Vinstri menn vilja fjölga borgarfulltrúum Sigríður Á. Andersen og Kjartan Magnússon skrifar 24. ágúst 2016 07:00 Á síðasta kjörtímabili þrýsti vinstri stjórnin þeirri lagabreytingu í gegnum þingið að skylt yrði að fjölga borgarfulltrúum í Reykjavík við næstu borgarstjórnarkosningar úr 15 í að lágmarki 23 en í allt að 31. Borgarfulltrúar í Reykjavík eru nú 15 og hafa aldrei verið fleiri að einu kjörtímabili undanskildu. Á kjörtímabilinu 1978-1982 var ákveðið að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 21 en á næsta kjörtímabili ákvað borgarstjórn að fækka þeim aftur og hefur síðan ekki séð ástæðu til að fjölga þeim aftur. Engin ástæða er til að löggjafinn þvingi borgaryfirvöld til fjölgunar borgarfulltrúa og að stækka þannig kerfið. Nú eru um átta þúsund kjósendur að baki hverjum borgarfulltrúa og er það svipað hlutfall og tíðkast í höfuðborgum Norðurlandanna. Sigríður hefur því ásamt sjö öðrum þingmönnum lagt fram og mælt fyrir frumvarpi á Alþingi sem afnemur þessa skyldu til fjölgunar borgarfulltrúa. Frumvarpið bíður þess nú að vera afgreitt úr nefnd til annarrar umræðu. Kjartan hefur ásamt öðrum borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins flutt tillögu um að borgarstjórn skori á Alþingi að breyta umræddu lagaákvæði þannig að borgarstjórn hafi sjálfdæmi um hvort borgarfulltrúum verði fjölgað eða ekki. Í umsögn forsætisnefndar borgarinnar um frumvarp Sigríðar er lagst gegn því. Vinstri flokkarnir í borgarstjórn, Samfylking, Björt framtíð, Píratar og Vinstri græn, styðja þar með að borgarfulltrúum í Reykjavík verði fjölgað um a.m.k. 53 prósent. Það vekur sérstaka athygli að vinstri flokkarnir í borgarstjórn styðji með þessum hætti að Alþingi taki ráðin af borgarstjórninni. En þar sem um er að ræða útþenslu kerfisins þarf það ekki að koma á óvart að vinstri flokkarnir líti til fjölgunar borgarfulltrúa með sérstakri velþóknun.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Tengdar fréttir Á vegamótum Sigurðar Inga Jóhannssonar var snarað upp í flýti eftir að fyrrverandi forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum vegna Panamaskjala og sænskra sjónvarpsviðtala. Frá fyrsta degi hefur hinni nýju stjórn orðið tíðrætt um erindi sitt og hin fjölmörgu mikilvægu mál sín, sem ljúka yrði fyrir kosningar. 5. september 2016 07:00 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili þrýsti vinstri stjórnin þeirri lagabreytingu í gegnum þingið að skylt yrði að fjölga borgarfulltrúum í Reykjavík við næstu borgarstjórnarkosningar úr 15 í að lágmarki 23 en í allt að 31. Borgarfulltrúar í Reykjavík eru nú 15 og hafa aldrei verið fleiri að einu kjörtímabili undanskildu. Á kjörtímabilinu 1978-1982 var ákveðið að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 21 en á næsta kjörtímabili ákvað borgarstjórn að fækka þeim aftur og hefur síðan ekki séð ástæðu til að fjölga þeim aftur. Engin ástæða er til að löggjafinn þvingi borgaryfirvöld til fjölgunar borgarfulltrúa og að stækka þannig kerfið. Nú eru um átta þúsund kjósendur að baki hverjum borgarfulltrúa og er það svipað hlutfall og tíðkast í höfuðborgum Norðurlandanna. Sigríður hefur því ásamt sjö öðrum þingmönnum lagt fram og mælt fyrir frumvarpi á Alþingi sem afnemur þessa skyldu til fjölgunar borgarfulltrúa. Frumvarpið bíður þess nú að vera afgreitt úr nefnd til annarrar umræðu. Kjartan hefur ásamt öðrum borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins flutt tillögu um að borgarstjórn skori á Alþingi að breyta umræddu lagaákvæði þannig að borgarstjórn hafi sjálfdæmi um hvort borgarfulltrúum verði fjölgað eða ekki. Í umsögn forsætisnefndar borgarinnar um frumvarp Sigríðar er lagst gegn því. Vinstri flokkarnir í borgarstjórn, Samfylking, Björt framtíð, Píratar og Vinstri græn, styðja þar með að borgarfulltrúum í Reykjavík verði fjölgað um a.m.k. 53 prósent. Það vekur sérstaka athygli að vinstri flokkarnir í borgarstjórn styðji með þessum hætti að Alþingi taki ráðin af borgarstjórninni. En þar sem um er að ræða útþenslu kerfisins þarf það ekki að koma á óvart að vinstri flokkarnir líti til fjölgunar borgarfulltrúa með sérstakri velþóknun.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Á vegamótum Sigurðar Inga Jóhannssonar var snarað upp í flýti eftir að fyrrverandi forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum vegna Panamaskjala og sænskra sjónvarpsviðtala. Frá fyrsta degi hefur hinni nýju stjórn orðið tíðrætt um erindi sitt og hin fjölmörgu mikilvægu mál sín, sem ljúka yrði fyrir kosningar. 5. september 2016 07:00
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun