Mannsæmandi eftirlaun Oddný G. Harðardóttir skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Við Íslendingar erum rík þjóð. Svo rík að allir ættu að búa við þokkaleg kjör á öllum stigum lífsins. Þrátt fyrir það horfum við á fólkið okkar nálgast efri ár vitandi að sumra bíður að lifa á eftirlaunagreiðslum sem ekki nægja fyrir nauðsynjum eða mannsæmandi lífi. Þessu ætlum við að breyta. Í sumar hef ég átt bæði áhugaverða og góða fundi með baráttufólki fyrir betri stöðu eldri borgara. Við töluðum um vandamálin og tækifærin framundan. Annars vegar þarf að laga slæma stöðu þeirra sem eiga í fjárhagserfiðleikum, en það þarf líka að huga að þeim sem komnir eru á eftirlaunaaldur en búa við góða heilsu og kost. Báðir hópar krefjast breytinga. Við ætlum að sjá til þess að eftirlaun hækki í skrefum upp í 300.000 kr. mánaðargreiðslur að lágmarki. En það er ekki nóg eitt og sér. Því til viðbótar ætlum við að koma á sveigjanlegum starfslokum svo að þeir sem hafa til þess löngun og getu megi vinna lengur en nú. Það þarf líka að einfalda kerfið sem ákvarðar greiðslurnar. Í dag er of flókið að skilja útreikningana og fólk á þar af leiðandi í erfiðleikum með að gæta réttar síns. Svokallaðar krónu á móti krónu skerðingar munum við afnema. Í stuttu máli ætlum við að gera þetta: Hækka lágmarksgreiðslur. Greiða út hækkun frá 1. maí í ár. Koma á sveigjanlegum starfslokum. Einfalda almannatryggingakerfið. Afnema krónu á móti krónu skerðingar. Við höfum efni á þessum breytingum og getum hafist handa strax. Nýtt og einfaldara kerfi, hækkun lágmarksgreiðslna í átt að 300.000 kr. lágmarki og afturvirkar greiðslur frá 1. maí í ár – líkt og lagt var til við síðustu fjárlagagerð en stjórnarliðar felldu – kostar ríkissjóð samtals um það bil 15 milljarða króna. Það er vel viðráðanlegt. Með réttlátari skiptingu þjóðarkökunnar er þetta allt mögulegt. Það er forgangsmál að sýna eldra fólki þá virðingu sem það á skilið eftir langa starfsævi og tryggja því betri kjör.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum rík þjóð. Svo rík að allir ættu að búa við þokkaleg kjör á öllum stigum lífsins. Þrátt fyrir það horfum við á fólkið okkar nálgast efri ár vitandi að sumra bíður að lifa á eftirlaunagreiðslum sem ekki nægja fyrir nauðsynjum eða mannsæmandi lífi. Þessu ætlum við að breyta. Í sumar hef ég átt bæði áhugaverða og góða fundi með baráttufólki fyrir betri stöðu eldri borgara. Við töluðum um vandamálin og tækifærin framundan. Annars vegar þarf að laga slæma stöðu þeirra sem eiga í fjárhagserfiðleikum, en það þarf líka að huga að þeim sem komnir eru á eftirlaunaaldur en búa við góða heilsu og kost. Báðir hópar krefjast breytinga. Við ætlum að sjá til þess að eftirlaun hækki í skrefum upp í 300.000 kr. mánaðargreiðslur að lágmarki. En það er ekki nóg eitt og sér. Því til viðbótar ætlum við að koma á sveigjanlegum starfslokum svo að þeir sem hafa til þess löngun og getu megi vinna lengur en nú. Það þarf líka að einfalda kerfið sem ákvarðar greiðslurnar. Í dag er of flókið að skilja útreikningana og fólk á þar af leiðandi í erfiðleikum með að gæta réttar síns. Svokallaðar krónu á móti krónu skerðingar munum við afnema. Í stuttu máli ætlum við að gera þetta: Hækka lágmarksgreiðslur. Greiða út hækkun frá 1. maí í ár. Koma á sveigjanlegum starfslokum. Einfalda almannatryggingakerfið. Afnema krónu á móti krónu skerðingar. Við höfum efni á þessum breytingum og getum hafist handa strax. Nýtt og einfaldara kerfi, hækkun lágmarksgreiðslna í átt að 300.000 kr. lágmarki og afturvirkar greiðslur frá 1. maí í ár – líkt og lagt var til við síðustu fjárlagagerð en stjórnarliðar felldu – kostar ríkissjóð samtals um það bil 15 milljarða króna. Það er vel viðráðanlegt. Með réttlátari skiptingu þjóðarkökunnar er þetta allt mögulegt. Það er forgangsmál að sýna eldra fólki þá virðingu sem það á skilið eftir langa starfsævi og tryggja því betri kjör.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun