Svarthvítur heimur Dýraverndunarsambandsins Einar Freyr Elínarson skrifar 25. ágúst 2016 13:26 Er fólk illkvittið? Er ástæða þess að illa er hugsað um dýr slæmt innræti þess sem á að sjá um þau? Ef þú spyrð Dýraverndunarsamband Íslands að þá er svarið vafalaust já. Erfitt er að lesa annað úr fréttum en að svipta eigi þá bændur opinberum greiðslum sem verða uppvísir að slæmri meðferð á dýrum. Reynum að setja þetta í samhengi.Foreldri verður uppvís að slæmri meðferð á barninu sínu. Það er hræðilegt, allir eru sammála um að slíkt eigi ekki að viðgangast. En er besta úrræðið í alvörunni að sekta foreldrið? Erum við svo blind að halda að aðstæður barnsins batni ef foreldrið er sektað? Nei að sjálfsögðu ekki. Í þeim málum erum við með fagfólk sem að metur aðstæður fjölskyldunnar og leggur til ákveðin úrræði til þess að vinna á vandanum. Orsakirnar eru yfirleitt félagsleg vandamál. Lagt er upp með að fá foreldra til samstarfs við félagsráðgjafa eða sálfræðing til þess að bæta ástandið.Af hverju erum við þá svona blind fyrir því að hið sama geti verið upp á teningnum þegar kemur að dýravernd?Er það virkilega svo langsótt að ástæður þess að fólk getur ekki hugsað um dýrin sín séu félagslegs eðlis?Þessu þarf að breyta. Það gerist ekki nema með hugarfarsbreytingu. Um leið og það tekst getum við farið að beita réttum leiðum og verkfærum til að ráðast að rót vandans.Við eigum ekki að kippa fótunum undan fólki sem þegar stendur höllum fæti í lífinu. Að beita sektum og niðurlægingu er eins og að hella olíu á eldinn. Félagslegum vandamálum verður ekki eytt með slíkum aðferðum.Við þurfum bara að átta okkur á því að heimurinn er ekki svarthvítur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Er fólk illkvittið? Er ástæða þess að illa er hugsað um dýr slæmt innræti þess sem á að sjá um þau? Ef þú spyrð Dýraverndunarsamband Íslands að þá er svarið vafalaust já. Erfitt er að lesa annað úr fréttum en að svipta eigi þá bændur opinberum greiðslum sem verða uppvísir að slæmri meðferð á dýrum. Reynum að setja þetta í samhengi.Foreldri verður uppvís að slæmri meðferð á barninu sínu. Það er hræðilegt, allir eru sammála um að slíkt eigi ekki að viðgangast. En er besta úrræðið í alvörunni að sekta foreldrið? Erum við svo blind að halda að aðstæður barnsins batni ef foreldrið er sektað? Nei að sjálfsögðu ekki. Í þeim málum erum við með fagfólk sem að metur aðstæður fjölskyldunnar og leggur til ákveðin úrræði til þess að vinna á vandanum. Orsakirnar eru yfirleitt félagsleg vandamál. Lagt er upp með að fá foreldra til samstarfs við félagsráðgjafa eða sálfræðing til þess að bæta ástandið.Af hverju erum við þá svona blind fyrir því að hið sama geti verið upp á teningnum þegar kemur að dýravernd?Er það virkilega svo langsótt að ástæður þess að fólk getur ekki hugsað um dýrin sín séu félagslegs eðlis?Þessu þarf að breyta. Það gerist ekki nema með hugarfarsbreytingu. Um leið og það tekst getum við farið að beita réttum leiðum og verkfærum til að ráðast að rót vandans.Við eigum ekki að kippa fótunum undan fólki sem þegar stendur höllum fæti í lífinu. Að beita sektum og niðurlægingu er eins og að hella olíu á eldinn. Félagslegum vandamálum verður ekki eytt með slíkum aðferðum.Við þurfum bara að átta okkur á því að heimurinn er ekki svarthvítur.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar