Blómstrandi kvikmyndaiðnaður á Íslandi 24. ágúst 2016 10:00 Á árinu 2008 voru fyrirtæki sem að einhverju leyti störfuðu við sjónvarps- eða kvikmyndagerð 304 talsins og 2014 voru þau orðin 564. Þetta er áhugavert, sérstaklega í ljósi þeirra vinsælda sem Ísland nýtur sem tökustaður fyrir erlendar stórmyndir. Ísland er í tísku og myndbönd frá frægu fólki baðandi sig í íslenskum náttúruperlum minnka ekki vinsældir landsins. Markaðssókn okkar Íslendinga í þessa veru hefur því skilað sér vel bæði beint og óbeint til íslensku kvikmyndafyrirtækjanna. Afþreyingariðnaðurinn í Ameríku leitar stöðugt leiða til þess að fanga nýja staði til að taka upp stórmyndir og vinsældir Íslands dvína ekki. Í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði voru 1.300 ársverk árið 2014. Skapandi greinar eru ekki lengur bara listform heldur eru í þeim gríðarleg viðskiptatækifæri, líka á Íslandi. Það er mikil samkeppni um áhugaverða tökustaði og hafa löndin í kringum okkur, líkt og við Íslendingar, brugðist við því með því að endurgreiða hluta framleiðslukostnaðarins í formi skattaafsláttar. Með þessari meðgjöf óx heildarvelta um rúm 37% frá árinu 2009. Þetta kom fram í skýrslu sem viðskiptadeild HÍ, kynnti á dögunum en skýrslan var unnin í samstarfi FRÍSK og SÍK um kvikmynda- og sjónvarpsmarkaðinn. Ýmsar ástæður eru fyrir vinsældum Íslands sem landi tækifæranna í kvikmyndagerð. Hin óspillta stórkostlega náttúra okkar beinlínis kallar á að vera mynduð. Fagmennska íslensku kvikmyndafyrirtækjanna er líka rómuð. Tækifæri til vaxtar eru mikil á þessu sviði og má segja að stjórnvöld hafi með aðgerðum sínum stuðlað að því að efla erlenda kvikmyndagerð á Íslandi. Endurgreiðslukerfi vegna kvikmyndagerðar hefur verið ein meginstoðin í eflingu innlendrar kvikmyndagerðar og stuðlað að fjölgun verkefna og auknu umfangi sem síðan hefur leitt af sér fjölgun fagstarfa á ársgrundvelli. Á þessu ári voru samþykkt lög um framlengingu á endurgreiðslukerfinu með hækkun úr 20 í 25% að tillögu iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Hækkun á endurgreiðsluprósentunni skiptir höfuðmáli í samkeppni við önnur lönd um tökustaði. Fyrirtæki í kvikmyndagerð hafa orðið vör við aukinn áhuga fyrir því að taka upp stórmyndir á Íslandi eftir að greinin frétti af hækkuninni og 2017 lofar góðu. Við erum því með enn eina atvinnugreinina þar sem tækifæri til vaxtar eru mikil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Á árinu 2008 voru fyrirtæki sem að einhverju leyti störfuðu við sjónvarps- eða kvikmyndagerð 304 talsins og 2014 voru þau orðin 564. Þetta er áhugavert, sérstaklega í ljósi þeirra vinsælda sem Ísland nýtur sem tökustaður fyrir erlendar stórmyndir. Ísland er í tísku og myndbönd frá frægu fólki baðandi sig í íslenskum náttúruperlum minnka ekki vinsældir landsins. Markaðssókn okkar Íslendinga í þessa veru hefur því skilað sér vel bæði beint og óbeint til íslensku kvikmyndafyrirtækjanna. Afþreyingariðnaðurinn í Ameríku leitar stöðugt leiða til þess að fanga nýja staði til að taka upp stórmyndir og vinsældir Íslands dvína ekki. Í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði voru 1.300 ársverk árið 2014. Skapandi greinar eru ekki lengur bara listform heldur eru í þeim gríðarleg viðskiptatækifæri, líka á Íslandi. Það er mikil samkeppni um áhugaverða tökustaði og hafa löndin í kringum okkur, líkt og við Íslendingar, brugðist við því með því að endurgreiða hluta framleiðslukostnaðarins í formi skattaafsláttar. Með þessari meðgjöf óx heildarvelta um rúm 37% frá árinu 2009. Þetta kom fram í skýrslu sem viðskiptadeild HÍ, kynnti á dögunum en skýrslan var unnin í samstarfi FRÍSK og SÍK um kvikmynda- og sjónvarpsmarkaðinn. Ýmsar ástæður eru fyrir vinsældum Íslands sem landi tækifæranna í kvikmyndagerð. Hin óspillta stórkostlega náttúra okkar beinlínis kallar á að vera mynduð. Fagmennska íslensku kvikmyndafyrirtækjanna er líka rómuð. Tækifæri til vaxtar eru mikil á þessu sviði og má segja að stjórnvöld hafi með aðgerðum sínum stuðlað að því að efla erlenda kvikmyndagerð á Íslandi. Endurgreiðslukerfi vegna kvikmyndagerðar hefur verið ein meginstoðin í eflingu innlendrar kvikmyndagerðar og stuðlað að fjölgun verkefna og auknu umfangi sem síðan hefur leitt af sér fjölgun fagstarfa á ársgrundvelli. Á þessu ári voru samþykkt lög um framlengingu á endurgreiðslukerfinu með hækkun úr 20 í 25% að tillögu iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Hækkun á endurgreiðsluprósentunni skiptir höfuðmáli í samkeppni við önnur lönd um tökustaði. Fyrirtæki í kvikmyndagerð hafa orðið vör við aukinn áhuga fyrir því að taka upp stórmyndir á Íslandi eftir að greinin frétti af hækkuninni og 2017 lofar góðu. Við erum því með enn eina atvinnugreinina þar sem tækifæri til vaxtar eru mikil.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar