Svarthvítur heimur Dýraverndunarsambandsins Einar Freyr Elínarson skrifar 25. ágúst 2016 13:26 Er fólk illkvittið? Er ástæða þess að illa er hugsað um dýr slæmt innræti þess sem á að sjá um þau? Ef þú spyrð Dýraverndunarsamband Íslands að þá er svarið vafalaust já. Erfitt er að lesa annað úr fréttum en að svipta eigi þá bændur opinberum greiðslum sem verða uppvísir að slæmri meðferð á dýrum. Reynum að setja þetta í samhengi.Foreldri verður uppvís að slæmri meðferð á barninu sínu. Það er hræðilegt, allir eru sammála um að slíkt eigi ekki að viðgangast. En er besta úrræðið í alvörunni að sekta foreldrið? Erum við svo blind að halda að aðstæður barnsins batni ef foreldrið er sektað? Nei að sjálfsögðu ekki. Í þeim málum erum við með fagfólk sem að metur aðstæður fjölskyldunnar og leggur til ákveðin úrræði til þess að vinna á vandanum. Orsakirnar eru yfirleitt félagsleg vandamál. Lagt er upp með að fá foreldra til samstarfs við félagsráðgjafa eða sálfræðing til þess að bæta ástandið.Af hverju erum við þá svona blind fyrir því að hið sama geti verið upp á teningnum þegar kemur að dýravernd?Er það virkilega svo langsótt að ástæður þess að fólk getur ekki hugsað um dýrin sín séu félagslegs eðlis?Þessu þarf að breyta. Það gerist ekki nema með hugarfarsbreytingu. Um leið og það tekst getum við farið að beita réttum leiðum og verkfærum til að ráðast að rót vandans.Við eigum ekki að kippa fótunum undan fólki sem þegar stendur höllum fæti í lífinu. Að beita sektum og niðurlægingu er eins og að hella olíu á eldinn. Félagslegum vandamálum verður ekki eytt með slíkum aðferðum.Við þurfum bara að átta okkur á því að heimurinn er ekki svarthvítur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Er fólk illkvittið? Er ástæða þess að illa er hugsað um dýr slæmt innræti þess sem á að sjá um þau? Ef þú spyrð Dýraverndunarsamband Íslands að þá er svarið vafalaust já. Erfitt er að lesa annað úr fréttum en að svipta eigi þá bændur opinberum greiðslum sem verða uppvísir að slæmri meðferð á dýrum. Reynum að setja þetta í samhengi.Foreldri verður uppvís að slæmri meðferð á barninu sínu. Það er hræðilegt, allir eru sammála um að slíkt eigi ekki að viðgangast. En er besta úrræðið í alvörunni að sekta foreldrið? Erum við svo blind að halda að aðstæður barnsins batni ef foreldrið er sektað? Nei að sjálfsögðu ekki. Í þeim málum erum við með fagfólk sem að metur aðstæður fjölskyldunnar og leggur til ákveðin úrræði til þess að vinna á vandanum. Orsakirnar eru yfirleitt félagsleg vandamál. Lagt er upp með að fá foreldra til samstarfs við félagsráðgjafa eða sálfræðing til þess að bæta ástandið.Af hverju erum við þá svona blind fyrir því að hið sama geti verið upp á teningnum þegar kemur að dýravernd?Er það virkilega svo langsótt að ástæður þess að fólk getur ekki hugsað um dýrin sín séu félagslegs eðlis?Þessu þarf að breyta. Það gerist ekki nema með hugarfarsbreytingu. Um leið og það tekst getum við farið að beita réttum leiðum og verkfærum til að ráðast að rót vandans.Við eigum ekki að kippa fótunum undan fólki sem þegar stendur höllum fæti í lífinu. Að beita sektum og niðurlægingu er eins og að hella olíu á eldinn. Félagslegum vandamálum verður ekki eytt með slíkum aðferðum.Við þurfum bara að átta okkur á því að heimurinn er ekki svarthvítur.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar