Hlynur: Vó þungt að spila með Shouse Kjartan Atli Kjartansson skrifar 31. ágúst 2016 23:48 Hlynur skrifaði undir í Mathúsi Garðabæjar í gærkvöldi. Hér er hann með Skarphéðni Eiríkssyni, formanni körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Mynd/Karl West Karlsson Hlynur Bæringsson, landsliðsfyrirliði Íslands í körfubolta, segir það hafa vegið þungt að fá að leika aftur með vini sínum Justin Shouse hjá Stjörnunni. Eins og sagt var frá kvöldfréttum Stöðvar 2 er Hlynur á leið í Garðabæinn, snúinn heim úr atvinnumennsku í Svíþjóð þar sem hann hefur verið síðan 2010. Hjá Stjörnunni hittir Hlynur sinn gamla vin, en hann og Shouse léku fyrst saman hjá Snæfelli tímabilið 2006 til 2007. „Ég man vel eftir okkar tíma saman. Með réttu hefði kannski átt að reka hann eftir þrjá leiki,“ rifjar Hlynur upp og heldur áfram: „En svo fór hann batnandi og stóð sig frábærlega. Það verður ótrúlega gaman að leika með honum. Hann er frábær leikmaður og bara frábær gaur, virkilega góður liðsfélagi.“ Hlynur bætir því við að hjá Stjörnunni séu margir góðir leikmenn, en Stjarnan er með reynslumikið lið; Hlynur, Justin, Marvin Valdimarsson og Ágúst Angatýsson eru allir yfir þrítugt. Hann telur að liðið eigi góða möguleika á því að vera sterkt. „Ég ætla að vona að við náum að keppa um eitthvað. Vissulega er virkilega sterkt lið vestur í bæ sem er búið að vinna þrjú ár í röð og er nú komið með Jón [Arnór Stefánsson] líka, það lið verður erfitt viðureignar. En maður veit auðvitað aldrei hvað gerist í þessu, hvað verður. Hvernig lið standa sig, hvernig kana þau fá og svo framvegis."Þú varst einnig orðaður við KR, áður en þú komst í Stjörnuna. Margir ræddu um hvort að þetta myndi eyðileggja deildina, ef þú færir þangað. Hafði það áhrif á ákvörðun þína - heildin - að KR-liði hefði jafnvel orðið of gott og tekið alla spennu úr deildinni? „Ég viðurkenni það alveg, að hluta af mér langaði að spila með Jóni Arnóri, Pavel [Ermolinski], Sigga [Sigurði Þorvaldssyni], en við Siggi spiluðum auðvitað lengi saman. Finnur Freyr [Stefánsson] er auðvitað flottur þjálfari, hefur staðið sig mjög vel með landsliðinu. Ég held að það hefði verið ótrúlega erfitt að gera vel, því væntingarnar hefðu orðið svo miklar. Allir hefðu búist við rústi í hverjum leik, en það verður aldrei svoleiðis. Pressan verður allt öðruvísi við svona aðstæður og það getur hreinlega legið þungt á mönnum að spila körfubolta við þannig aðstæður að þú verðir að vinna með að minnsta kosti tuttugu stiga mun. Ég hugsaði mig alveg vel um og veit að það hefði verið gaman að spila með þessum strákum. En ég er mjög sáttur með ákvörðunina mína. Mér líður mjög vel með þetta allt og líst ákaflega vel á Stjörnuna og Garðabæinn.“ Hlynur verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem leikur nú þrjá útileiki í röð í undankeppni Eurobasket, Evrópukeppninnar í körfubolta. Leikirnir eru gegn Kýpur, Belgíu og Sviss. Liðið hefur unnið einn leik, fyrsta leikinn gegn Sviss í gærkvöldi. Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Hlynur Bæringsson, landsliðsfyrirliði Íslands í körfubolta, segir það hafa vegið þungt að fá að leika aftur með vini sínum Justin Shouse hjá Stjörnunni. Eins og sagt var frá kvöldfréttum Stöðvar 2 er Hlynur á leið í Garðabæinn, snúinn heim úr atvinnumennsku í Svíþjóð þar sem hann hefur verið síðan 2010. Hjá Stjörnunni hittir Hlynur sinn gamla vin, en hann og Shouse léku fyrst saman hjá Snæfelli tímabilið 2006 til 2007. „Ég man vel eftir okkar tíma saman. Með réttu hefði kannski átt að reka hann eftir þrjá leiki,“ rifjar Hlynur upp og heldur áfram: „En svo fór hann batnandi og stóð sig frábærlega. Það verður ótrúlega gaman að leika með honum. Hann er frábær leikmaður og bara frábær gaur, virkilega góður liðsfélagi.“ Hlynur bætir því við að hjá Stjörnunni séu margir góðir leikmenn, en Stjarnan er með reynslumikið lið; Hlynur, Justin, Marvin Valdimarsson og Ágúst Angatýsson eru allir yfir þrítugt. Hann telur að liðið eigi góða möguleika á því að vera sterkt. „Ég ætla að vona að við náum að keppa um eitthvað. Vissulega er virkilega sterkt lið vestur í bæ sem er búið að vinna þrjú ár í röð og er nú komið með Jón [Arnór Stefánsson] líka, það lið verður erfitt viðureignar. En maður veit auðvitað aldrei hvað gerist í þessu, hvað verður. Hvernig lið standa sig, hvernig kana þau fá og svo framvegis."Þú varst einnig orðaður við KR, áður en þú komst í Stjörnuna. Margir ræddu um hvort að þetta myndi eyðileggja deildina, ef þú færir þangað. Hafði það áhrif á ákvörðun þína - heildin - að KR-liði hefði jafnvel orðið of gott og tekið alla spennu úr deildinni? „Ég viðurkenni það alveg, að hluta af mér langaði að spila með Jóni Arnóri, Pavel [Ermolinski], Sigga [Sigurði Þorvaldssyni], en við Siggi spiluðum auðvitað lengi saman. Finnur Freyr [Stefánsson] er auðvitað flottur þjálfari, hefur staðið sig mjög vel með landsliðinu. Ég held að það hefði verið ótrúlega erfitt að gera vel, því væntingarnar hefðu orðið svo miklar. Allir hefðu búist við rústi í hverjum leik, en það verður aldrei svoleiðis. Pressan verður allt öðruvísi við svona aðstæður og það getur hreinlega legið þungt á mönnum að spila körfubolta við þannig aðstæður að þú verðir að vinna með að minnsta kosti tuttugu stiga mun. Ég hugsaði mig alveg vel um og veit að það hefði verið gaman að spila með þessum strákum. En ég er mjög sáttur með ákvörðunina mína. Mér líður mjög vel með þetta allt og líst ákaflega vel á Stjörnuna og Garðabæinn.“ Hlynur verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem leikur nú þrjá útileiki í röð í undankeppni Eurobasket, Evrópukeppninnar í körfubolta. Leikirnir eru gegn Kýpur, Belgíu og Sviss. Liðið hefur unnið einn leik, fyrsta leikinn gegn Sviss í gærkvöldi.
Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“