Tromp teflonhúðaða stjórnmálamannsins Ásta Guðrún Helgadóttir skrifar 10. ágúst 2016 06:00 Það eru hátt í 50 mál sem bíða afgreiðslu í þinginu á næsta haustþingi. Sum eru smávægileg og sátt ríkir um þau, önnur eru EES-innleiðingar sem við höfum ekki mikið um að segja á þessu stigi. Enn önnur eru kerfisbreytingar af þeirri stærðargráðu sem eitt stutt haustþing hefur varla umboð til þess að trukka í gegn. Ég held að flestir muni vel af hverju það var boðað til kosninga í haust, þegar boðað var til stjórnarskipta nú í vor á einum einkennilegasta blaðamannafundi sem Ísland hefur upplifað. Óreiðan einkenndi þessi stjórnarskipti – svo mikið er víst, og ekki nema von. Nú er formaður Framsóknarflokksins að draga í land með þetta – skilur ekkert í því af hverju Sjálfstæðisflokkurinn vilji boða til kosninga í haust. Eflaust skilur hann heldur ekki af hverju hans eigin samflokksmaður og núverandi forsætisráðherra hefur hug á að boða til kosninga í haust – sem hefur svo oft verið lofað og boðað og rætt. Það sjá líka allir hvaða tromp stjórnin ætlar að draga fram úr erminni: Við þurfum að koma mikilvægum málum í gegn. Mikilvægu málin eru allt milli himins og jarðar – endurskoðun á námslánakerfinu og almannatryggingakerfinu, búvörulög og breytingar á dómstólum. Dagarnir sem við erum með til þess að fjalla um þessi fimmtíu mál eru fjórtán talsins. Já, ég held að allir átti sig á þessu lélega trompi sem einhverjir stjórnarþingmenn halda að verði hægt að beita: Að þeir náðu ekki að koma öllum málunum sínum í gegn vegna þess að stjórnarandstaðan var svo erfið viðureignar. Nei, tímaleysið er ekki stjórnarandstöðunni að kenna, okkar nöfn voru ekki í Panamalekanum. Þannig er mál með vexti að umboð ríkisstjórnar Íslands er á þrotum. Það er kýrskýrt af hverju það var boðað til kosninga núna í haust – öll heimsbyggðin fylgdist með. Það er hægt að reyna að skrifa söguna upp á nýtt, eins og fyrrverandi forsætisráðherra er að reyna að gera, en Google veit betur. Íslendingar muna betur og ef það er eitt sem er víst, þá er það að þessi formaður Framsóknarflokksins er ekki fórnarlambið í þessari tragedíu. Eitt skal vera á hreinu og það er að tímasetja þarf kjördag um leið og þing kemur aftur saman. Íslendingar eru orðnir leiðir á því að sjá svikula stjórnmálamenn ítrekað komast upp með taka aldrei ábyrgð á sínum gjörðum. Teflonhúðaði stjórnmálamaðurinn á að heyra sögunni til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Guðrún Helgadóttir Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það eru hátt í 50 mál sem bíða afgreiðslu í þinginu á næsta haustþingi. Sum eru smávægileg og sátt ríkir um þau, önnur eru EES-innleiðingar sem við höfum ekki mikið um að segja á þessu stigi. Enn önnur eru kerfisbreytingar af þeirri stærðargráðu sem eitt stutt haustþing hefur varla umboð til þess að trukka í gegn. Ég held að flestir muni vel af hverju það var boðað til kosninga í haust, þegar boðað var til stjórnarskipta nú í vor á einum einkennilegasta blaðamannafundi sem Ísland hefur upplifað. Óreiðan einkenndi þessi stjórnarskipti – svo mikið er víst, og ekki nema von. Nú er formaður Framsóknarflokksins að draga í land með þetta – skilur ekkert í því af hverju Sjálfstæðisflokkurinn vilji boða til kosninga í haust. Eflaust skilur hann heldur ekki af hverju hans eigin samflokksmaður og núverandi forsætisráðherra hefur hug á að boða til kosninga í haust – sem hefur svo oft verið lofað og boðað og rætt. Það sjá líka allir hvaða tromp stjórnin ætlar að draga fram úr erminni: Við þurfum að koma mikilvægum málum í gegn. Mikilvægu málin eru allt milli himins og jarðar – endurskoðun á námslánakerfinu og almannatryggingakerfinu, búvörulög og breytingar á dómstólum. Dagarnir sem við erum með til þess að fjalla um þessi fimmtíu mál eru fjórtán talsins. Já, ég held að allir átti sig á þessu lélega trompi sem einhverjir stjórnarþingmenn halda að verði hægt að beita: Að þeir náðu ekki að koma öllum málunum sínum í gegn vegna þess að stjórnarandstaðan var svo erfið viðureignar. Nei, tímaleysið er ekki stjórnarandstöðunni að kenna, okkar nöfn voru ekki í Panamalekanum. Þannig er mál með vexti að umboð ríkisstjórnar Íslands er á þrotum. Það er kýrskýrt af hverju það var boðað til kosninga núna í haust – öll heimsbyggðin fylgdist með. Það er hægt að reyna að skrifa söguna upp á nýtt, eins og fyrrverandi forsætisráðherra er að reyna að gera, en Google veit betur. Íslendingar muna betur og ef það er eitt sem er víst, þá er það að þessi formaður Framsóknarflokksins er ekki fórnarlambið í þessari tragedíu. Eitt skal vera á hreinu og það er að tímasetja þarf kjördag um leið og þing kemur aftur saman. Íslendingar eru orðnir leiðir á því að sjá svikula stjórnmálamenn ítrekað komast upp með taka aldrei ábyrgð á sínum gjörðum. Teflonhúðaði stjórnmálamaðurinn á að heyra sögunni til.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar