Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. september 2025 08:00 Feðgarnir Rupert Lachlan Murdoch verða að öllum líkindum í hópi þeirra fjárfesta sem hyggjast taka þátt í kapunum á bandaríska armi samfélagsmiðlarisans TikTok að sögn Bandaríkjaforseta. Getty/Drew Angerer Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch og sonur hans Lanchan eru sagðir vera í hópi bandarískra fjárfesta sem freista þess að kaupa samfélagsmiðilinn TikTok. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að feðgarnir verði „örugglega“ aðilar að kaupunum sem muni tryggja áframhaldandi aðgang að samfélagsmiðlinum í Bandaríkjunum. Í viðtali við Fox News í gær sagði forsetinn að feðgarnir yrðu að öllum líkindum á meðal fjárfesta auk Larry Ellison, stjórnarformanni tæknifyrirtækisins Oracle, og Michael Dell, stofnanda tæknirisans Dell. „Ég held þeir muni standa sig mjög vel,“ sagði Trump í viðtalinu. Trump átti símafund með Xi Kínaforseta fyrr í vikunni og sagði í framhaldinu að samningur um breytt eignarhald á TikTok sem myndi tryggja áframhaldandi starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum. Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hafði áður greint frá því að erindrekar frá Bandaríkjunum og Kína hefðu náð saman um frumdrög að samkomulagi um framtíð TikTok í Bandaríkjunum. Í apríl í fyrra var samþykkt löggjöf í Bandaríkjunum sem felur í sér bann gegn samfélagsmiðlinum nema að kínverska móðurfyrirtækið ByteDance selji bandaríska hluta starfseminnar til þarlendra fjárfesta. Banninu hefur enn ekki verið fylgt eftir þar sem samningaviðræður um kaupin standa yfir. Sjá einnig: Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Lachlan Murdoch var nýverið útnefndur sem arftaki Fox Corp og News Corps sem tilheyrir fjölmiðlaveldi Murdoch-fjölskyldunnar, og lauk þar með langvarandi deilum meðal Lachlan og systkina hans um hver muni taka við stjórnartaumunum af föður þeirra Rupert. Í framhaldi af ummælum forsetans hafa fjölmiðlar í bandaríkjunum greint frá því að Murdoch muni ekki fjárfesta persónulega í TikTok, heldur í gegnum Fox Corp að því er fram kemur í umfjöllun BBC um málið. Meðal þekktra fjölmiðla innan samsteypunnar eru Wall Street Journal og Fox News. TikTok Samfélagsmiðlar Donald Trump Bandaríkin Kína Fjölmiðlar Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Í viðtali við Fox News í gær sagði forsetinn að feðgarnir yrðu að öllum líkindum á meðal fjárfesta auk Larry Ellison, stjórnarformanni tæknifyrirtækisins Oracle, og Michael Dell, stofnanda tæknirisans Dell. „Ég held þeir muni standa sig mjög vel,“ sagði Trump í viðtalinu. Trump átti símafund með Xi Kínaforseta fyrr í vikunni og sagði í framhaldinu að samningur um breytt eignarhald á TikTok sem myndi tryggja áframhaldandi starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum. Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hafði áður greint frá því að erindrekar frá Bandaríkjunum og Kína hefðu náð saman um frumdrög að samkomulagi um framtíð TikTok í Bandaríkjunum. Í apríl í fyrra var samþykkt löggjöf í Bandaríkjunum sem felur í sér bann gegn samfélagsmiðlinum nema að kínverska móðurfyrirtækið ByteDance selji bandaríska hluta starfseminnar til þarlendra fjárfesta. Banninu hefur enn ekki verið fylgt eftir þar sem samningaviðræður um kaupin standa yfir. Sjá einnig: Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Lachlan Murdoch var nýverið útnefndur sem arftaki Fox Corp og News Corps sem tilheyrir fjölmiðlaveldi Murdoch-fjölskyldunnar, og lauk þar með langvarandi deilum meðal Lachlan og systkina hans um hver muni taka við stjórnartaumunum af föður þeirra Rupert. Í framhaldi af ummælum forsetans hafa fjölmiðlar í bandaríkjunum greint frá því að Murdoch muni ekki fjárfesta persónulega í TikTok, heldur í gegnum Fox Corp að því er fram kemur í umfjöllun BBC um málið. Meðal þekktra fjölmiðla innan samsteypunnar eru Wall Street Journal og Fox News.
TikTok Samfélagsmiðlar Donald Trump Bandaríkin Kína Fjölmiðlar Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira