Fyrsta dauðsfall Tyrkja í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2016 22:43 Tyrkneskir hermenn nærri Jarablus. Vísir/AFP Fyrsti tyrkneski hermaðurinn lét lífið í Sýrlandi í dag. Hann var um borð í skriðdreka sem eyðilagður var af bandamönnum Kúrda. Kúrdar segjast hafa eyðilagt þrjá skriðdreka Tyrkja en þrír menn eru særðir.Samkvæmt frétt Reuters hafa Kúrdar ekki tekið beinan þátt í átökunum sem blossuðu upp í dag, en þess í stað berjast Tyrkir við bandamenn Kúrda sem eru Arabar. Sýrlenskir Kúrdar og vopnaðir hópar Araba stofnuðu regnhlífarsamtökin SDF (Syrian Democratic Forces) til þess að berjast sameiginlega gegn Íslamska ríkinu í norðanverðu Sýrlandi. Aðgerðir Tyrkja hófust á miðvikudaginn og en innrásin er í raun gerð með sýrlenskum uppreisnarmönnum sem Tyrkir styðja með um 50 skriðdrekum, loftárásum og sérsveitarmönnum. Markmið aðgerðanna er tvíþætt. Það er að reka vígamenn Íslamska ríkisins frá landamærum Tyrklands og koma í veg fyrir sókn sýrlenskra Kúdra vestur fyrir Efratána. SDF hafa tekið stóran hluta af norðanverðu Sýrlandi af vígamönnum Íslamska ríkisins með stuðningi Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja. Yfirvöld í Tyrklandi líta á sýrlenska Kúrda, YPG, sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi. Bæði YPG og Tyrkir eru bandamenn Bandaríkjanna í baráttunni gegn ISIS. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í vikunni að Kúrdar yrðu að hörfa austur fyrir Efratána. Annars myndu Bandaríkin hætta stuðningi sínum við Kúrda. Aðgerðir Tyrkja hafa valdið mikilli spennu á svæðinu og bætt við hina miklu flækju fylkinga sem átökin í Sýrlandi eru. Mið-Austurlönd Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Fyrsti tyrkneski hermaðurinn lét lífið í Sýrlandi í dag. Hann var um borð í skriðdreka sem eyðilagður var af bandamönnum Kúrda. Kúrdar segjast hafa eyðilagt þrjá skriðdreka Tyrkja en þrír menn eru særðir.Samkvæmt frétt Reuters hafa Kúrdar ekki tekið beinan þátt í átökunum sem blossuðu upp í dag, en þess í stað berjast Tyrkir við bandamenn Kúrda sem eru Arabar. Sýrlenskir Kúrdar og vopnaðir hópar Araba stofnuðu regnhlífarsamtökin SDF (Syrian Democratic Forces) til þess að berjast sameiginlega gegn Íslamska ríkinu í norðanverðu Sýrlandi. Aðgerðir Tyrkja hófust á miðvikudaginn og en innrásin er í raun gerð með sýrlenskum uppreisnarmönnum sem Tyrkir styðja með um 50 skriðdrekum, loftárásum og sérsveitarmönnum. Markmið aðgerðanna er tvíþætt. Það er að reka vígamenn Íslamska ríkisins frá landamærum Tyrklands og koma í veg fyrir sókn sýrlenskra Kúdra vestur fyrir Efratána. SDF hafa tekið stóran hluta af norðanverðu Sýrlandi af vígamönnum Íslamska ríkisins með stuðningi Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja. Yfirvöld í Tyrklandi líta á sýrlenska Kúrda, YPG, sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi. Bæði YPG og Tyrkir eru bandamenn Bandaríkjanna í baráttunni gegn ISIS. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í vikunni að Kúrdar yrðu að hörfa austur fyrir Efratána. Annars myndu Bandaríkin hætta stuðningi sínum við Kúrda. Aðgerðir Tyrkja hafa valdið mikilli spennu á svæðinu og bætt við hina miklu flækju fylkinga sem átökin í Sýrlandi eru.
Mið-Austurlönd Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira