Mismunun tónleikagesta Rut Þorsteinsdóttir skrifar 9. september 2016 08:15 Flestir ættu að geta verið sammála um að tónlist skiptir okkur félagslega miklu máli. Þannig er tónlist yfirleitt órjúfanlegur þáttur á stórum tímamótum hvort sem það er í gleði eða sorg. Í mínum huga er það óumdeilanlegt að tilfinninganleg upplifun fylgir því að hlusta á tónlist. Hver sú upplifun er, og hversu sterk hún verður, ræðst aftur á móti af ýmsum ólíkum þáttum bæði persónulegum og úr umhverfinu. Einstaklingurinn þróar með sér tónlistarsmekk sem er persónubundinn en um leið getur hann sameinað og skapað félagslega einingu. Við notum oft tónlist til að hafa áhrif á tilfinningar okkar, endurspegla þær eða miðla þeim. Hvort sem það er reiði eða ofsakæti, fögnuður eða söknuður. Tónlist er því í eðli sínu samskiptaform. Lifandi tónlistarflutningur er einstakur fyrir margra hluta sakir. Með honum getur skapast einstakt andrúmsloft á milli flytjanda og hlustenda. Upplifunin af tónlistinni verður þá enn sterkari fyrir vikið. Í kjölfar hinna miklu tæknibreytinga sem hafa orðið í miðlun tónlistar hefur tónlistarhlustun aukist gífurlega. Lítið mál er að nálgast tónlist með því að hlaða henni niður af veraldarvefnum á stafrænu formi og vista til afspilunar síðar meir af snjallsíma. Þessum breyttu aðstæðum hafa margir tónlistarmenn svarað með auknu framboði á lifandi tónlistarflutningi. Til að fara á tónleika hjá helstu átrúnaðargoðum sínum eru margir, óháð aldri, tilbúnir til að leggja allt í sölunnar. Að fá að berja augum, og taka þátt í algleymi fjölmennra tónleika, fræga listamenn sem hafa jafnvel komið um langan veg til að skemmta er eitthvað sem greipist í minni manns. Upplifun og tilfinning sem að þú mannst alla tíð. Og enn minnistæðara er það ef um heimsfræga listamenn er að ræða sem að þú hefur fylgst lengi með. Þá fer allt lífið að snúast um að komast á þennan tiltekna viðburð. Ég er með meðfædda CP fötlun og þarf því að nota hjólastól. Til þess að geta sótt tónleika þarf ég á aðstoðarmanneskju að halda. Á stærri tónleikum hérlendis eru oftast sérstök svæði fyrir hjólastóla og gert ráð fyrir aðstoðarmanneskju. Í nágrannlöndum okkar, Danmörk og Svíþjóð, kaupirðu einn miða á tónleika á hjólastólasvæði óháð því að þurfa aðstoð. Til að sannreyna þetta snéri ég mér til Stockolm Globe Arenas í aðdraganda Eurovision keppninnar 2016. Og mikið rétt, einn miði fyrir einn tónleikagest – óháð því hvar hann situr. Í kvöld sæki ég tónleika stjórstjörnunnar Justin Bieber. Þá þarf ég að kaupa einn miða fyrir mig og annan fyrir aðstoðarmanneskju mína en það gera 32.000 krónur í stað 16.000. Þeir sem eru í forsvari fyrir tónleikahúsin vísa á tónleikahaldarana og segja að þetta sé þeirra ákvörðun að rukka fatlaða tvöfalt. Líklega óttast tónleikahaldarar tekjumissi og að fatlaðir einstaklingar hópist á tónleikana með aðstoðarfólk sem hefði annars sótt þá. Í mínum tilfelli hefur aðstoðarmanneskjan ekki áhuga eða smekk fyrir tónlistinni og er eingöngu að fylgja mér. Kannski finnst ófötluðu fólki þetta eðlilegir viðskiptahættir en mér finnst þetta mismunun. Þetta er ekki mitt val. Það er ekkert sem að ég þrái frekar en að fara tónleika og upplifa þá - án aðstoðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Flestir ættu að geta verið sammála um að tónlist skiptir okkur félagslega miklu máli. Þannig er tónlist yfirleitt órjúfanlegur þáttur á stórum tímamótum hvort sem það er í gleði eða sorg. Í mínum huga er það óumdeilanlegt að tilfinninganleg upplifun fylgir því að hlusta á tónlist. Hver sú upplifun er, og hversu sterk hún verður, ræðst aftur á móti af ýmsum ólíkum þáttum bæði persónulegum og úr umhverfinu. Einstaklingurinn þróar með sér tónlistarsmekk sem er persónubundinn en um leið getur hann sameinað og skapað félagslega einingu. Við notum oft tónlist til að hafa áhrif á tilfinningar okkar, endurspegla þær eða miðla þeim. Hvort sem það er reiði eða ofsakæti, fögnuður eða söknuður. Tónlist er því í eðli sínu samskiptaform. Lifandi tónlistarflutningur er einstakur fyrir margra hluta sakir. Með honum getur skapast einstakt andrúmsloft á milli flytjanda og hlustenda. Upplifunin af tónlistinni verður þá enn sterkari fyrir vikið. Í kjölfar hinna miklu tæknibreytinga sem hafa orðið í miðlun tónlistar hefur tónlistarhlustun aukist gífurlega. Lítið mál er að nálgast tónlist með því að hlaða henni niður af veraldarvefnum á stafrænu formi og vista til afspilunar síðar meir af snjallsíma. Þessum breyttu aðstæðum hafa margir tónlistarmenn svarað með auknu framboði á lifandi tónlistarflutningi. Til að fara á tónleika hjá helstu átrúnaðargoðum sínum eru margir, óháð aldri, tilbúnir til að leggja allt í sölunnar. Að fá að berja augum, og taka þátt í algleymi fjölmennra tónleika, fræga listamenn sem hafa jafnvel komið um langan veg til að skemmta er eitthvað sem greipist í minni manns. Upplifun og tilfinning sem að þú mannst alla tíð. Og enn minnistæðara er það ef um heimsfræga listamenn er að ræða sem að þú hefur fylgst lengi með. Þá fer allt lífið að snúast um að komast á þennan tiltekna viðburð. Ég er með meðfædda CP fötlun og þarf því að nota hjólastól. Til þess að geta sótt tónleika þarf ég á aðstoðarmanneskju að halda. Á stærri tónleikum hérlendis eru oftast sérstök svæði fyrir hjólastóla og gert ráð fyrir aðstoðarmanneskju. Í nágrannlöndum okkar, Danmörk og Svíþjóð, kaupirðu einn miða á tónleika á hjólastólasvæði óháð því að þurfa aðstoð. Til að sannreyna þetta snéri ég mér til Stockolm Globe Arenas í aðdraganda Eurovision keppninnar 2016. Og mikið rétt, einn miði fyrir einn tónleikagest – óháð því hvar hann situr. Í kvöld sæki ég tónleika stjórstjörnunnar Justin Bieber. Þá þarf ég að kaupa einn miða fyrir mig og annan fyrir aðstoðarmanneskju mína en það gera 32.000 krónur í stað 16.000. Þeir sem eru í forsvari fyrir tónleikahúsin vísa á tónleikahaldarana og segja að þetta sé þeirra ákvörðun að rukka fatlaða tvöfalt. Líklega óttast tónleikahaldarar tekjumissi og að fatlaðir einstaklingar hópist á tónleikana með aðstoðarfólk sem hefði annars sótt þá. Í mínum tilfelli hefur aðstoðarmanneskjan ekki áhuga eða smekk fyrir tónlistinni og er eingöngu að fylgja mér. Kannski finnst ófötluðu fólki þetta eðlilegir viðskiptahættir en mér finnst þetta mismunun. Þetta er ekki mitt val. Það er ekkert sem að ég þrái frekar en að fara tónleika og upplifa þá - án aðstoðar.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun