Plötusala dregist saman um 81 prósent á áratug ingvar haraldsson skrifar 10. ágúst 2016 09:30 Tekjur af íslenskri plötusölu hafur fallið hratt síðustu ár. Plötusala er fimmtungur af því sem hún var árin 2005 til 2006 þegar salan nam yfir 800 þúsund eintökum á ári. Árið 2015 seldust 154 þúsund geisladiskar og vínilplötur hér á landi. Þá hafa tekjur af sölu hljómplatna lækkað um 74 prósent. Tekjurnar námu 197 milljónum króna í fyrra en voru 756 milljónir króna árið 2006 á verðlagi síðasta árs. Sumar vikur dugar að selja tíu eintök til að komast inn á lista yfir tíu söluhæstu plötur vikunnar.Sölvi Blöndal býst við því að tekjur tónlistargeirans af streymi muni margfaldast næstu árin.Eiður Arnarsson, framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda, bendir á að annað taki við af fallandi hljómplötusölu. Tekjur af streymisveitum hafa vaxið um 60-70 prósent á ári síðustu árin. Nú sé markaðshlutdeild streymisveitunnar Spotify orðin um 40 prósent en fyrirtækið greiðir tónlistarrétthöfum um 70 prósent af tekjum sínum. Samkvæmt áætlun Félags hljómplötuframleiðenda námu tekjur útgefenda og flytjenda vegna spilunar Spotify og Tónlist.is á íslenskri tónlist á Íslandi 32 milljónum króna á síðasta ári. „Það er alveg ljóst að reksturinn verður ekki í náinni framtíð með sama hætti og þegar geisladiskasala var og hét,“ segir Sölvi Blöndal, meðlimur Quarashi. „En þetta er ljós við endann á göngum,“ segir Sölvi. Hann er einn þeirra sem standa að nýstofnuðu útgáfufyrirtæki sem keypti útgáfuhluta Senu í lok júlí. „Það er enginn að veðja á geisladiskasölu í einhverju framtíðar tekjumódeli,“ segir Sölvi. „Það sem er að koma í staðinn er sala á stafrænni tónlist, einkum streymi sem lofar góðu,“ bætir Sölvi við.Eiður Arnarsson framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda.Eiður tekur undir það. „Þetta er framtíðin og er bara að vaxa og er fyrir neytendur upp til hópa gersamlega frábær þjónusta.“ Hann telur vandamálið hins vegar vera að áskriftargjaldið inn á streymisveitur sé of lágt. „Að borga 1.500-1.600 krónur á mánuði fyrir að hafa aðgang hvar og hvenær sem er að næstum allri tónlist í heiminum er alveg hlægilega góður díll.“ Þá segir Eiður að á móti minni plötusölu hafi mikilvægi tónleika og varningssölu aukist. „Einu sinni voru menn að túra til að auglýsa plötur en nú eru menn að gefa út plötur til að geta túrað. Það hefur einfaldalega snúist við.“ Það hafi alltaf verið fremur fámennur hópur sem hafi haft miklar tekjur af plötusölu, einna helst tónlistarmenn sem komið hafi fram sem einstaklingar. „Einfaldlega vegna þess að þegar þú tekur íslenska plötusölu og deilir í hagnaðarhlutann með fimm þá verður aldrei mikið eftir.“ Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Plötusala er fimmtungur af því sem hún var árin 2005 til 2006 þegar salan nam yfir 800 þúsund eintökum á ári. Árið 2015 seldust 154 þúsund geisladiskar og vínilplötur hér á landi. Þá hafa tekjur af sölu hljómplatna lækkað um 74 prósent. Tekjurnar námu 197 milljónum króna í fyrra en voru 756 milljónir króna árið 2006 á verðlagi síðasta árs. Sumar vikur dugar að selja tíu eintök til að komast inn á lista yfir tíu söluhæstu plötur vikunnar.Sölvi Blöndal býst við því að tekjur tónlistargeirans af streymi muni margfaldast næstu árin.Eiður Arnarsson, framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda, bendir á að annað taki við af fallandi hljómplötusölu. Tekjur af streymisveitum hafa vaxið um 60-70 prósent á ári síðustu árin. Nú sé markaðshlutdeild streymisveitunnar Spotify orðin um 40 prósent en fyrirtækið greiðir tónlistarrétthöfum um 70 prósent af tekjum sínum. Samkvæmt áætlun Félags hljómplötuframleiðenda námu tekjur útgefenda og flytjenda vegna spilunar Spotify og Tónlist.is á íslenskri tónlist á Íslandi 32 milljónum króna á síðasta ári. „Það er alveg ljóst að reksturinn verður ekki í náinni framtíð með sama hætti og þegar geisladiskasala var og hét,“ segir Sölvi Blöndal, meðlimur Quarashi. „En þetta er ljós við endann á göngum,“ segir Sölvi. Hann er einn þeirra sem standa að nýstofnuðu útgáfufyrirtæki sem keypti útgáfuhluta Senu í lok júlí. „Það er enginn að veðja á geisladiskasölu í einhverju framtíðar tekjumódeli,“ segir Sölvi. „Það sem er að koma í staðinn er sala á stafrænni tónlist, einkum streymi sem lofar góðu,“ bætir Sölvi við.Eiður Arnarsson framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda.Eiður tekur undir það. „Þetta er framtíðin og er bara að vaxa og er fyrir neytendur upp til hópa gersamlega frábær þjónusta.“ Hann telur vandamálið hins vegar vera að áskriftargjaldið inn á streymisveitur sé of lágt. „Að borga 1.500-1.600 krónur á mánuði fyrir að hafa aðgang hvar og hvenær sem er að næstum allri tónlist í heiminum er alveg hlægilega góður díll.“ Þá segir Eiður að á móti minni plötusölu hafi mikilvægi tónleika og varningssölu aukist. „Einu sinni voru menn að túra til að auglýsa plötur en nú eru menn að gefa út plötur til að geta túrað. Það hefur einfaldalega snúist við.“ Það hafi alltaf verið fremur fámennur hópur sem hafi haft miklar tekjur af plötusölu, einna helst tónlistarmenn sem komið hafi fram sem einstaklingar. „Einfaldlega vegna þess að þegar þú tekur íslenska plötusölu og deilir í hagnaðarhlutann með fimm þá verður aldrei mikið eftir.“
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira