Innlent

Höskuldur skorar Sigmund Davíð á hólm

Atli Ísleifsson skrifar
Höskuldur Þórhallsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Höskuldur Þórhallsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Ernir/Valli
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar í haust.

Höskuldur fer þar með á móti Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formanni flokksins, sem leiddi lista Framsóknar í kjördæminu í kosningunum 2013 og sækist eftir að leiða listann í komandi kosningum.

Vikudagur greinir frá þessu og vísar í bréf sem Höskuldur sendi flokksmönnum.

Í bréfinu segir jafnframt að Höskuldur vonist til að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra gefi kost á sér til formennsku á komandi flokksþingi. Sé hann „ótvírætt best til þess fallinn að leiða Framsóknarflokkinn í komandi þingkosningum,“ segir Höskuldur. 

Frægt er orðið þegar Höskuldur var tilkynntur sem nýr formaður Framsóknar árið 2009, of snemma eftir formannsslag við Sigmund Davíð. Í ljós kom að um ranga tilkynningu var að ræða og var Sigmundur Davíð útnefndur formaður flokksins. Hann hefur gegnt þeirri stöðu síðan.

Nánar um uppákomuna árið 2009 hér að neðan.


Tengdar fréttir

Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing fyrir kosningar

Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing fyrir Alþingiskosningar sem verða 29. október þar sem meirihluti kjördæmisþinga flokksins hefur nú samþykkt tillögu um að flokksþing verði haldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×