Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2016 18:30 Guðmundur fagnar eftir leik. vísir/anton Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. Guðmundur lagði leikinn upp frábærlega og náði að gera betur en fyrir átta árum þegar Frakkar unnu Ísland í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Danir unnu leikinn 28-26 eftir að hafa náð mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik. Danir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14. Það voru margir spila vel í þessum leik og Guðmundur er búinn að setja saman samstilltan og einbeittan hóp. Það er gaman að sjá þetta danska lið halda út en oft hafa þeir verið hvorki fugl né fiskur í þessum úrslitaleikjum sínum. Danska liðið spilaði frábærlega útfærðan leik og Frakkar komust aldrei á flug eins og þeir eru þekktir fyrir. Guðmundur Guðmundsson hefur fengið mikla gagnrýni í Danmörku eftir fyrstu tvö stórmótin en núna gerði hann það sem engum öðrum landsliðsþjálfara Dana hefur tekist eða að gera Dani að Ólympíumeisturum. Mikkel Hansen var öðrum fremur besti maður vallarins með átta mörk en danska vörnin er sterkt og Niklas Landin varði líka vel í markinu. Danir skoruðu fyrsta markið í leiknum en fengu síðan þrjú frönsk mörk í röð í andlitið. Dönum tókst hinsvegar að jafna metin strax í 5-5 og ná síðan í framhaldinu tveggja marka forskoti með góðum leikkafla. Guðmundur reyndi mikið að nota aukamanninn á upphafsmínútum leiksins og spila með tvo inn á línu. Hann hætti því hinsvegar þegar Frakkar voru búnir að skora þrisvar í tómt markið. Michaël Guigou var að verki í öll skiptin. Tvö marka Guigou komu þegar Frakkar breyttu stöðunni úr 9-7 fyrir Dani í 12-10 fyrir Frakka. Thierry Omeyer átti þá flottan kafla í franska markinu. Guðmundur tók síðan leikhlé í stöðunni 12-11 fyrir Frakka en þá voru sjö mínútur til hálfleiks. Danska liðið kláraði þessar sjö mínútur mjög vel og vann þær 5-2 og var fyrir vikið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14. Mikkel Hansen skoraði þrjú af þessum mörkum Dana á síðustu mínútum hálfleiksins. Danir náðu þriggja marka forystu í upphafi seinni hálfleiksins og voru svo komnir fimm mörkum yfir, 25-20, þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum. Danir misstu niður fjögurra marka forskot í seinni hálfleik í leiknum á móti Frökkum í riðlakeppninni og gátu því alls ekki slakað neitt á. Frakkar voru búnir að koma muninum niður í tvö mörk þegar Guðmundur tók leikhlé rúmum fimm mínútum fyrir leikslok. Nikola Karabatic minnkaði munnin í eitt mark þegar þrjár mínútur voru eftir en Lasse Svan Hansen svaraði strax úr hægra horninu og Danir unnu svo boltann. Mads Mensah Larsen innsiglaði sigurinn þegar hann kom Dönum í 28-25 þegar hálf mínúta var eftir. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. Guðmundur lagði leikinn upp frábærlega og náði að gera betur en fyrir átta árum þegar Frakkar unnu Ísland í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Danir unnu leikinn 28-26 eftir að hafa náð mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik. Danir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14. Það voru margir spila vel í þessum leik og Guðmundur er búinn að setja saman samstilltan og einbeittan hóp. Það er gaman að sjá þetta danska lið halda út en oft hafa þeir verið hvorki fugl né fiskur í þessum úrslitaleikjum sínum. Danska liðið spilaði frábærlega útfærðan leik og Frakkar komust aldrei á flug eins og þeir eru þekktir fyrir. Guðmundur Guðmundsson hefur fengið mikla gagnrýni í Danmörku eftir fyrstu tvö stórmótin en núna gerði hann það sem engum öðrum landsliðsþjálfara Dana hefur tekist eða að gera Dani að Ólympíumeisturum. Mikkel Hansen var öðrum fremur besti maður vallarins með átta mörk en danska vörnin er sterkt og Niklas Landin varði líka vel í markinu. Danir skoruðu fyrsta markið í leiknum en fengu síðan þrjú frönsk mörk í röð í andlitið. Dönum tókst hinsvegar að jafna metin strax í 5-5 og ná síðan í framhaldinu tveggja marka forskoti með góðum leikkafla. Guðmundur reyndi mikið að nota aukamanninn á upphafsmínútum leiksins og spila með tvo inn á línu. Hann hætti því hinsvegar þegar Frakkar voru búnir að skora þrisvar í tómt markið. Michaël Guigou var að verki í öll skiptin. Tvö marka Guigou komu þegar Frakkar breyttu stöðunni úr 9-7 fyrir Dani í 12-10 fyrir Frakka. Thierry Omeyer átti þá flottan kafla í franska markinu. Guðmundur tók síðan leikhlé í stöðunni 12-11 fyrir Frakka en þá voru sjö mínútur til hálfleiks. Danska liðið kláraði þessar sjö mínútur mjög vel og vann þær 5-2 og var fyrir vikið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14. Mikkel Hansen skoraði þrjú af þessum mörkum Dana á síðustu mínútum hálfleiksins. Danir náðu þriggja marka forystu í upphafi seinni hálfleiksins og voru svo komnir fimm mörkum yfir, 25-20, þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum. Danir misstu niður fjögurra marka forskot í seinni hálfleik í leiknum á móti Frökkum í riðlakeppninni og gátu því alls ekki slakað neitt á. Frakkar voru búnir að koma muninum niður í tvö mörk þegar Guðmundur tók leikhlé rúmum fimm mínútum fyrir leikslok. Nikola Karabatic minnkaði munnin í eitt mark þegar þrjár mínútur voru eftir en Lasse Svan Hansen svaraði strax úr hægra horninu og Danir unnu svo boltann. Mads Mensah Larsen innsiglaði sigurinn þegar hann kom Dönum í 28-25 þegar hálf mínúta var eftir.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira