Partur af því að vera til Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 10:00 "Ég ætla að hafa eitthvert smáfjör á völdum stað fyrir helstu móðursystur. Aðeins að minna fólk á mig,“ segir afmælisbarn dagsins, Bragi Valdimar. Vísir/Hanna „Mér finnst stórkostlegt að eiga afmæli,“ segir Bragi Valdimar Skúlason sem er fertugur í dag. „Það er partur af því að vera til og að láta minna sig reglulega á það,“ bætir hann við heimspekilega áður en grínið tekur völdin. „Svo fær maður fullt af kveðjum á Fésbók og stóra pakka. Ég er farinn að fá pakka bara á tíu ára fresti og nú er tilefni til að gleðja mig!“ En hvað langar þig helst í? spyr ég og bendi honum á tækifærið til að birta óskalista. „Bara einhverja sjaldgæfa Pokémona, er það ekki það sem alla dreymir um? – Held reyndar að það sé ekki hægt að gefa svoleiðis. Fólk verður bara að gefa mér aðgang að bankareikningunum sínum.“ Dregur svo í land. „Nei annars – mig vantar nú ekki margt.“ Bragi Valdimar ætlar hins vegar að gefa þjóðinni gjöf á næstu dögum því 4. september byrjar ný Orðbragðsþáttaröð í sjónvarpinu sem hann sér um, ásamt Brynju Þorgeirsdóttur. „Þar er bara meira af því sama og síðast, orðbragðið okkar er ótæmandi brunnur og alltaf af nógu að taka,“ segir hann. Ekki kveðst hann punkta hjá sér hugmyndir fyrir þáttinn dagsdaglega heldur poppi þær sjálfkrafa upp þegar þau Brynja byrji að undirbúa þættina. „Við þurfum að henda miklu fleiri hugmyndum en við komum fyrir. Það varð líka eins árs hlé hjá okkur og þá safnaðist í hugmyndabankann.“ En ætlar Bragi Valdimar að halda upp á afmælið í dag? „Ég ætla að hafa eitthvert smáfjör á völdum stað fyrir helstu móðursystur. Aðeins að minna fólk á mig.“ Hann kveðst alltaf hafa átt prýðileg afmæli. „Þriggja ára afmælið hefur örugglega verið hressandi. Ég reyni bara að hafa þetta svipað. Hafa nógu stóra köku – í hlutfalli við mig!“ Þegar Bragi Valdimar er spurður í lokin hvernig hann vilji láta titla sig í viðtalinu vefst það aðeins fyrir honum. „Kallaðu mig bara sumtmúligmann!“ verður niðurstaðan.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst 2016. Lífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
„Mér finnst stórkostlegt að eiga afmæli,“ segir Bragi Valdimar Skúlason sem er fertugur í dag. „Það er partur af því að vera til og að láta minna sig reglulega á það,“ bætir hann við heimspekilega áður en grínið tekur völdin. „Svo fær maður fullt af kveðjum á Fésbók og stóra pakka. Ég er farinn að fá pakka bara á tíu ára fresti og nú er tilefni til að gleðja mig!“ En hvað langar þig helst í? spyr ég og bendi honum á tækifærið til að birta óskalista. „Bara einhverja sjaldgæfa Pokémona, er það ekki það sem alla dreymir um? – Held reyndar að það sé ekki hægt að gefa svoleiðis. Fólk verður bara að gefa mér aðgang að bankareikningunum sínum.“ Dregur svo í land. „Nei annars – mig vantar nú ekki margt.“ Bragi Valdimar ætlar hins vegar að gefa þjóðinni gjöf á næstu dögum því 4. september byrjar ný Orðbragðsþáttaröð í sjónvarpinu sem hann sér um, ásamt Brynju Þorgeirsdóttur. „Þar er bara meira af því sama og síðast, orðbragðið okkar er ótæmandi brunnur og alltaf af nógu að taka,“ segir hann. Ekki kveðst hann punkta hjá sér hugmyndir fyrir þáttinn dagsdaglega heldur poppi þær sjálfkrafa upp þegar þau Brynja byrji að undirbúa þættina. „Við þurfum að henda miklu fleiri hugmyndum en við komum fyrir. Það varð líka eins árs hlé hjá okkur og þá safnaðist í hugmyndabankann.“ En ætlar Bragi Valdimar að halda upp á afmælið í dag? „Ég ætla að hafa eitthvert smáfjör á völdum stað fyrir helstu móðursystur. Aðeins að minna fólk á mig.“ Hann kveðst alltaf hafa átt prýðileg afmæli. „Þriggja ára afmælið hefur örugglega verið hressandi. Ég reyni bara að hafa þetta svipað. Hafa nógu stóra köku – í hlutfalli við mig!“ Þegar Bragi Valdimar er spurður í lokin hvernig hann vilji láta titla sig í viðtalinu vefst það aðeins fyrir honum. „Kallaðu mig bara sumtmúligmann!“ verður niðurstaðan.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst 2016.
Lífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira