Flokksþing veltur á Kragamönnum Sveinn Arnarsson skrifar 23. ágúst 2016 07:00 Á síðasta flokksþingi var Sigmundur endurkjörinn formaður. Hér sést hann ásamt eiginkonu sinni, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, er hann var endurkjörinn. Tillaga þess efnis að boða eigi til flokksþing Framsóknarflokksins fyrir kosningar í haust verður borin upp á kjördæmaþingi flokksins í Suðvesturkjördæmi næstkomandi fimmtudag sem haldið verður í Kópavogi. Verði tillagan samþykkt mun flokksþing fara fram samkvæmt reglum flokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tjáir sig ekki við Fréttablaðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hildur Helga Gísladóttir, formaður kjördæmaráðs Framsóknarflokksins, býst við um 200 manns á fundinn en um 330 eiga seturétt. Hún fagnar því ef smalað verður inn á fundinn vegna tillögunnar um að flýta flokksþingi. „Það er fagnaðarefni ef formenn félaga og aðrir sjá til þess að sitt fólk mæti á kjördæmaþingið.“ Þingmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu, þau Eygló Harðardóttir, Willum Þór Þórsson og Þorsteinn Sæmundsson, telja réttast að flokksþing verði haldið fyrir næstu kosningar. „Ég held að það sé að mörgu leyti æskilegt að flýta flokksþingi. Bæði til að skerpa á stefnunni fyrir kosningar og ég held að það sé bara gott fyrir forystuna að fá endurnýjað umboð og fara þannig inn í kosningar,“ segir Þorsteinn Sæmundsson. „Ég myndi styðja þá tillögu fljótt á litið. Það skiptir máli að ræða stöðuna og setja saman stefnuna,“ bætir Willum Þór Þórsson við. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, greiddi atkvæði gegn því um síðustu helgi að flokksþing yrði haldið fyrir kosningar.Willum Þór ÞórssonSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins barðist hann hart gegn tillögunni og sagði réttast að leyfa miðstjórn að boða til flokksþings, þá væntanlega í vor að afloknum kosningum. Fór svo að greiða þurfti atkvæði í tvígang á kjördæmisþinginu. Ekki var óskað eftir leynilegri kosningu heldur var handaupprétting notuð til að greiða atkvæði og gátu þar með allir fundarmenn séð hvernig fundarmenn greiddu atkvæði. Komi til flokksþings þarf að kjósa um forystu flokksins og líklegt þykir að sitjandi formaður fái mótframboð á fundinum. Ekki hefur náðst í Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Tillaga þess efnis að boða eigi til flokksþing Framsóknarflokksins fyrir kosningar í haust verður borin upp á kjördæmaþingi flokksins í Suðvesturkjördæmi næstkomandi fimmtudag sem haldið verður í Kópavogi. Verði tillagan samþykkt mun flokksþing fara fram samkvæmt reglum flokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tjáir sig ekki við Fréttablaðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hildur Helga Gísladóttir, formaður kjördæmaráðs Framsóknarflokksins, býst við um 200 manns á fundinn en um 330 eiga seturétt. Hún fagnar því ef smalað verður inn á fundinn vegna tillögunnar um að flýta flokksþingi. „Það er fagnaðarefni ef formenn félaga og aðrir sjá til þess að sitt fólk mæti á kjördæmaþingið.“ Þingmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu, þau Eygló Harðardóttir, Willum Þór Þórsson og Þorsteinn Sæmundsson, telja réttast að flokksþing verði haldið fyrir næstu kosningar. „Ég held að það sé að mörgu leyti æskilegt að flýta flokksþingi. Bæði til að skerpa á stefnunni fyrir kosningar og ég held að það sé bara gott fyrir forystuna að fá endurnýjað umboð og fara þannig inn í kosningar,“ segir Þorsteinn Sæmundsson. „Ég myndi styðja þá tillögu fljótt á litið. Það skiptir máli að ræða stöðuna og setja saman stefnuna,“ bætir Willum Þór Þórsson við. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, greiddi atkvæði gegn því um síðustu helgi að flokksþing yrði haldið fyrir kosningar.Willum Þór ÞórssonSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins barðist hann hart gegn tillögunni og sagði réttast að leyfa miðstjórn að boða til flokksþings, þá væntanlega í vor að afloknum kosningum. Fór svo að greiða þurfti atkvæði í tvígang á kjördæmisþinginu. Ekki var óskað eftir leynilegri kosningu heldur var handaupprétting notuð til að greiða atkvæði og gátu þar með allir fundarmenn séð hvernig fundarmenn greiddu atkvæði. Komi til flokksþings þarf að kjósa um forystu flokksins og líklegt þykir að sitjandi formaður fái mótframboð á fundinum. Ekki hefur náðst í Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira