Á fullu við að standsetja nýtt stúdíó gyða lóa ólafsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 10:00 Logi segir framkvæmdirnar ganga vel og vonir standa til að húsnæðið verði tilbúið í byrjun september. „Við erum sem sagt að flytja í nýtt húsnæði og erum að byggja og hanna rýmið og reyna að gera þetta að próper vinnuaðstöðu,“ segir tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson en útgáfufyrirtækið Les Fréres Stefson ásamt útgáfunni Sticky Records hafa undanfarnar vikur unnið hörðum höndum að endurbótum á húsnæði í miðbænum sem hýsa mun bæði fyrirtækin. „Við byrjuðum á að rífa eitthvað niður og flota allt,“ segir Logi en auk þess að njóta dyggrar aðstoðar fagmanna í byggingabransanum hefur Logi ásamt hinum látið hendur standa fram úr ermum í framkvæmdunum. Vonir standa til að húsnæðið verði tilbúið í byrjun september og þá verði hafist handa við að hlaða út slögurum. Það er hins vegar ekki nóg að reisa veggi og flota gólf og leitar Logi eftir góðum ábendingum um smekklegar mublur, lampa og plastplöntur. Fyrir utan framkvæmdir og fyrirhugaða hljóðversflutninga er annars nóg um að vera hjá Loga en hann er með puttana í fjölmörgum tónlistarverkefnum. Næst á döfinni er að hita upp fyrir poppprinsinn Justin Bieber með Sturla Atlas og stuttu eftir það leggja þeir félagar land undir fót. „Nú erum við að undirbúa fyrsta Evrópugigg Sturla Atlas. Það er núna rétt eftir Bieber-ævintýrið,“ segir Logi en þá spila þeir ásamt bandarísku tónlistarkonunni Nite-Jewel í London. Það er óhætt að segja að það sé nóg um að vera hjá Sturla Atlas, því stutt er síðan vefsíða tímaritsins i-D birti greinargóða úttekt á sveitinni ásamt myndbandi. Hljómsveitin Retro Stefson er svo á leið í tónleikaferð í október en sveitin fagnar tíu ára afmæli á þessu ári og segir Logi að von sé á tilkynningu frá sveitinni síðar. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
„Við erum sem sagt að flytja í nýtt húsnæði og erum að byggja og hanna rýmið og reyna að gera þetta að próper vinnuaðstöðu,“ segir tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson en útgáfufyrirtækið Les Fréres Stefson ásamt útgáfunni Sticky Records hafa undanfarnar vikur unnið hörðum höndum að endurbótum á húsnæði í miðbænum sem hýsa mun bæði fyrirtækin. „Við byrjuðum á að rífa eitthvað niður og flota allt,“ segir Logi en auk þess að njóta dyggrar aðstoðar fagmanna í byggingabransanum hefur Logi ásamt hinum látið hendur standa fram úr ermum í framkvæmdunum. Vonir standa til að húsnæðið verði tilbúið í byrjun september og þá verði hafist handa við að hlaða út slögurum. Það er hins vegar ekki nóg að reisa veggi og flota gólf og leitar Logi eftir góðum ábendingum um smekklegar mublur, lampa og plastplöntur. Fyrir utan framkvæmdir og fyrirhugaða hljóðversflutninga er annars nóg um að vera hjá Loga en hann er með puttana í fjölmörgum tónlistarverkefnum. Næst á döfinni er að hita upp fyrir poppprinsinn Justin Bieber með Sturla Atlas og stuttu eftir það leggja þeir félagar land undir fót. „Nú erum við að undirbúa fyrsta Evrópugigg Sturla Atlas. Það er núna rétt eftir Bieber-ævintýrið,“ segir Logi en þá spila þeir ásamt bandarísku tónlistarkonunni Nite-Jewel í London. Það er óhætt að segja að það sé nóg um að vera hjá Sturla Atlas, því stutt er síðan vefsíða tímaritsins i-D birti greinargóða úttekt á sveitinni ásamt myndbandi. Hljómsveitin Retro Stefson er svo á leið í tónleikaferð í október en sveitin fagnar tíu ára afmæli á þessu ári og segir Logi að von sé á tilkynningu frá sveitinni síðar.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira