Í þáttunum taka alls sex keppendur þátt. Í hverjum þætti verður einn keppandi í liði Guðmundar og annar í liði Evu. Búið verður að raða upp ísskápum upp og verður kastað upp á hver fær að velja sér ísskáp fyrst.
Í hverjum ísskáp eru hráefni til að gera forrétt, aðalrétt, eftirrétt og eitt spjald. Á spjaldinu eru tromp sem hver keppandi má nýta sér, hvenær sem er í leiknum.
TROMP: Tefja keppinaut um 5 mínútur, stela hráefni frá keppinaut, kíkja í annan ísskáp í 3 sekúndur, bæta við sinn tíma 2 mín, fara aftur í matarbúrið, skipta um ísskáp, banna keppinaut að nota heimilistæki.
Maturinn verður að vera kominn á disk þegar tíminn er útrunninn, 15 mínútur til að gera forrétt, 30 mínútur til að gera aðalrétt og 20 mínútur til að gera eftirrétt.
Tveir dómarar munu dæma hvern rétt fyrir sig og gefa stig fyrir: Framsetning, Bragð og Frumleika.
Hér að neðan má sjá nýja stiklu um þáttinn sem fer í loftið í október.
Þá fór hann á kostum í lýsingu á því þegar listamaðurinn Almar yfirgaf kassann sinn í fyrra eftir vikudvöl. Lýsinguna má sjá hér að neðan.