sjá meira