Sport

Trump segir Kaepernick að finna sér nýtt land

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Colin Kaepernick er umdeildur í Bandaríkjunum í dag.
Colin Kaepernick er umdeildur í Bandaríkjunum í dag. vísir/getty
Sú ákvörðun NFL-leikstjórnandans Colin Kaepernick að hætta að standa meðan bandaríski þjóðsöngurinn er leikinn hefur gert allt vitlaust vestra.

Fjölmargir styðja ákvörðun Kaepernick eða í það bera virðingu fyrir henni.

Enn stærri hluti hefur fordæmt hegðun þessa leikstjórnanda 49ers og urðað yfir hann. Einhverjir hafa meðal annars brennt treyju hans og spilað þjóðsönginn á meðan. Þetta er gríðarlegt hitamál í Bandaríkjunum.

Það var því viðbúið að forsetaframbjóðandinn Donald Trump myndi blanda sér í málið.

„Mér finnst þetta hræðilegt og kannski ætti hann bara að finna sér annað land sem hentar honum betur,“ sagði Trump um Kaepernick.

NFL-deildin hefst eftir rúma viku og leikmenn eru ekki skyldaðir til þess að standa þegar þjóðsöngurinn er leikinn.

Hér að neðan má sjá stuðningsmenn Niners brenna treyjy Kaepernick og senda honum tóninn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×