Tvær hliðar peningsins stjórnarmaðurinn skrifar 10. ágúst 2016 10:00 Að sögn forsætisráðherra stendur nú til að leggja fram frumvarp um breytingu á tilhögun verðtryggingar á allra næstu dögum. Er þetta víst eitt af þeim málum sem þarf að klára til að hægt sé að efna loforð um haustkosningar. Lítið er vitað um efni frumvarpsins en þó er hægt að geta sér þess til að byggt verði á niðurstöðum sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar sem skilaði niðurstöðum fyrir nokkru. Meðal eftirtektarverðustu niðurstaða hópsins var að fjörutíu ára verðtryggð lán skyldu bönnuð með öllu auk þess sem hækka skyldi lágmarkstíma verðtryggðra lána úr fimm í tíu. Stjórnarmaðurinn hefur raunar löngum fylgst forviða með verðtryggingarheilkenni sumra stjórnmálamanna sem láta eins og verðtryggingin ein og sér sé orsakavaldur efnahagslegs óstöðugleika á Íslandi gegnum árin. Það er vitaskuld algerlega fráleitt. Jafn fráleitt er að grípa eigi til lagasetningar til að takmarka þá kosti sem fólki býðst í fjármögnunarmálum. Hinn almenni lántakandi er fullmeðvitaður um kosti og ókosti verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þau fyrrnefndu bera lægri vexti en eignamyndun er að sama skapi allajafna hægari. Síðarnefndu lánin eru svo með þyngri afborgunum en hraðari eignamyndun. Við verðum að treysta fólki til að velja þann kost sem hentar betur hverju sinni. Hag fólks er hið minnsta kosti ekki betur borgið með því að fækka valkostum. Svo er annað mál að þeir sömu pólitíkusar og þjást af verðtryggingarheilkenninu mega oft ekki heyra á það minnst að hér verði tekinn upp annar gjaldmiðill en gamla, góða krónan – fjármálalegt ígildi hinnar íslensku sauðkindar. Menn getur greint á um hvort rétt sé að við höldum í örgjaldmiðilinn okkar. Hins vegar er erfitt að vera hvort tveggja, eitilharður stuðningsmaður krónunnar en svarinn andstæðingur verðtryggingarinnar. Þar fara nefnilega tvær hliðar á sama peningi. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Að sögn forsætisráðherra stendur nú til að leggja fram frumvarp um breytingu á tilhögun verðtryggingar á allra næstu dögum. Er þetta víst eitt af þeim málum sem þarf að klára til að hægt sé að efna loforð um haustkosningar. Lítið er vitað um efni frumvarpsins en þó er hægt að geta sér þess til að byggt verði á niðurstöðum sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar sem skilaði niðurstöðum fyrir nokkru. Meðal eftirtektarverðustu niðurstaða hópsins var að fjörutíu ára verðtryggð lán skyldu bönnuð með öllu auk þess sem hækka skyldi lágmarkstíma verðtryggðra lána úr fimm í tíu. Stjórnarmaðurinn hefur raunar löngum fylgst forviða með verðtryggingarheilkenni sumra stjórnmálamanna sem láta eins og verðtryggingin ein og sér sé orsakavaldur efnahagslegs óstöðugleika á Íslandi gegnum árin. Það er vitaskuld algerlega fráleitt. Jafn fráleitt er að grípa eigi til lagasetningar til að takmarka þá kosti sem fólki býðst í fjármögnunarmálum. Hinn almenni lántakandi er fullmeðvitaður um kosti og ókosti verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þau fyrrnefndu bera lægri vexti en eignamyndun er að sama skapi allajafna hægari. Síðarnefndu lánin eru svo með þyngri afborgunum en hraðari eignamyndun. Við verðum að treysta fólki til að velja þann kost sem hentar betur hverju sinni. Hag fólks er hið minnsta kosti ekki betur borgið með því að fækka valkostum. Svo er annað mál að þeir sömu pólitíkusar og þjást af verðtryggingarheilkenninu mega oft ekki heyra á það minnst að hér verði tekinn upp annar gjaldmiðill en gamla, góða krónan – fjármálalegt ígildi hinnar íslensku sauðkindar. Menn getur greint á um hvort rétt sé að við höldum í örgjaldmiðilinn okkar. Hins vegar er erfitt að vera hvort tveggja, eitilharður stuðningsmaður krónunnar en svarinn andstæðingur verðtryggingarinnar. Þar fara nefnilega tvær hliðar á sama peningi.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira