Tvær hliðar peningsins stjórnarmaðurinn skrifar 10. ágúst 2016 10:00 Að sögn forsætisráðherra stendur nú til að leggja fram frumvarp um breytingu á tilhögun verðtryggingar á allra næstu dögum. Er þetta víst eitt af þeim málum sem þarf að klára til að hægt sé að efna loforð um haustkosningar. Lítið er vitað um efni frumvarpsins en þó er hægt að geta sér þess til að byggt verði á niðurstöðum sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar sem skilaði niðurstöðum fyrir nokkru. Meðal eftirtektarverðustu niðurstaða hópsins var að fjörutíu ára verðtryggð lán skyldu bönnuð með öllu auk þess sem hækka skyldi lágmarkstíma verðtryggðra lána úr fimm í tíu. Stjórnarmaðurinn hefur raunar löngum fylgst forviða með verðtryggingarheilkenni sumra stjórnmálamanna sem láta eins og verðtryggingin ein og sér sé orsakavaldur efnahagslegs óstöðugleika á Íslandi gegnum árin. Það er vitaskuld algerlega fráleitt. Jafn fráleitt er að grípa eigi til lagasetningar til að takmarka þá kosti sem fólki býðst í fjármögnunarmálum. Hinn almenni lántakandi er fullmeðvitaður um kosti og ókosti verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þau fyrrnefndu bera lægri vexti en eignamyndun er að sama skapi allajafna hægari. Síðarnefndu lánin eru svo með þyngri afborgunum en hraðari eignamyndun. Við verðum að treysta fólki til að velja þann kost sem hentar betur hverju sinni. Hag fólks er hið minnsta kosti ekki betur borgið með því að fækka valkostum. Svo er annað mál að þeir sömu pólitíkusar og þjást af verðtryggingarheilkenninu mega oft ekki heyra á það minnst að hér verði tekinn upp annar gjaldmiðill en gamla, góða krónan – fjármálalegt ígildi hinnar íslensku sauðkindar. Menn getur greint á um hvort rétt sé að við höldum í örgjaldmiðilinn okkar. Hins vegar er erfitt að vera hvort tveggja, eitilharður stuðningsmaður krónunnar en svarinn andstæðingur verðtryggingarinnar. Þar fara nefnilega tvær hliðar á sama peningi. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Að sögn forsætisráðherra stendur nú til að leggja fram frumvarp um breytingu á tilhögun verðtryggingar á allra næstu dögum. Er þetta víst eitt af þeim málum sem þarf að klára til að hægt sé að efna loforð um haustkosningar. Lítið er vitað um efni frumvarpsins en þó er hægt að geta sér þess til að byggt verði á niðurstöðum sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar sem skilaði niðurstöðum fyrir nokkru. Meðal eftirtektarverðustu niðurstaða hópsins var að fjörutíu ára verðtryggð lán skyldu bönnuð með öllu auk þess sem hækka skyldi lágmarkstíma verðtryggðra lána úr fimm í tíu. Stjórnarmaðurinn hefur raunar löngum fylgst forviða með verðtryggingarheilkenni sumra stjórnmálamanna sem láta eins og verðtryggingin ein og sér sé orsakavaldur efnahagslegs óstöðugleika á Íslandi gegnum árin. Það er vitaskuld algerlega fráleitt. Jafn fráleitt er að grípa eigi til lagasetningar til að takmarka þá kosti sem fólki býðst í fjármögnunarmálum. Hinn almenni lántakandi er fullmeðvitaður um kosti og ókosti verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þau fyrrnefndu bera lægri vexti en eignamyndun er að sama skapi allajafna hægari. Síðarnefndu lánin eru svo með þyngri afborgunum en hraðari eignamyndun. Við verðum að treysta fólki til að velja þann kost sem hentar betur hverju sinni. Hag fólks er hið minnsta kosti ekki betur borgið með því að fækka valkostum. Svo er annað mál að þeir sömu pólitíkusar og þjást af verðtryggingarheilkenninu mega oft ekki heyra á það minnst að hér verði tekinn upp annar gjaldmiðill en gamla, góða krónan – fjármálalegt ígildi hinnar íslensku sauðkindar. Menn getur greint á um hvort rétt sé að við höldum í örgjaldmiðilinn okkar. Hins vegar er erfitt að vera hvort tveggja, eitilharður stuðningsmaður krónunnar en svarinn andstæðingur verðtryggingarinnar. Þar fara nefnilega tvær hliðar á sama peningi.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira