Ríkisstjórnin og þinglokin Steingrímur J. Sigfússon skrifar 31. ágúst 2016 07:00 Það er full þörf á að ræða stjórnmálastöðuna í samhenginu ríkisstjórn landsins og þinglokin. Við erum með ríkisstjórn í andarslitrunum sem er þó að reyna að rembast við að vera eitthvað annað og meira en hún er, jafnvel að reyna að segja Alþingi fyrir verkum. Þetta er ríkisstjórn sem sjálf ákvað síðastliðið vor að framlengja líf sitt og breyta sér í bráðabirgðastjórn til haustsins, sem er næsti bær við starfsstjórn. Þeim fjölgar auðvitað hratt sem sjá að það voru mikil mistök fyrir alla, og ekki síst stjórnarflokkana, að kjósa ekki síðastliðið vor. Það var einfaldlega ávísun á tímasóun, óvissu og upplausn að horfast ekki í augu við veruleikann strax þá. Jafnvel stjórnarliðar spretta nú fram og segja: Það er þá alla vega réttast að kjósa strax, rjúfa þing tafarlaust og kjósa. Aðrir stjórnarliðar gera kröfur um að einstakir ráðherrar í ríkisstjórninni segi af sér. Sem betur fer eru hverfandi líkur á því að þessi ríkisstjórn lifi af kosningarnar í október næstkomandi. Hana mun vanta bæði þingstyrk og sennilega vilja til þess að reyna að halda samstarfinu áfram. Það er vel. Við þær aðstæður þurfa forusta þingsins, forseti, formenn þingflokka og formenn flokka, einfaldlega að setjast niður og leggja algerlega sjálfstætt mat á það hvaða mál standa efnisleg rök til að afgreiða og hver á að láta bíða, áður en þingmenn halda í kosningabaráttu eða hverfa af þingi eins og metfjöldi virðist ætla að gera. Ríkisstjórn í andarslitrunum á ekki að segja Alþingi fyrir verkum frekar en ríkisstjórnir yfirleitt og endranær eiga að kúska þingið til hlýðni. Það er þingræði á Íslandi, hér situr þingbundin ríkisstjórn. Það er augljóst að einhver mál sem eiga að hafa réttaráhrif og koma til framkvæmda strax á haustmánuðum þarf að skoða, en það er fráleitt að eyða tíma Alþingis í önnur umdeild mál sem eiga hvort eð er ekki að taka gildi fyrr en t.d. á miðju næsta ári. Þessi ríkisstjórn hefur ekkert umboð til þess lengur að skipa fyrir um að umdeild framtíðarlöggjöf um lánasjóðinn eða mismununarkerfi fjármálaráðherra gagnvart ungu fólki á húsnæðismarkaði verði gerð að lögum. Löskuð ríkisstjórn hægriflokkanna verður að lifa með því að sandurinn er búinn í stundaglasi hennar.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er full þörf á að ræða stjórnmálastöðuna í samhenginu ríkisstjórn landsins og þinglokin. Við erum með ríkisstjórn í andarslitrunum sem er þó að reyna að rembast við að vera eitthvað annað og meira en hún er, jafnvel að reyna að segja Alþingi fyrir verkum. Þetta er ríkisstjórn sem sjálf ákvað síðastliðið vor að framlengja líf sitt og breyta sér í bráðabirgðastjórn til haustsins, sem er næsti bær við starfsstjórn. Þeim fjölgar auðvitað hratt sem sjá að það voru mikil mistök fyrir alla, og ekki síst stjórnarflokkana, að kjósa ekki síðastliðið vor. Það var einfaldlega ávísun á tímasóun, óvissu og upplausn að horfast ekki í augu við veruleikann strax þá. Jafnvel stjórnarliðar spretta nú fram og segja: Það er þá alla vega réttast að kjósa strax, rjúfa þing tafarlaust og kjósa. Aðrir stjórnarliðar gera kröfur um að einstakir ráðherrar í ríkisstjórninni segi af sér. Sem betur fer eru hverfandi líkur á því að þessi ríkisstjórn lifi af kosningarnar í október næstkomandi. Hana mun vanta bæði þingstyrk og sennilega vilja til þess að reyna að halda samstarfinu áfram. Það er vel. Við þær aðstæður þurfa forusta þingsins, forseti, formenn þingflokka og formenn flokka, einfaldlega að setjast niður og leggja algerlega sjálfstætt mat á það hvaða mál standa efnisleg rök til að afgreiða og hver á að láta bíða, áður en þingmenn halda í kosningabaráttu eða hverfa af þingi eins og metfjöldi virðist ætla að gera. Ríkisstjórn í andarslitrunum á ekki að segja Alþingi fyrir verkum frekar en ríkisstjórnir yfirleitt og endranær eiga að kúska þingið til hlýðni. Það er þingræði á Íslandi, hér situr þingbundin ríkisstjórn. Það er augljóst að einhver mál sem eiga að hafa réttaráhrif og koma til framkvæmda strax á haustmánuðum þarf að skoða, en það er fráleitt að eyða tíma Alþingis í önnur umdeild mál sem eiga hvort eð er ekki að taka gildi fyrr en t.d. á miðju næsta ári. Þessi ríkisstjórn hefur ekkert umboð til þess lengur að skipa fyrir um að umdeild framtíðarlöggjöf um lánasjóðinn eða mismununarkerfi fjármálaráðherra gagnvart ungu fólki á húsnæðismarkaði verði gerð að lögum. Löskuð ríkisstjórn hægriflokkanna verður að lifa með því að sandurinn er búinn í stundaglasi hennar.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar