Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2016 14:45 Tyrkneskir skriðdrekar á leið til Jarablus. Vísir/Getty Sýrlenskir Kúrdar (YPG) ætla sér að hörfa aftur austur fyrir Efratána eftir að Tyrkir kröfðust þess. Stjórnvöld í Ankara gáfu YPG viku til að yfirgefa bæinn Manbij, sem Kúrdar frelsuðu úr haldi Íslamska ríkisins fyrr í mánuðinum. Fjölmennar sveitir uppreisnarhópa gerðu í gær árás á landamærabæinn Jarablus og studdu Tyrkir árásina með skriðdrekum, sérsveitum og loftárásum. Síðan þá hafa fleiri skriðdrekar verið sendir yfir landamærin. Tyrkland býr yfir næst stærsta her Atlantshafsbandalagsins. Fikri Isik, varnarmálaráðherra Tyrklands, sagði í dag að markmið aðgerðanna væri tvíþætt. Þau væru að tryggja öryggi á landamærum Tyrklands og Sýrlands og að ganga úr skugga um að sýrlenskir Kúrdar fari af svæðinu. Íslamska ríkið hefur þó verið við völd við landamæri Tyrklands í tvö ár án þess að Tyrkir hafi gripið til vopna.Hér á kortinu má sjá Manbij, sem er nú í höndum SDF. Það eru regnhlífasamtök yfir YPG (Kúrda í Sýrlandi) og sveitir Araba sem hafa sótt mikið fram gegn Íslamska ríkinu.Tyrkir tóku bæinn Jarablus, sem liggur norður af Manbij mjög fljótlega og nánast án mótspyrnu í gær en barirst er í nærliggjandi þorpum. Þeir krefjast þess að Kúrdar yfirgefi Manbij og haldi aftur austur yrir Efratána og segja það óásættanlegt að Kúrar taki svæði vestur af áni. Yfirvöld í Tyrklandi líta á YPG sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi. Stjórnvöld Bashar al Assad, forseta Sýrlands, hafa mótmælt innrás Tyrklands harkalega og segja hana brjóta gegn fullveldi Sýrlands. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, studdi í gær kröfu Tyrkja og sagði nauðsynlegt að Kúrdar færu aftur yfir Efratána. Annars myndu Bandaríkin hætta stuðningi sínum við þá. Kúrdar hafa sótt hart fram gegn ISIS og lagt undir sig stór svæði í norðanverðu Sýrlandi með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja. Bærinn Jarablus er nú í höndum uppreisnarhópa sem Tyrkir styðja. Ekki liggur fyrir hvort að sóknin muni halda áfram suður að Mabij eða ekki. Kúrdar hafa yfirgefið Manjib, samkvæmt AP fréttaveitunni, en þeir hafa þó ekki farið aftur yfir Efratána. Tyrkir hafja sagt að hermenn þeirra verði í Sýrlandi þar til Kúrdar hörfi í austur og þar til Íslamska ríkið ógnar ekki uppreisnarmönnunum sem þeir styðja. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Hart sótt að ISIS Hinn hernaðarlegi mikilvægi bær Manbij í Sýrlandi hefur verið frelsaður úr höndum ISIS. 6. ágúst 2016 11:14 Íbúar Manbij fagna frelsinu Íslamska ríkið ræður ekki lengur lögum og lofum í Manbij í Sýrlandi. 13. ágúst 2016 21:56 Hernaðarlega mikilvægur bær úr höndum ISIS Sýrlenskir uppreisnarmenn, dyggilega studdir af tyrkneska hernum og þeim bandaríska úr lofti, hafa náð bænum Jarablus úr klóm ISIS. 24. ágúst 2016 23:30 Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar (YPG) ætla sér að hörfa aftur austur fyrir Efratána eftir að Tyrkir kröfðust þess. Stjórnvöld í Ankara gáfu YPG viku til að yfirgefa bæinn Manbij, sem Kúrdar frelsuðu úr haldi Íslamska ríkisins fyrr í mánuðinum. Fjölmennar sveitir uppreisnarhópa gerðu í gær árás á landamærabæinn Jarablus og studdu Tyrkir árásina með skriðdrekum, sérsveitum og loftárásum. Síðan þá hafa fleiri skriðdrekar verið sendir yfir landamærin. Tyrkland býr yfir næst stærsta her Atlantshafsbandalagsins. Fikri Isik, varnarmálaráðherra Tyrklands, sagði í dag að markmið aðgerðanna væri tvíþætt. Þau væru að tryggja öryggi á landamærum Tyrklands og Sýrlands og að ganga úr skugga um að sýrlenskir Kúrdar fari af svæðinu. Íslamska ríkið hefur þó verið við völd við landamæri Tyrklands í tvö ár án þess að Tyrkir hafi gripið til vopna.Hér á kortinu má sjá Manbij, sem er nú í höndum SDF. Það eru regnhlífasamtök yfir YPG (Kúrda í Sýrlandi) og sveitir Araba sem hafa sótt mikið fram gegn Íslamska ríkinu.Tyrkir tóku bæinn Jarablus, sem liggur norður af Manbij mjög fljótlega og nánast án mótspyrnu í gær en barirst er í nærliggjandi þorpum. Þeir krefjast þess að Kúrdar yfirgefi Manbij og haldi aftur austur yrir Efratána og segja það óásættanlegt að Kúrar taki svæði vestur af áni. Yfirvöld í Tyrklandi líta á YPG sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi. Stjórnvöld Bashar al Assad, forseta Sýrlands, hafa mótmælt innrás Tyrklands harkalega og segja hana brjóta gegn fullveldi Sýrlands. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, studdi í gær kröfu Tyrkja og sagði nauðsynlegt að Kúrdar færu aftur yfir Efratána. Annars myndu Bandaríkin hætta stuðningi sínum við þá. Kúrdar hafa sótt hart fram gegn ISIS og lagt undir sig stór svæði í norðanverðu Sýrlandi með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja. Bærinn Jarablus er nú í höndum uppreisnarhópa sem Tyrkir styðja. Ekki liggur fyrir hvort að sóknin muni halda áfram suður að Mabij eða ekki. Kúrdar hafa yfirgefið Manjib, samkvæmt AP fréttaveitunni, en þeir hafa þó ekki farið aftur yfir Efratána. Tyrkir hafja sagt að hermenn þeirra verði í Sýrlandi þar til Kúrdar hörfi í austur og þar til Íslamska ríkið ógnar ekki uppreisnarmönnunum sem þeir styðja.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Hart sótt að ISIS Hinn hernaðarlegi mikilvægi bær Manbij í Sýrlandi hefur verið frelsaður úr höndum ISIS. 6. ágúst 2016 11:14 Íbúar Manbij fagna frelsinu Íslamska ríkið ræður ekki lengur lögum og lofum í Manbij í Sýrlandi. 13. ágúst 2016 21:56 Hernaðarlega mikilvægur bær úr höndum ISIS Sýrlenskir uppreisnarmenn, dyggilega studdir af tyrkneska hernum og þeim bandaríska úr lofti, hafa náð bænum Jarablus úr klóm ISIS. 24. ágúst 2016 23:30 Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45
Hart sótt að ISIS Hinn hernaðarlegi mikilvægi bær Manbij í Sýrlandi hefur verið frelsaður úr höndum ISIS. 6. ágúst 2016 11:14
Íbúar Manbij fagna frelsinu Íslamska ríkið ræður ekki lengur lögum og lofum í Manbij í Sýrlandi. 13. ágúst 2016 21:56
Hernaðarlega mikilvægur bær úr höndum ISIS Sýrlenskir uppreisnarmenn, dyggilega studdir af tyrkneska hernum og þeim bandaríska úr lofti, hafa náð bænum Jarablus úr klóm ISIS. 24. ágúst 2016 23:30
Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41