Sport

Lochte ætlar að dansa sig inn í hjörtu þjóðarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ryan Lochte.
Ryan Lochte. vísir/getty
Sundkappinn Ryan Lochte féll rækilega af stalli sínum á ÓL í Ríó er lygar hans sprungu í andlitið á honum.

Bandaríska Ólympíunefndin fordæmdi hegðun hans og styktaraðilar hans kvöddu. Hann varð af miklum tekjum.

Lochte hélt því fram í Ríó að hann hefði verið rændur af vopnuðum mönnum en síðar kom í ljós að hann hefði ollið skemmdum á bensínstöð.

Nú herma heimildir bandarískra fjölmiðla að Lochte ætli sér að taka þátt í þættinum vinsæla „Dancing with the Stars“.

Þar mun Lochte reyna að dansa sig inn í hjörtu þjóðarinnar á nýjan leik og ekki er verra að hann fær líka borgað fyrir og veitir ekki af þar sem Ralph Lauren og Speedo hafa sagt skilið við hann.


Tengdar fréttir

Lochte biðst afsökunar

Bandaríski sundkappinn Ryan Lochte hefur loksins rofið þögnina en ekkert hefur heyrst í honum síðan hann náði að sleppa frá Ríó til Bandaríkjanna.

Bandaríska Ólympíunefndin biðst afsökunar

Það er nú orðið ljóst að Ryan Lochte og þrír sundfélagar hans lugu um að hafa verið rændir í tilraun til þess að hylma yfir skemmdarverk á bensínstöð.

Lochte neitaði að hlýða ræningjunum

Eins og fram kom á Vísi í gær var bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte rændur snemma sunnudags, þegar hann sneri heim úr samkvæmi í Ríó þar sem Ólympíuleikarnir fara fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×