Sælkerahöll í Holtagörðum á næsta ári Sæunn Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2016 07:00 Sælkerahöllin á að vera í anda Torvehallerne og Borough Market þar sem matur, menning og umhverfi tvinnast saman. vísir/afp Margir áhugasamir hafa haft samband við Reiti fasteignafélag vegna þátttöku í uppbyggingu og rekstri á nýjum veitinga- og matarmarkaði í Holtagörðum. Þetta segir Friðjón Sigurðarson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs. Friðjón segir að hægt verði að opna markaðinn í fyrsta lagi á næsta ári. Sælkerahöllin verður með básafyrirkomulag þar sem tólf fermetra og stærri rými eru í boði, með eða án bakrýma. Hún verður í anda Torvehallerne og Borough Market þar sem matur, menning og umhverfi tvinnast saman. „Við erum að taka við umsóknum núna, það hafa nú þegar borist þó nokkrar. Tilgangurinn með því að auglýsa var að kanna áhugann og við erum að gera það hjá stórum og smáum rekstraraðilum,“ segir Friðjón. „Það er áhugi á þessu fyrirbæri en þetta er í mótun hjá okkur.“ Sælkerahöllinni er ætlað að höfða bæði til ferðamanna og heimamanna. Um 600 þúsund ferðamenn nýta sér árlega samgöngumiðstöðina í Holtagörðum og 14 þúsund íbúar eru í Laugarnes- og Laugaráshverfi, Heimum og Vogum. Friðjón segir að ekki sé búið að finna markaðnum endanlegan stað í húsinu, né hversu stórt svæðið verður, það verði metið í september. Hann segir að það fari eftir eiginleika markaðarins hvenær hann verði opnaður. „Þetta er öðruvísi nálgun en þegar við auglýsum rými til leigu. Þetta er í takt við þróunina núna. Þú vilt kannski kaupa einhverja vöru og heyra einhverja sögu um hana eða fá einhvern sérfræðing sem segir þér hvernig þú átt að nota hana, hvort sem það er sápa eða kjöt. Þessu eru neytendur að sækjast eftir,“ segir Friðjón Sigurðarson.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Margir áhugasamir hafa haft samband við Reiti fasteignafélag vegna þátttöku í uppbyggingu og rekstri á nýjum veitinga- og matarmarkaði í Holtagörðum. Þetta segir Friðjón Sigurðarson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs. Friðjón segir að hægt verði að opna markaðinn í fyrsta lagi á næsta ári. Sælkerahöllin verður með básafyrirkomulag þar sem tólf fermetra og stærri rými eru í boði, með eða án bakrýma. Hún verður í anda Torvehallerne og Borough Market þar sem matur, menning og umhverfi tvinnast saman. „Við erum að taka við umsóknum núna, það hafa nú þegar borist þó nokkrar. Tilgangurinn með því að auglýsa var að kanna áhugann og við erum að gera það hjá stórum og smáum rekstraraðilum,“ segir Friðjón. „Það er áhugi á þessu fyrirbæri en þetta er í mótun hjá okkur.“ Sælkerahöllinni er ætlað að höfða bæði til ferðamanna og heimamanna. Um 600 þúsund ferðamenn nýta sér árlega samgöngumiðstöðina í Holtagörðum og 14 þúsund íbúar eru í Laugarnes- og Laugaráshverfi, Heimum og Vogum. Friðjón segir að ekki sé búið að finna markaðnum endanlegan stað í húsinu, né hversu stórt svæðið verður, það verði metið í september. Hann segir að það fari eftir eiginleika markaðarins hvenær hann verði opnaður. „Þetta er öðruvísi nálgun en þegar við auglýsum rými til leigu. Þetta er í takt við þróunina núna. Þú vilt kannski kaupa einhverja vöru og heyra einhverja sögu um hana eða fá einhvern sérfræðing sem segir þér hvernig þú átt að nota hana, hvort sem það er sápa eða kjöt. Þessu eru neytendur að sækjast eftir,“ segir Friðjón Sigurðarson.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira