Fleiri konur kjósa að fæða börn sín á sjúkrahúsinu á Akranesi Nadine Guðrún Yaghi og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 10. ágúst 2016 07:00 Konur sækja í að fæða á sjúkrahúsinu á Akranesi. vísir/pjetur Fæðingum á sjúkrahúsinu á Akranesi hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og hafa verið á bilinu 250 til 270 á ári. Metið var slegið árið 2010 þegar fæðingar voru 358. Hafdís Rúnarsdóttir ljósmóðir segir ástæðuna meðal annars að konur fái að liggja inni í 36 klukkutíma eftir eðlilega fæðingu og í 48 tíma eftir keisaraskurð eða erfiðari fæðingar. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala er miðað við að konur sem fæða fyrsta barn liggi í 12 tíma eftir eðlilega fæðingu, annars 24 tíma.Hafdís Rúnarsdóttir, ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akranesi.MYND/ALDÍS PÁLSDÓTTIRHafdís segir einnig að hluti kvenna, meðal annars af Snæfellsnesi og frá Hvammstanga, fái að liggja fulla sængurlegu þar sem heimaþjónusta sé ekki í boði í þeirra heimabyggð. Þetta eigi einnig við um allar konur sem óski eftir því að fæða á Akranesi til að liggja inni í þrjá til fjóra daga. „Það hefur einnig verið jöfn og þétt aukning, sérstaklega frá nágrannabyggðum okkar eins og Mosfellsbæ og Kjalarnesi.“ Vegalengdin sé ekkert vandamál. „Ég bý sjálf í Mosfellsbæ og er 25 mínútur hingað, plan í plan. Ég myndi ekki alltaf komast á þeim tíma niður á Landspítala.“ Þá segir Hafdís að ljósmæður sem sinni mæðravernd á Stór-Reykjavíkursvæðinu hafi bent á Akranes sem valkost fyrir þær konur sem óski eftir heimilislegra umhverfi. „Hér er öll þjónusta í boði því við erum alltaf bæði með svæfingarlækni og fæðingarlækni á vakt ef á þarf að halda,“ segir Hafdís og bætir við að þetta sé reyndar valkostur sem allar konur hafi, burtséð frá því hvar þær kunni að hafa búsetu á landinu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Sjá meira
Fæðingum á sjúkrahúsinu á Akranesi hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og hafa verið á bilinu 250 til 270 á ári. Metið var slegið árið 2010 þegar fæðingar voru 358. Hafdís Rúnarsdóttir ljósmóðir segir ástæðuna meðal annars að konur fái að liggja inni í 36 klukkutíma eftir eðlilega fæðingu og í 48 tíma eftir keisaraskurð eða erfiðari fæðingar. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala er miðað við að konur sem fæða fyrsta barn liggi í 12 tíma eftir eðlilega fæðingu, annars 24 tíma.Hafdís Rúnarsdóttir, ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akranesi.MYND/ALDÍS PÁLSDÓTTIRHafdís segir einnig að hluti kvenna, meðal annars af Snæfellsnesi og frá Hvammstanga, fái að liggja fulla sængurlegu þar sem heimaþjónusta sé ekki í boði í þeirra heimabyggð. Þetta eigi einnig við um allar konur sem óski eftir því að fæða á Akranesi til að liggja inni í þrjá til fjóra daga. „Það hefur einnig verið jöfn og þétt aukning, sérstaklega frá nágrannabyggðum okkar eins og Mosfellsbæ og Kjalarnesi.“ Vegalengdin sé ekkert vandamál. „Ég bý sjálf í Mosfellsbæ og er 25 mínútur hingað, plan í plan. Ég myndi ekki alltaf komast á þeim tíma niður á Landspítala.“ Þá segir Hafdís að ljósmæður sem sinni mæðravernd á Stór-Reykjavíkursvæðinu hafi bent á Akranes sem valkost fyrir þær konur sem óski eftir heimilislegra umhverfi. „Hér er öll þjónusta í boði því við erum alltaf bæði með svæfingarlækni og fæðingarlækni á vakt ef á þarf að halda,“ segir Hafdís og bætir við að þetta sé reyndar valkostur sem allar konur hafi, burtséð frá því hvar þær kunni að hafa búsetu á landinu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Sjá meira