Af hverju brjóta menn fjárfestingarreglu númer eitt? Skjóðan skrifar 24. ágúst 2016 11:00 Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hafa ekki nýtt auknar heimildir sem þeir hafa fengið að undanförnu til fjárfestinga erlendis. Þegar á þá er gengið um ástæður þessa er viðkvæðið að menn fjárfesti nú ekki erlendis bara til að fjárfesta erlendis. Í sjálfu sér er þetta alveg rétt hjá lífeyrissjóðamönnum. Raunin er hins vegar sú, að íslensku lífeyrissjóðirnir hafa undanfarin átta ár sætt mjög ströngum hömlum á fjárfestingar erlendis og á þeim tíma neyðst til að fjárfesta nær alla sína fjármuni hér á landi. Þetta hefur leitt til þess að lífeyrissjóðirnir eiga orðið drjúgan meirihluta í flestum ef ekki öllum fyrirtækjum, sem skráð eru í Nasdaq kauphöllinni í Reykjavík. Þeir eru ráðandi hluthafar í flestum fasteignafélögum og auk hlutafjáreignar sinnar eru þeir stærstu lánardrottnar flestra þessara sömu félaga. Þannig hefur áhætta íslenskra lífeyrissjóða þjappast saman frá hruni og eru nú ¾ hlutar eigna þeirra, og þar með áhættu, bundnir hér á landi í litla krónuhagkerfinu. Aðeins fjórðungur fjárfestinga sjóðanna er erlendis. Vissulega hefur ávöxtun innlendra eigna verið með miklum ágætum hér í í litla hagkerfinu þar sem krónan í höftum hefur risið og er nú orðin of sterk fyrir undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Hvergi á byggðu bóli fá lífeyrissjóðir svo háa vexti sem á Íslandi fyrir það eitt að láta peninga liggja í áhættulitlum fasteignalánum á 1. veðrétti. Þökk sé verðtryggingu og vaxtaokri. Gamaldags fjárfestingarhringekjur hafa skotið upp kollinum á hlutabréfamarkaði. Lífeyrissjóðirnir stofna Framtakssjóð sem kaupir eignir af bönkum, skráir þær á markað og selur þær svo með mikilli ávöxtun til eigenda sinna, lífeyrissjóðanna sjálfra. Svo versla lífeyrissjóðirnir með hlutabréfin í þessum félögum sín á milli. Allt minnir á 2007 nema nú eru það lífeyrissjóðirnir sjálfir sem standa í braskinu. Stjórnendur íslensku lífeyrissjóðanna virðast hins vegar hafa gleymt reglu númer eitt í fjármálafræðunum. Áhættu skal dreifa en ekki þjappa saman ef markmiðið er að hámarka ávöxtun til langs tíma. Ekki gengur að safna saman hverju sinni þeim eignaflokkum, sem mesta ávöxtun gefa, því þegar harðnar á dalnum hrapar ávöxtunin á eignasafninu í heild. Þess vegna mæla fjármálafræðin fyrir um að langtímaávöxtun sé mest hjá þeim sem fjárfesta í ólíkum eignaflokkum og ólíkum gjaldmiðlum, sem draga úr áhrifum markaðssveiflna á eignasafnið í heild. Þess vegna eiga lífeyrissjóðirnir að nýta til fulls allar heimildir til fjárfestinga erlendis, m.a. til að draga úr áhættunni sem er samofin íslensku krónunni. Efast einhverjir um að hennar bíði kollsteypa í fyrirsjáanlegri framtíð? Einhverjir aðrir en fjármálaráðherra og aðrir forystumenn ríkisstjórnarflokkanna? Skjóðan Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hafa ekki nýtt auknar heimildir sem þeir hafa fengið að undanförnu til fjárfestinga erlendis. Þegar á þá er gengið um ástæður þessa er viðkvæðið að menn fjárfesti nú ekki erlendis bara til að fjárfesta erlendis. Í sjálfu sér er þetta alveg rétt hjá lífeyrissjóðamönnum. Raunin er hins vegar sú, að íslensku lífeyrissjóðirnir hafa undanfarin átta ár sætt mjög ströngum hömlum á fjárfestingar erlendis og á þeim tíma neyðst til að fjárfesta nær alla sína fjármuni hér á landi. Þetta hefur leitt til þess að lífeyrissjóðirnir eiga orðið drjúgan meirihluta í flestum ef ekki öllum fyrirtækjum, sem skráð eru í Nasdaq kauphöllinni í Reykjavík. Þeir eru ráðandi hluthafar í flestum fasteignafélögum og auk hlutafjáreignar sinnar eru þeir stærstu lánardrottnar flestra þessara sömu félaga. Þannig hefur áhætta íslenskra lífeyrissjóða þjappast saman frá hruni og eru nú ¾ hlutar eigna þeirra, og þar með áhættu, bundnir hér á landi í litla krónuhagkerfinu. Aðeins fjórðungur fjárfestinga sjóðanna er erlendis. Vissulega hefur ávöxtun innlendra eigna verið með miklum ágætum hér í í litla hagkerfinu þar sem krónan í höftum hefur risið og er nú orðin of sterk fyrir undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Hvergi á byggðu bóli fá lífeyrissjóðir svo háa vexti sem á Íslandi fyrir það eitt að láta peninga liggja í áhættulitlum fasteignalánum á 1. veðrétti. Þökk sé verðtryggingu og vaxtaokri. Gamaldags fjárfestingarhringekjur hafa skotið upp kollinum á hlutabréfamarkaði. Lífeyrissjóðirnir stofna Framtakssjóð sem kaupir eignir af bönkum, skráir þær á markað og selur þær svo með mikilli ávöxtun til eigenda sinna, lífeyrissjóðanna sjálfra. Svo versla lífeyrissjóðirnir með hlutabréfin í þessum félögum sín á milli. Allt minnir á 2007 nema nú eru það lífeyrissjóðirnir sjálfir sem standa í braskinu. Stjórnendur íslensku lífeyrissjóðanna virðast hins vegar hafa gleymt reglu númer eitt í fjármálafræðunum. Áhættu skal dreifa en ekki þjappa saman ef markmiðið er að hámarka ávöxtun til langs tíma. Ekki gengur að safna saman hverju sinni þeim eignaflokkum, sem mesta ávöxtun gefa, því þegar harðnar á dalnum hrapar ávöxtunin á eignasafninu í heild. Þess vegna mæla fjármálafræðin fyrir um að langtímaávöxtun sé mest hjá þeim sem fjárfesta í ólíkum eignaflokkum og ólíkum gjaldmiðlum, sem draga úr áhrifum markaðssveiflna á eignasafnið í heild. Þess vegna eiga lífeyrissjóðirnir að nýta til fulls allar heimildir til fjárfestinga erlendis, m.a. til að draga úr áhættunni sem er samofin íslensku krónunni. Efast einhverjir um að hennar bíði kollsteypa í fyrirsjáanlegri framtíð? Einhverjir aðrir en fjármálaráðherra og aðrir forystumenn ríkisstjórnarflokkanna?
Skjóðan Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira