Af hverju brjóta menn fjárfestingarreglu númer eitt? Skjóðan skrifar 24. ágúst 2016 11:00 Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hafa ekki nýtt auknar heimildir sem þeir hafa fengið að undanförnu til fjárfestinga erlendis. Þegar á þá er gengið um ástæður þessa er viðkvæðið að menn fjárfesti nú ekki erlendis bara til að fjárfesta erlendis. Í sjálfu sér er þetta alveg rétt hjá lífeyrissjóðamönnum. Raunin er hins vegar sú, að íslensku lífeyrissjóðirnir hafa undanfarin átta ár sætt mjög ströngum hömlum á fjárfestingar erlendis og á þeim tíma neyðst til að fjárfesta nær alla sína fjármuni hér á landi. Þetta hefur leitt til þess að lífeyrissjóðirnir eiga orðið drjúgan meirihluta í flestum ef ekki öllum fyrirtækjum, sem skráð eru í Nasdaq kauphöllinni í Reykjavík. Þeir eru ráðandi hluthafar í flestum fasteignafélögum og auk hlutafjáreignar sinnar eru þeir stærstu lánardrottnar flestra þessara sömu félaga. Þannig hefur áhætta íslenskra lífeyrissjóða þjappast saman frá hruni og eru nú ¾ hlutar eigna þeirra, og þar með áhættu, bundnir hér á landi í litla krónuhagkerfinu. Aðeins fjórðungur fjárfestinga sjóðanna er erlendis. Vissulega hefur ávöxtun innlendra eigna verið með miklum ágætum hér í í litla hagkerfinu þar sem krónan í höftum hefur risið og er nú orðin of sterk fyrir undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Hvergi á byggðu bóli fá lífeyrissjóðir svo háa vexti sem á Íslandi fyrir það eitt að láta peninga liggja í áhættulitlum fasteignalánum á 1. veðrétti. Þökk sé verðtryggingu og vaxtaokri. Gamaldags fjárfestingarhringekjur hafa skotið upp kollinum á hlutabréfamarkaði. Lífeyrissjóðirnir stofna Framtakssjóð sem kaupir eignir af bönkum, skráir þær á markað og selur þær svo með mikilli ávöxtun til eigenda sinna, lífeyrissjóðanna sjálfra. Svo versla lífeyrissjóðirnir með hlutabréfin í þessum félögum sín á milli. Allt minnir á 2007 nema nú eru það lífeyrissjóðirnir sjálfir sem standa í braskinu. Stjórnendur íslensku lífeyrissjóðanna virðast hins vegar hafa gleymt reglu númer eitt í fjármálafræðunum. Áhættu skal dreifa en ekki þjappa saman ef markmiðið er að hámarka ávöxtun til langs tíma. Ekki gengur að safna saman hverju sinni þeim eignaflokkum, sem mesta ávöxtun gefa, því þegar harðnar á dalnum hrapar ávöxtunin á eignasafninu í heild. Þess vegna mæla fjármálafræðin fyrir um að langtímaávöxtun sé mest hjá þeim sem fjárfesta í ólíkum eignaflokkum og ólíkum gjaldmiðlum, sem draga úr áhrifum markaðssveiflna á eignasafnið í heild. Þess vegna eiga lífeyrissjóðirnir að nýta til fulls allar heimildir til fjárfestinga erlendis, m.a. til að draga úr áhættunni sem er samofin íslensku krónunni. Efast einhverjir um að hennar bíði kollsteypa í fyrirsjáanlegri framtíð? Einhverjir aðrir en fjármálaráðherra og aðrir forystumenn ríkisstjórnarflokkanna? Skjóðan Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hafa ekki nýtt auknar heimildir sem þeir hafa fengið að undanförnu til fjárfestinga erlendis. Þegar á þá er gengið um ástæður þessa er viðkvæðið að menn fjárfesti nú ekki erlendis bara til að fjárfesta erlendis. Í sjálfu sér er þetta alveg rétt hjá lífeyrissjóðamönnum. Raunin er hins vegar sú, að íslensku lífeyrissjóðirnir hafa undanfarin átta ár sætt mjög ströngum hömlum á fjárfestingar erlendis og á þeim tíma neyðst til að fjárfesta nær alla sína fjármuni hér á landi. Þetta hefur leitt til þess að lífeyrissjóðirnir eiga orðið drjúgan meirihluta í flestum ef ekki öllum fyrirtækjum, sem skráð eru í Nasdaq kauphöllinni í Reykjavík. Þeir eru ráðandi hluthafar í flestum fasteignafélögum og auk hlutafjáreignar sinnar eru þeir stærstu lánardrottnar flestra þessara sömu félaga. Þannig hefur áhætta íslenskra lífeyrissjóða þjappast saman frá hruni og eru nú ¾ hlutar eigna þeirra, og þar með áhættu, bundnir hér á landi í litla krónuhagkerfinu. Aðeins fjórðungur fjárfestinga sjóðanna er erlendis. Vissulega hefur ávöxtun innlendra eigna verið með miklum ágætum hér í í litla hagkerfinu þar sem krónan í höftum hefur risið og er nú orðin of sterk fyrir undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Hvergi á byggðu bóli fá lífeyrissjóðir svo háa vexti sem á Íslandi fyrir það eitt að láta peninga liggja í áhættulitlum fasteignalánum á 1. veðrétti. Þökk sé verðtryggingu og vaxtaokri. Gamaldags fjárfestingarhringekjur hafa skotið upp kollinum á hlutabréfamarkaði. Lífeyrissjóðirnir stofna Framtakssjóð sem kaupir eignir af bönkum, skráir þær á markað og selur þær svo með mikilli ávöxtun til eigenda sinna, lífeyrissjóðanna sjálfra. Svo versla lífeyrissjóðirnir með hlutabréfin í þessum félögum sín á milli. Allt minnir á 2007 nema nú eru það lífeyrissjóðirnir sjálfir sem standa í braskinu. Stjórnendur íslensku lífeyrissjóðanna virðast hins vegar hafa gleymt reglu númer eitt í fjármálafræðunum. Áhættu skal dreifa en ekki þjappa saman ef markmiðið er að hámarka ávöxtun til langs tíma. Ekki gengur að safna saman hverju sinni þeim eignaflokkum, sem mesta ávöxtun gefa, því þegar harðnar á dalnum hrapar ávöxtunin á eignasafninu í heild. Þess vegna mæla fjármálafræðin fyrir um að langtímaávöxtun sé mest hjá þeim sem fjárfesta í ólíkum eignaflokkum og ólíkum gjaldmiðlum, sem draga úr áhrifum markaðssveiflna á eignasafnið í heild. Þess vegna eiga lífeyrissjóðirnir að nýta til fulls allar heimildir til fjárfestinga erlendis, m.a. til að draga úr áhættunni sem er samofin íslensku krónunni. Efast einhverjir um að hennar bíði kollsteypa í fyrirsjáanlegri framtíð? Einhverjir aðrir en fjármálaráðherra og aðrir forystumenn ríkisstjórnarflokkanna?
Skjóðan Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira