Fótbolti

Rúnar Alex í liði umferðarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Alex hélt hreinu í langþráðum sigri Nordsjælland á föstudaginn.
Rúnar Alex hélt hreinu í langþráðum sigri Nordsjælland á föstudaginn. vísir/getty
Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Nordsjælland, var valinn í lið 7. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar hjá Tipsbladet.

Rúnar Alex hélt marki sínu hreinu þegar Nordsjælland sótti sigur til Lyngby á föstudaginn var.

Rúnar Alex hefur spilað alla sjö leiki Nordsjælland á tímabilinu og haldið hreinu í tveimur þeirra en það eru einmitt einu sigurleikir liðsins í dönsku deildinni. Nordsjælland er í 11. sæti deildarinnar með sjö stig.

Rúnar Alex kom til Nordsjælland frá KR fyrir tveimur árum og virðist núna vera búinn að festa sig í sessi sem aðalmarkvörður liðsins.

Rúnar Alex er einnig aðalmarkvörður U-21 árs landsliðsins sem mætir N-Írlandi og Frakklandi í undankeppni EM 2017 á næstu dögum.

Rúnar Alex hefur alls leikið 13 leiki fyrir U-21 árs landsliðið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×